..::LØrdag::..
Frekar lítið um þennan dag að segja, vöknuðum ekki fyrr en klukkan tíu.
Ég fór í Bjarmann en Guðný og Einar fóru í vöflukaffi hjá Brynju, hún var að prufukeyra nýtt vöflujárn og Bjarki varð að fá einhverja í morgunkaffi :), hún er að Bjarka sögn besti vöflubakari í heimi. En ég missti af þessu öllu svo að ég get ekki dæmt þetta.
Ég dvaldi dágóða stund í Bjarmanum og var ekki komin heim fyrr en um eitt, þá var allt á fullu við undirbúning á einhverri snyrtivörukynningu. Klukkan tvö átti sem sagt að vera kynning á snyrtivörum borðbúnaði pottum og einhverju fl, hverjir kannast ekki við kvenfólk og dollukynningarnar? Jæja þetta er eitthvað svipað hehe.
Sem sagt hér var múgur og margmenni í dag þar sem allar dömurnar gátu dáðst að þessu eða hinu kreminu eða meikinu í þessari eða hinni línunni frá (æi það kann ég ekki að nefna). Þetta er ekki svona mikið vesen hjá karlpungunum, raksápa rakvél og rakspíri that´s it :):).........

Meðan ég var að bíða eftir heilun í morgun gaf ég mér tíma til að skrifa niður lesningu sem er í ramma uppi á vegg í Bjarmanum, mér hefur alltaf þótt þetta fallegur boðskapur og alltaf ætlað að skrifa þetta niður en ekki komið því í verk fyrr en núna en svona lítur það út :


Heilræði

Temdu þér rósemi í dagsins önn og mundu friðinn, sem getur ríkt í þögninni. Reyndu að lynda við aðra, án þess að láta þinn hlut. Segðu sannleikan af hógværð en festu. Hlustaðu á aðra þótt þeir kunni að hafa lítið til brunns að bera, þeir hafa sína sögu að segja.

Forðastu háværa og freka, þeir eru æ til ama. Vertu ekki að bera þig saman við aðra, þú verður engu bættari, sumir eru ofjarlar þínir, aðrir mega sín minna. Gakktu ótrauður að hverju verki, láttu ekki sitja við orðin tóm.

Legðu alúð við starf þitt, þótt þér finnist það léttvægt. Vinnan er kjölfestan í völtum heimi. Vertu varfærin í viðskiptum, því margir eru viðsjálir. Lokaðu samt ekki augunum fyrir dyggðinni þar sem hana er að finna. Margir stefna að háleitu marki og alls staðar er verið að drýgja dáð.

Vertu sannur. Reyndu ekki að sýnast. Ræktaðu ástina, því þrátt fyrir þyrrking og kulda er hún fjölær eins og grasið. Virtu ráð öldungsins, sem víkur fyrir æskunni. Stældu hugann svo hann verði þér vörn í hretviðrum lífsins. Auktu þér ekki áhyggjur af ástæðulausu. Margur óttinn stafar af þreytu og einmannakennd. Agaðu sjálfan þig, en ætlaðu þér af. Þú ert þessa heims barn, rétt eins og trén og stjörnurnar, og þú átt þinn rétt. Þú færð þín tækifæri þótt þú gerir þér það ekki alltaf ljóst.

Haltu frið við Guð-hvernig svo sem þú skynjar hann-hver sem yðja þín er og væntingar í erli lífsins. Vertu sáttur við sjálfan þig.

Lífið er þess virði að lifa því þrátt fyrir erfiðleika, fals og vonbrigði. Vertu varkár. Leitaðu hamingjunnar.


Fannst í gömlu St.Pálskirkjunni í Baltimore Bandaríkjunum; ársett 1692

Og þetta verða lokaorðin frá mér í dag.
Bið Guð að gefa ykkur góða helgi........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi