..::Djúpur skítur::..


Oft hefur maður nú verið í djúpum skít en núna held ég að hann sé botnlaus, ég er búin að liggja yfir trollinu síðan við fórum út og finn lítið út úr því. Eina sem breyst hefur er að nú verður maður var við rækjuna í öllu trollinu nema pokunum, þar virðist vera skömmtun á afla og er sá skammtur ákaflega rýr að mínu mati, ég er viss um að okkur hefði gengið betur með antikið því miður. Ekki mátti maður nú við þessu áfalli ofan á allt sem á undan hefur gengið, en einhvern vegin virðist það nú svo að ógæfuhjólið vilji ekki hætta að snúast. Líklega væri maður búin að sjá út eilífðarvélina ef virkja mætti kraftinn í þessu bansetta ógæfuhjóli. En hvað sem því líður þá virðast manni allar bjargir bannaðar, og nú er að verða fátt um fín ráð, meira að segja þeir sem allt vita og geta eru hættir að ráðleggja mér úr viskubrunnum sínum hvað best sé að athuga eða gera næst. Einu sinni heyrði ég máltæki sem var eitthvað á þessa leið "Þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður heldur að þeir geti ekki orðið verri, þá eru þeir líklega að byrja að vera betri!" og nú hengir maður sig bara á þessa speki og bíður og vonar. Er ekki einhver tilgangur með öllu sem við gerum? Ef það er rétt þá er unnið í því á fullu að sjá hvað hægt er að bjóða manni áður maður brotnar, en hvað gerist ef maður brotnar ekki, er þá komið að betri tíð með blóm í haga? Spyr sá sem ekki veit. En það þíðir sjálfsagt ekkert að vera að velta sér upp úr því sem maður getur ekki breitt, bara brosa framan í heiminn og vona að heimurinn brosi til baka. Vona svo að það gangi betur hjá ykkur en mér :):):). Guð veri með ykkur..............................................

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi