..::Var nauðsynlegt að skjóta hann?::..
Það hefur verið merkilegt að hlusta á allt fárið sem skapaðist í kring um Hvítabjörninn sem heimsótti okkur Íslendinga um daginn, að mínu viti var ekki nema tvennt að gera í stöðunni, annað var að fanga greyið og setja hann í Húsdýragarðinn, eða bara lóga honum eins og gert var.
Ekki veit ég hvernig það hefði gengið að fanga greyið án þess að limlesta hann og meiða, svo það var ekkert eftir í stöðunni annað en að skjóta greyið.
Það er nú samt þannig að það eru alltaf einhverjir sem vita mest og best hverig átti að gera þetta, þeir sömu eru yfirleitt ekki á staðnum til að meta aðstæður eða hafa á annað borð hugmynd um hvað þeir eru að tala um, mest er þetta gaspur og blaður engum til gagns.


Einhvernvegin hef ég trú á því að þeir sem að mest hafa sig í frammi um allskyns dýravermd spái lítið í því hvort mannskepnan sé að drepast úr hungri og vosbúð einhverstaðar í veröldinni.
Og svo eru alltaf einhverjir að spá í því hvað öðrum finnst, hvað halda aðrar þjóðir um okkur?
Ég get ekki séð að það hafi skipt neinu máli þótt við séum að veiða hvali, eða höfum drepið þennan Ísbjörn, "brautir öngu" eins og kerlingin sagði um árið.
Ef okkur er svona agalega annt um það hvað öðrum finnst um okkur þá mætti selja feldinn af þessum Ísbirni og grafa brunn einhverstaðar í vanþróuðu ríki fyrir peninginn, það gæti bjargað nokkrum mannslífum og liti dillandi vel út fyrir okkur á alþjóðavettvangi, þar fyrir utan hefði ferð Hvítabjarnarins orðið til góðs og hann á endanum látið gott af sér leiða, málið dautt.

Af okkur er það að frétta að við erum hættir að rembast við fisttittina og erum lagðir af stað til löndunar, byrjum vonandi á því næstu nótt og verðum að brasa við það eitthvað fram á helgi. Það er frekar heitt hérna núna og sagði Nagi vinur minn mér það áðan að hitinn í Nouakchott væri 45°C núna, ég spurði hann hvort ekki væri hægt að skipta við okkur Íslendinga á ca 15°C þ.e.a.s við fengum +15 og þeir -15, hann var meira en til í það en hafði ekkert umboð, sagði að þeir samningar yrðu að vera milli Alla og Guðs, ég vona okkar Íslendinga vegna að þeir félagar nái saman og þetta verði að veruleika.

Fleira verður það ekki í dag.
Bið og vona að Guð og gæfan verði með ykkur í því sem þið eruð að bardúsa......

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi