..::Labbitúr::..
Kúrði fram að hádegi í dag ;).
Eftir að vera búin að lepja ofan í sig nokkra bolla af tetley fékk ég mér labbitúr upp á dal.
Ég pjakkaði upp að brúnklukkutjörn sem var ísi lögð, ég hafði samt ekki kjark í að prufa styrk íssins enda nokkuð langt að labba rassblautur heim ef illa tækist til ;).
Eftir labbitúrinn fór ég að gramsa í bókakössunum sem pabbi og mamma sendu mér í sumar, þar kenndi ýmissa grasa.
Gömul dagbók eftir Einar afa síðan 1947, þar sá ég að hann hafði haft 70krónur á dag í laun meðan hann var að gera M/S Lív klára á Akureyri en þangað fór hann sem 1.vélstjóri.
Marz 1947.
Fimmtudagurinn 13.
Byrja að vinna við M/S Lív. Í skipið kemur ný aðalvjél 155-180 h.k Atlas Impesíal. 4.cílendra fjórgengis Dísel ljósavjél 7h.k Lister dísel 4k.v dínamó og loftþjappa.
Nýjir 2. neysluvatnsgeimar ca 1 ½ tonn
Vinna 8tímar.
Þetta þykja ekki stórar tölur í dag þegar aðalvélar skipa eru komnar upp í 11.000h.k ljósavélar hlaupa á þúsundum kw sem svo er hægt...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stjarna::..
Það var sorglegar fréttir sem biðu mín þegar ég lenti í Keflavík í morgun.
Helga var farin. Sumar fréttir langar manni ekki til að heyra, maður vill bara grafa höfuðið ofan í sandinn eins og strúturinn og fela sig fyrir öllu.
En maður verður víst að þurrka framan úr sér tárin bíta á jaxlinn og reina að standa sig og standa með sínum. Helga hefði ekki viljað að ég væri eitthvað að væla en oft hefur verið stutt í tárin í dag.
Mér dettur í hug trú Indíánanna. Þeir trúðu því að þeir sem færu yrðu að stjörnum á himnunum, þetta var falleg og falslaus trú þeirra. Í kvöld þegar við horfum upp í himininn þá er einni stjörnu fleira á himninum. Stjarnan hennar Helgu.
Mig langar til að biðja Guð almáttugan að passa Helgu fyrir okkur, styrkja þá sem eftir sitja og færa þeim kærleika og hlýju.
Mig langar til að benda ykkur á kærleiksvefinn hans Júlla endilega lítið við á honum.
Læt þetta duga í dag.
Bið Guð almáttugan að vera með ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Landstím::..
Jæja þá er þessu stubbur á enda og við á fullu gasi áleiðis til Newfie.
Við lögðum af stað klukkan níu í morgun í ágætisveðri en eftir því sem leið á daginn þá herti vindinn, en okkur til lukku þá hefur þessi gustur verið á eftir okkur svo dósin göslaðist upp á 12sml eitt augnablik í dag ;) annars lá hún í 11.5-11.7sml.
Núna er þetta eitthvað að breytast og á ég von á því að hann fari að snúa sér í vestlæga átt. Þeir fara mikinn í lokal útvarpinu og eru að spá fyrsta stormi vetrarins á morgun með –1°C og tíu sentímetra snjó með þessu öllu saman.
Já okkur finnst sjálfsagt ekki mikið til þessara snjókomu koma enda vön mun meira snjómagni, þ.e.a.s við norðanmenn ;).
Það verður stutt stoppið hjá mér í Newfie í þetta skiptið, en ég fékk flugáætlunina í hendurnar í dag og á ég að fara í loftið klukkan 13:30 lokal tíma.
Svo sýnist mér að ég þurfi að hanga í Halifax þrjá tíma svo verður stutt stopp i Boston og kem svo með FI632 til Keflavíkur og áætluð lending þar 06:...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Heimferð::..
Í fréttum er þetta helst! Það er búið er af finna mann til að leysa mig af svo ég komist heim eftir túrinn, Hrafn skipstjóri á Eyborg reddaði mér og ætlað að buffa í dósina næsta túr ;).
Við erum að baksa á vesturbakkanum í dag og er það rétt að þetta lafi yfir hungurmörkum, en við vorum líka orðnir svangir. Við verðum að rembast á þessu eitthvað fram á morgun en þá tekur landstímið við.
Arnarborg dósin sem við drógum i land í maí í vor var loksins að hafast af stað, mætti á þúfuna í gær. Það gekk illa gekk að ná henni af stað enda voru legusárin á henni gróin við kajan í Bay Roberts.
Hvað um það hún hökti af stað fyrir rest með tukthúsliminn frá dubai við stjórnvölinn ;). Geystist dósina út á hattinn eins og belja sem sleppur út eftir vetrarsetu í dimmu og daunillu fjósi. En björninn var ekki unninn þótt á miðin væri komið.
Togvindurnar neituðu að vinna enda komnar í hálfgerðan dvala eftir allt stoppið.
Frostvarið vélagengið á Boggunni var búið að fara hön...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Rólegt::..
Það er rólegt yfir blessaðri veiðinni þennan daginn sem aðra í veiðiferðinni, þó eru tveir síðustu dagar búnir að vera afspyrnu lélegir.
Ekki var nú á það bætandi en svona er lífið og lítið við þessu að gera annað en að bíta á jaxlinn og halda áfram að reina.
Í kvöld yfirgefum við svo hattinn og ætlum að reina fyrir okkur á svæði sem opnaðist fyrsta des, vonandi svífa heilladísirnar yfir okkur þar því við þurfum svo sannarlega á því að halda.
Þetta er það helsta af mér í dag.
Bið Guðs engla að vera með ykkur í því sem þið eruð að bjástra við.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fugl í búri::..
Mér bárust ákaflega sorglegar fréttir í gærkvöldi. Fréttir sem voru eins og að vera slegin með blautri tusku í andlitið.
Maður verður ákaflega lítill og ósjálfbjarga þegar eitthvað bjátar á heima fyrir og maður getur ekki staðið með sínum nánustu.
Eins og lítill fugl í búri, fugl sem getur ekkert gert nema að flögra um í búrinu sínu en finnur ekki leiðina út í frelsið.
Já það fylja þessu starfi oft erfiðleikar sem venjulegt fólk gerir sér ekki svo glögga grein fyrir. Ég held að það skilji það engin nema sem sá sem reynt hefur hversu mikil einangrun sjómennskan er.
Þetta litla innlegg mitt í bloggið verður að duga í dag.
Bið Guð almáttugan að vaka yfir ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Stutt::..
Það verður í styttra lagi bloggið í dag.
Veiðin er svipuð og veðrið er ágætt allavega seinnipartinn.
Lómur1 kom og sótti bing að keðjum sem hann átti hjá okkur og tók það tvær ferðir að ferja binginn yfir, þetta gekk rosalega vel hjá þeim strákunum á léttbátnum því aðstæður voru ekki upp á það besta. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Erum á Norðurhorninu og erum byrjaðir að pjakka vestur á bóginn. Annan des á að resta veiðiferðina á þremur ell. Vonandi verður rauða paddan í þykkum lögum þar ,).
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur öllum og færa ykkur kærleika hlýju og passa ykkur fyrir öllu ljótu og vondu. Munið eftir bænunum ykkar áður en þið farið að sofa ;).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Langhundar::..
Nú er ég búin að gefast upp á því að hífa þrisvar sinnum á sólarhring og hef ákveðið að taka bara tvo langhunda á sólarhring ;).
Það er hvort sem er ekkert nema iðnaður og ekki má hirða nema stærstu suðuna vegna verðhruns á smærri suðu ;(.
Já það er ekki að drepa menn vinnuálagið hérna um borð þessa dagana, nú liggja karlarnir niðri og bora í nefið á sér, hundsvekktir yfir ástandinu á miðunum.
Engir peningar ef ekkert fiskast segja þeir ;(, en við ráðum ekki við þetta því að svona er ástandið hjá öllum flotanum.
Að vísu er einhver slatti af Norðmönnunum og tveir Færeyingar að fiska þokkalega, en það er inni í lokaða hólfinu sem engin má vera í.
Það er einkennilegur fjandi að þeir komist upp með þetta dag eftir dag og viku eftir viku án þess að NAFO eftirlitið hósti né stynji. En því miður sitja ekki allir við sama borð á þessum vettvangi.
Það er einhver golukaldi að stríða okkur í dag og veðurkortin benda á að veðurbreyting geti verið í aðsigi, en það er svo...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hvalreki::..
