..::Eins og uppstoppuð Önd::..
Litla/stóra prinsessan okkar hélt upp á afmælið sitt í dag, í tilefni þess var húsfrúin búin að galdra fram tertur, heita rétti og alls kyns góðgæti.
Þetta varð suddalega gott hjá henni og var maður eins og uppstoppuð Önd þegar maður var búin að kíla kræsingunum í sig. Auðvitað var öll fjölskyldan og flestir vinirnir mættir til að taka þátt í þessum áfanga prinsessunnar með okkur.

Þessi litla dama mætti í afmælisveisluna og fékk lánaða hárkollu hjá Einari Má, er hún ekki krúttleg ?????????????????

Þar sem að borð svignuðu undan kræsingunum fundu allir eitthvað við sitt hæfi og ég held að engin hafi farið svangur heim :). Það fór megnið af deginum í veisluna og stúss í kring um hana, klukkan var orðin fimm þegar ég var loks fær um að keyra bílinn en þá vildu Hjördís og Óli komast inn á vist, svo ég skutlaði þeim inneftir.................
Ég henti inn örfáum myndum, bætti þeim við í september albúmið.
That´s it for to day.........

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi