Færslur

..::Út og suður::.. Síðasti laugardagur fór í ferðalög hjá mér, ég byrjaði á Dalvík og endaði í Boston ;). Á sunnudeginum hélt ég svo áfram og komst til Nýfundnalands í tveim leggjum.... Mánudagurinn fór í ýmislegt snatt í dollunni eins og gengur og gerist þegar þessar dósir liggja í landi.... t.d var landað í tveim áföngum, og lauk seinni hálfleik 05 aðfaranótt þriðjudags......... Það var nánast allt orðið klárt á hádegi á þriðjudag en það var að koma mannskapur frá Lettlandi og ekki var gert ráð fyrir honum til Nufy fyrr en aðfaranætur miðvikudags svo vantaði okkur bolta fyrir hleraskóna sem koma áttu með flugi, þetta endaði með því að við komumst ekki af stað fyrr en klukkan sjö á miðvikudagsmorgun.......... Við vorum ekki komnir út á flæmska fyrr en klukkan 15 í dag en það var klukkutíma sirkus áður en draslið hafðist í botn. Já ég var alveg búin að gleyma hvað er gaman í Lettneskum sirkus, ég fékk meira segja að kynna atriðin í kallkerfinu, en það voru samt smá misbrestir á ...
..::Komið að því::.. Jæja þá er vist komið að lokum frísins hjá mér ;(, en í gær var ákveðið að ég flygi suður á laugardagsmorgun og út til Boston sama dag, þar þarf ég að gista eina nótt áður en ég flýg til Nýfundnalands. Við Guðný fórum inn á Akureyri í gær til að kaupa felligardínur í herbergið hjá Hjördísi, auðvitað í Rúmfó hvar annarstaðar? En það var ekki til rétta stærðin svo að það þurfti að snikka þær aðeins til með runnaklippunum og bakkasöginni áður en þetta passaði ;), af hverju ætli þessir byggingarmeistarar geti ekki haft gluggana eftir þessum stöðlum sem virðast vera í gardínum? Þetta þarf alltaf að sérsníða með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn ;), gott að vera ekki byggingarmeistari........ Í morgun var alveg hrikalega gott veður en sólarlaust svo að ég ákvað að skoða mig aðeins meira um á vélfáknum áður en ég reitti af honum númerið, og var stefnan sett inn í Hörgárdal og þaðan inn í Barkárdal, mig var búið að langa til að fara þetta lengi og lét ég verða af því í...
..::Flækingur::.. Ekki hefur skriftarandinn svifið yfir mér undanfarna daga svo að það hefur verið hálfgerð stillimynd á blogginu ;). Á föstudagskvöld skruppum við aðeins út og enduðum á Fjarkanum, þar voru mjög fáir, og virðist barmenning Dalvíkinga vera í lægð ;(. Hvað um það laugardaginn tók ég rólega, Guðný skrapp með krakkana á Akureyri í góða veðrinu en ég morraði yfir imbanum og laugaði mig í sólinni úti á palli. Í gær ákvað ég svo að skreppa aðeins á vélhestinn í góða veðrinu, og byrjaði ferðin á því að ég hjólaði inn á Akureyri brunaði svo yfir Vaðlaheiðina og yfir í Vaglaskóg, þar innbyrti ég eina pylsu og kókómjólk, svo hjólaði ég inn allan Fnjóskadal og yfir einhverja heiði og yfir í Bárðardal þá var vélhesturinn orðin svo þyrstur að ég hjólaði út á fosshól og brynnti honum þar á bensínsjoppunni ,), þaðan hjólaði ég út í Dalsminni og yfir gömlu brúnna og eftir einhverjum slóðum fyrir ofan skóginn sem þar er og endaði inni við Víkurskarð, ég brunaði svo inn að Vaðlaheið...
..::I´m lazy boy::.. Hef verið frekar latur við að skrifta en ætla að reina að bæta örlítið úr því núna. Mánudagurinn ha humm það er svo langt síðan hann var að ég man lítið hvað ég bardúsaði þá, Guðný kom veik heim úr vinnunni í morgun og ég fór í sund og svo............................. er stillimynd ;)))).. Þriðjudagur minnið skárra ;) snuddaði eitthvað á lóðinni í morgun reyndi af veikum mætti að sinna einhverjum húsverkum, en var ekki mjög liðugur í því, Guðný er enn veik ;(. Ég fór í nudd hjá Begga eftir hádegi og tók út síðasta tíman í þessari lotu, eitthvað er þetta nú að koma og þar sem að brátt líður að brottför minni af klakanum þá látum við þetta duga núna. Eftir nuddið söðlaði ég vélfákinn og var stefnan sett á Siglufjörð um Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarskarð, gekk ferðalagið vel og heimsótti ég Þórunni frænku fyrst ég var nú komin á Sigló, Það hefur fjölgar hjá frænku síðan ég kom síðast og lá nýi heimilismeðlimurinn og nagaði bein á eldhúsgólfinu meðan ég stoppaði...
..::Föstudagur::.. Lögðum af stað austur í hádeginu, veðrið var þokkalegt fyrir norðan en skánaði og þegar við vorum komin í Mývatn var orðið ólíft fyrir hita ;). Við vorum svo komin austur á Eskifjörð klukkan sex um kvöldið. Við borðuðum kvöldmat og kláruðum svo að snoða lóðina áður en farið var í bólið. ..::Laugardagur::.. Eftir morgunkaffið þá fórum við með Pabba út að þorskeldiskvíunum og kíktum á skepnurnar, það var ansi gaman að sjá þetta og hafði Einar Már mikið gaman af ferðinni. Svo kíktum við á Báru frænku og Gunnu en Kiddi var á sjúkrahúsi svo að við sáum kallinn ekki núna. Þar sem að hin margreinda Austfjarðarþoka lá yfir firðinum settum við stefnuna upp á Oddskarð og þegar við vorum komin upp í kolabotna þá náðum við upp úr þokunni, við fórum svo gamla veginn yfir skarðið og göngin til baka, veðrið var svo gott að við stoppuðum þó nokkra stund við skíðaskálann og nutum góða veðursins. Á eftir fengum við okkur sveitarúnt sem endaði úti í Vaðlavík, þar var okkur bo...
..::Mánudagur::. Þokkalega magurt blogg fyrir þennan dag, man ekkert hvernig þetta var. Guðný og Hjördís fóru í vinnu og við feðgarnir kúrðum fram undir hádegi ;). Settum svo upp nýju körfuboltakörfuna við hliðina á bílskúrshurðinni, og vakti það mikla hrifningu “hjá sumum” ;). Ég hnoðaðist svo upp að Brúnklukkutjörn á vélfáknum en sá ekkert til Gullfiskanna ;(. En sá frú Fálkamóður á flugi. ..::Þriðjudagur::.. Hibb húrrey, við feðgar vorum komnir á lappir klukkan tíu ;) nýtt met hjá okkur. Ég fór svo í nudd hjá Begga eftir hádegið og lét troða í mig einhverjum nálum ásamt því að vera hnykktur frem og til bage ;). Á eftir skutlaðist ég inn á Akureyrarflugvöll og náði í Kalla en hann er að fara út á Margrétinni í kvöld, ekki gekk nú ferðin þrautalaust hjá Kalla því þeir gleymdu töskunni hans fyrir sunnan ;(. Veðrið á Dalvíkinni var alveg frábært í dag og þvílíka smullan. Þar sem að ég er búin að ná svo mikilli “FÆRNI” í runnaklippingum eftir að vera búin með runnana hjá ten...
..::Fimmtudagur::.. Um hádegisbilið lögðum við af stað suður til Reykjavíkur og var ljúft að skilja súldina og suddann eftir fyrir norðan, ferðin gekk bara ágætlega fyrir utan það að ég var alveg eins og Pétur heitinn ræfill, allur skakkur og skældur og átti ekki gott með að sitja í bílnum, en það var ekkert annað að gera en að reina að harka af sér og bíta á jaxlinn ;), þegar við vorum komin suður í Borgarnes sá ég að þetta gengi ekki lengur og droppaði inn í Lyfju keypti mér Ibufen og gúffaði í mig rúmlega ráðlögðum dagskammti og var þokkalegur eftir smá stund. Við keyrðum svo áfram og brunuðum beint upp á Rauðarárstíg til Helgu og Kalla og skiluðum af okkur saumavélinni ásamt því að þiggja nýlagað kaffi (ala Helga). Íbúðin sem þau eru í er rosalega fín og Krabbameinsfélaginu til mikils sóma. Á eftir fórum við svo upp í Stangarholt til Haddó og Gunna og þaðan í örlítið brúðarráp með stelpurnar í Kringluna. ..::Föstudagur::.. Sólin bakaði niður þegar við loksins drusluðumst á ...
..:Flognir:.. Mánudagur. Brúmm brúmm, í gær hjóluðum við Siggi Hrefnu út í Ólafsfjörð og upp allan Burstabrekkudal, þetta er dalur sem maður finnur rétt innan við Ólafsfjörð "þessi nákvæmni verður að duga ;)" og á eftir hjóluðum við inn í botn á Karlsárdal en hann er rétt utan við Dalvík, og er smá fjallaskarð sem skilur þessa dali að, rafmagnslínan milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar liggur upp þessa dali og yfir skarðið sem skilur þá að. Á eftir kíkti ég upp í gil til að huga að fálkaungunum en þá var bara annar í hreiðrinu og hinn ekki sjáanlegur :(. Þriðjudagur. Fór í nudd til Begga eftir hádegi og snéri hann eitthvað upp á hrygginn á mér sem er víst full stífur, já þetta er einkennilegt það sem á að vera lint er stíft og öfugt ,). Ég er ekki frá því að þetta sé eitthvað að koma þó að mér finnist batinn hægur, þetta er kannski bara aldurinn, og ef að maður hugsar til Grænlendinganna fyrr á öldinni þá er þetta sennilega bara í góðu standi, en til glöggvunar fyrir y...
..::Vindur::.. Ég ætla bara að hafa þetta stutt núna. Fórum með strákana út í Hrísey á skeljahátíðina í gær og var það rosalega gaman, svo var farið heim og grillað. Í dag er svo frekar hvasst en sól og 13°C hiti. Þetta verður að duga ykkur núna ;)....... En ég ætla nú samt að spreða á ykkur einum brandara ;).... Three desperately ill men met with their doctor one day to discuss their options. One was an alcoholic, one was a chain smoker, and one was a homosexual. The doctor, addressing all three of them, said, "If any of you indulge in your vices one more time, you will surely die." The men left the doctor's office, each convinced that he would never again indulge himself in his vice. While walking toward the subway for their return trip to the suburbs, they passed a bar. The alcoholic, hearing the loud music and seeing the lights, could not stop himself. His buddies accompanied him into the bar, where he had a shot of whiskey. No sooner ...
...::Hey hvar hefurðu verið?::... Bíðið nú við, það er orðið svo langt síðan að ég bloggaði síðast að mig brestur minni ;) samt held ég að það hafi verið á mánudag? Hvað um það ég snoðaði lóðina í vikunni í þriðja skiptið síðar ég kom heim ;) og var bara nokkuð stoltur með sjálfan mig þegar ég var búin að “Hrífa eins og börnin segja;)” og koma grasinu poka. Og hvernig var þetta nú aftur Erlan kom í land í Nýfundnalandi á mánudag eða þriðjudag og var það örlítið fyrr en vonir stóðu til en tromlan á öðru togspilinu gliðnaði í sundur. Það var það einhver lúsheppni á strákunum að þeir náðu dótinu inn áður en allt fór í klessu, en þetta er gangur lífsins “tómar brekkur flestar upp í móti” nú er unnið að löndun ásamt því að þeir eru að reina að tjasla þessu saman ;). Það hefur verið frekar blautt á Dalvík þessa vikuna, ekkert alslæmt og líklega gott fyrir gróðurinn ;). Hettumávarnir hafa haft í nógu að snúast en það er mikið fjör hjá þeim í áðamaðkatínslunni þegar rignir, og ansi gaman...
....::Hibb húrrey::.... Þá verður maður að hrista af sér helgarslenið og reina að koma einhvurju á blað um atburði síðustu daga. Laugardagur. Laugardaginn síðasta átti Guðný afmæli og var ákveðið að gera eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins ,) við rusluðum útilegudraslinu í Súbbann ásamt góða skapinu og brunuðum fram í Hánefstaðarreit og tjölduðum þar í steikjandi sól og hita. Það mætti svo einvala lið með tjöld og meira af góðu skapi og áttum við frábært kvöld þarna, við grilluðum og skemmtum okkur. Já þetta var svona míní míní fjölskyldu útihátíð sem tókst frábærlega.............................. Sunnudagur. Vöknuðum um tíuleitið og var búið að vera heitt og fínt í tjaldinu í nótt, en það vantaði morgunsólina, þegar leið að hádegi fór að detta eitt og eitt tár af himnum og um hádegið var komin rigningarsuddi. Við pökkuðum dótinu saman og brunuðum heim á Dalvík og vorum komin heim eftir fimm mín. Um kvöldmatarleitið fórum við svo í að hjálpa Ninnu að flytja í nýju íbúði...
Hvaða rugl er þetta með íslensku stafina?
Miðvikudagur. Fórum í bæinn og keyptum sex Gullfiska í tjörnina, ásamt því að við fórum í Bónus og Hagkaup. Þegar heim var komið þá fórum við með fiskana upp í tjörn og var ekki annað að sjá en að þeir fíluðu sig fínt í tjörninni, þetta voru sex kríli sem við slepptum og vonandi vaxa þeir og dafna í tjörninni ;) ef ekki þá liggur ekkert annað fyrir þeim en að drepast......... Á bakaleiðinni komum við við í gljúfrinu og kíktum á Fálkahreiðrið, annað foreldrið sat og fylgdist með okkur svo að ekki var um að villast hvaða tegund var þarna á ferðinni. En vonandi fá greyin að vera í friði fyrir ágangi manna og þá veit maður aldrei nema að þau verpi þarna aftur ;). Fimmtudagur. Dagurinn heilsaði okkur með 22°C í forsælu og hélst veðrið í þeim gír í allan dag, maður var hálf lamaður í hitanum og nennti vart að hreyfa sig. Upp úr hádegi hafði ég mig samt í að trekkja velhestinn í gang og brunaði upp á dal til að huga að fiskeldinu, þar hringsólaði ég í kring um tjörnina í steikjandi hi...
Það er engin bilbugur á sumrinu hérna fyrir norðan og heilsaði þessi dagurinn okkur með sól og hita. Fyrir hádegi fórum við nágrannarnir í göngutúr upp á dal til þess að skoða aðstæður í brunnklukkutjörninni fyrir gullfiska, jamm við erum að spekúlera í að setja annaðhvort gullfiska eða svokallaða tjarnarfiska í þessa tjörn svona til gamans ;). Hérna áður fyrr var alltaf silungur í þessari tjörn en síðustu ár hefur ekki verið neinn fiskur í tjörninni, það eru uppsprettur í tjörninni svo að hún botnfrís aldrei og eftir því sem að mér skilst þá er í lagi með þessa tjarnarfiska(gullfiska) ef ekki botnfrís, þ.e.a.s allt árið um kring. Á leiðinni til baka gengum við meðfram ánni á gljúfurbakkanum, Siggi hélt að hann hefði heyrt í Önd en þegar betur var að gáð voru tveir ungar á sillu í gljúfurbarminum, við sáum svo skip af rjúpu og einhverjar slitrur af smáfuglum svo að böndin bárust fljótlega að ránfugli en þar sem ekki var auðvelt að komast að hreiðrinu eða sjá ungagreyin löbbuðum við ...
Föstudagur: Föstudagurinn var ansi skemmtilegur, eftir hádegið komu Jakob Kristbjörg og Þórkatla í heimsókn en stoppuðu stutt, svona rétt til að koma magavöðvunum á stað. Eitthvað er í burðarliðnum að þau flytjist hreppaflutningum austur í Bárðardal en einhver þoka liggur samt yfir því ennþá, það væri fínt að fá þau í nágrennið aftur ;). Um kvöldmatarleitið duttu svo Mamma og Pabbi inn úr dyrunum og enn seinna komu svo Haddó og Gunni. Ferðalangarnir voru frekar þreyttir eftir ferðina og að allt var komið í ró á kristilegum tíma. Laugardagur: Vöknuðum um níu og var byrjað á að hlaða því í bílinn sem eftir var að ganga frá fyrir útileguna, Mamma og Pabbi fóru inn á Akureyri á undan okkur en við hossuðumst af stað upp úr ellefu, það þurfti að fylla á gaskútinn, fara í mjólkurbúðina, rúmfatalagerinn og eitthvað smálegt áður en haldið var í Vaglaskóg, þegar við svo komum þangar tók stutta stund að velja hentugt bæjarstæði, og hálftíma seinna voru tjaldbúðirnar komnar upp. Þá tók v...
;) Sumar ;) Morraði allt of lengi frameftir í gærmorgun og drattaðist ekki á lappir fyrr en klukkan tíu, þá var Guðný löngu farin í ræktina en ég kúrði bara ;). Það var rosalega gott veður hjá okkur í gær svo að við feðgarnir hjóluðum út í sundlaug og sulluðum þar í einn og hálfan tíma í sólinni. Sundaðstaðan hjá Dalvíkingum er til fyrirmyndar og ég mæli með því að þið lítið við þar þegar þið eruð á ferðinni, já þetta er eitthvað annað en sú aðstaða sem maður ólst upp við heima á Eskifirði í den. Gott að maður hlaut ekki heyrnarskaða eftir hávaðan úr dómarablístrunni þegar verið var að reka upp úr eftir tæpan klukkutíma ofan í laug ;(, og ég sem hélt á þeim árum að þetta ætti bara að vera svona. Hversu oft er maður ekki búin að reka sig á í lífinu með þessháttar hluti? Í gær fórum við svo að velta okkur upp úr því hvað ætti að gera um helgina og samkvæmt spánni þá leist okkur ekki á að fara austur og ekki suður, en okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt svo að við drógum fr...
Ég ætlaði nú að vera búin að blogga en það hefur verið eitthvað ástand á www.blogger.com svo að ég hef ekki komist inn á bloggið ;(. Á laugardaginn skruppum við vestur á Flateyri og heimsóttum Jakob og Kristbjörgu, það var náttúrulega mikið fjör og mikið hlegið, um kvöldið fórum við svo á Vagninn, þar voru mestallir bæjarbúar fyrir utan prestinn sem ekki lét sjá sig. Við gistum hjá Jakobi og Kristbjörgu um nóttina og hristumst svo til baka á sunnudeginum, með smástoppi á Ísafirði hjá Jónu Lind systur Guðnýar. Við vorum svo komin aftur til Dalvíkur klukkan 22:30 á sunnudagskvöld og vorum búin að keyra 1236km á tveim dögum, en þetta var alveg frábær ferð og verður hún sett í Hrafnistubankann og endursýnd yfir koníaki ;). Mánudagsmorgun mætti svo með glampandi sól og blíðu og dró ég sláttuvélina fram gusaði á hana eldsneyti, lækkaði hana niður í formúlu 1 standard og snoðaði lóðina, eða ætti ég frekar að segja sléttaði lóðina? Þegar sléttuninni var lokið þá krakaði ég þessum str...
Rólegur dagur hjá mér í gær, veðrið var hálf leiðinlegt bara 9°C hiti og skýjað hálffúlt eftir nokkra mjög góða daga. En það verður víst að taka þessa daga líka, ekki satt?. Ég drattaðist samt út i sundlaug og morraði þar dágóða stund í heitapottinum ;). Í seinnipartinn hringdi ég svo í vinn minn á Flateyri og endaði það á þann veg að við ætlum að skella undir betri fætinum og bruna vestur á Laugardaginn........... Svo verðum við bara að krossa alla útlimi og vona að veðrið verði gott um helgina :). En hér er einn ansi góður sem tilvalið er að láta fylgja með ;). The Smiths were unable to conceive children, and decided to use a surrogate father to start their family. On the day the proxy father was to arrive, Mr.Smith kissed his wife and said, "I'm off. The man should be here soon". Half an hour later, just by chance, a door-to-door baby photographer rang the doorbell, hoping to make a sale."Good morning madam. I've come to......" "Oh, no need...
Og þá er komið að Blogginu eina ferðina enn. Var komin á fætur á kristilegum tíma í morgun og var að brasa hitt og þetta fram að hádegi. Þá náði ég í þrjár póstkröfur og setti svo nýja varahlutinn í vélfákinn það var létt verk og löðurmanslegt. Eftir hádegið fékk ég mér svo rúnt á vélfáknum og brunaði fyrst fram í sveit en renni svo út í Ólafsfjörð um Múlann, múlinn var nokkuð greiðfær þó að sumstaðar hafi verið þæfingur vegna grjóthruns sem safnast hafði á veginn. Á Ólafsfirði rétt slapp ég fyrir horn þegar staurblint gamalmenni reyndi að keyra mig niður, já ég veit satt best að segja ekki hvernig þetta slapp en djöfull var það tæpt. Mér finns persónulega að það ætti að taka fólk í ökutékk annað hvert ár eftir sextíu og fimm ára aldur því að sumt af þessu fólki hefur ekkert með bílpróf að gera og er sjálfum sér og öðrum til stórhættu í umferðinni, auðvitað eru það svo þessir fáu einstaklingar sem skapa tóninn fyrir allt fólk á þessum aldri, en þetta mætti leysa með því að grisja þ...
Einn dagurinn enn með megaveðri, sól og sumri. Ekki gat nú grilldruslan dugað út grillunina í gær og varð draslið gaslaust á síðustu mínútu, en þetta var það langt komið að það reddaðist fyrir horn. Týpískt fyrir okkur systkinin ;), en allavega fékk ég nýjan kút í dag svo að nú svínvirkar grillið sem aldrei fyrr. Við Guðný fórum inn á AK í dag og náðum í númerið á vélfákinn ásamt því að ég fjárfesti í nýjum gemsa, gamli hlunkurinn minn var orðin ansi lasinn þjáðist af næringarskorti og átti það til að fara í dá í tíma og ótíma svo að það var komin tími til að leysa hann undan ánauðinni sem fylgir því að þjónusta mig. Ég skipti svo um dekk á reiðhjólinu hjá Einari Má en hann var komin inn í slöngu og það hékk á lyginni en nú er það eins og nýtt aftur ;). Þegar ég var búin að skrúfa númerið á fákinn þá reið ég honum aðeins um bæinn svona til að fá að pústa aðeins út, það var nú veðrið til þess 18°C hiti og sólin bakaði niur eins og þeir orða það í Fjáreyjum ;). En þetta verður að ...