Það var aldeilis hvalreki á fjöru mína öll e-malin sem biðu mín í pósthólfinu í morgun ;). Guðný sendi mér nokkra brandara, Hanna Dóra sendir mér afrit af blogginu sínu og ættmóður blogginu ásamt fréttum af baggalút.is
Nú veit ég allt sem hefur gerst í fjölskyldunni undanfarið ;);Þ;P...........
Aflinn er frekar rýr þennan daginn en það þíðir sjálfsagt ekkert annað en að bíta á jaxlinn og vona það besta.
Um miðjan daginn renndum við upp að Eyborginni hentum línu á milli og kipptum um borð til okkar pakka sem við tökum með okkur í land fyrir þá.
Þetta gekk eins og í sögu og vorum við snöggir að redda þessu.
Ansi fannst mér hann flottur gjörningurinn hjá Eskju.
Losa sig við alla dragbítapakkann yfir á Húsavík og taka svo af þeim skásta skipið ;).
Já þeir Eskfirðingar fá í hendurnar hörkufínt einstaklega velviðhaldið skip.
Þeir gerast sjálfsagt ekki betri ísfisktogararnir á Íslandsmiðum;).
Svo verður spennandi að sjá hvaða nafn nýja skipið fær?
En þett...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Engla tár::..
Í morgun grétu englar himins flóðu tárin um allt, skoluðu burt fuglaskír og skildu allt skipið eftir tandurhreint ;).
En sem betur fer þá stóð þetta ekki lengi yfir englarnir tóku þeir gleði sína á ný hættu að gráta og lægðu vindinn sem táraflóðinu fylgdi ;).
Núna er nánast vindlaust og þokusuddi liggur yfir, skyggnið er hundrað metrar eða svo og maður er einn í heiminum(þokunni) sér bara næstu skip í blindflugstækinu ;).
Veiðarnar ha hvar er eiginlega verið að spyrja um það? Ekki leiðinlegar spurningar takk! En fyrst þið endilega viljið vita það þá er þetta svona náskrap drullunag og rólegt yfir þessu en tussast. Svo mörg eru þau orð um veiðina á Flæmska hattinum.
Loksins loksins er komið internetsamband við heimili mitt á ný ;) á endanum kom í ljós að þeir hjá símanum höfðu fuckað upp einhverju hjá sér sem olli því að ekki var hægt að fara á netið í viku ;(.
Hvernig er það lumar ekki einhver á bröndurum handa mér hérna í útlegðinni?
Og til að fullkomna...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
25 Nov 2003
..::Drulludd::..
Í gær dag var smá veiðivottur hérna á norðurhorninu, ekki mikið en samt það skásta sem við höfum séð í túrnum ;).
Við vorum hérna ásamt Otto Atlas Napoleon og Hogifoss.
Þegar ég vaknaði í morgun þá var þröngt á þingi, þetta var bara eins og í fótboltanum þegar einhver skorar, það hrúgast öll kjóran yfir ræfillinn ;).
Í dag er svo flotinn búin að blóðrunka bleyðunni og á ég ekki von á stóru hér á morgun eða seinnipartsholið í dag ;(.
Annað áhyggjuefni er að helv smárækjan virðist vera að flæða niður kanntinn og eru menn að fá 215stk/kg niður á 280fm dýpi sem er alveg nýmóðins hér á Hattinum, venjulega hefur mátt fá æta rækju neðan við 2000fm en svona er Hatturinn í dag ;(.
Veðrið er alveg frábært svo ekki þarf að kvarta yfir því og kokkurinn galdrar fram eitthvað nýtt á hverjum degi.
Hann var með eitthvað sniðsel klukkan hálf tólf og klukkan tvo galdraði hann fram pitsur í gríð og erg. Já maður safnar líklega ekki aurum þessa dagana en það verður...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
24. Nov 2003
..::Útrýming::..
Ég tók tvö kvöld í mæða myndina “Dansar við Úlfa” í gegn um DVD spilarann :).
Þetta er alveg frábær mynd og boðskapurinn fallegur.
Maður áttar sig á því að það hefur ekkert breyst hjá Bandaríkjamönnum síðan þeir murkuðu lífið úr vesalings Indíánunum forðum daga.
Núna eru það bara Írakar er ekki Indíánar. Á undan Írökunum voru það Víetnamar, og sjálfsagt eru það miklu fleiri sem hafa orðið fyrir barðinu á þeim en ég kann ekki að nefna þá sögu.......
En ef sagan er skoðuð þá hafa Bandaríkjamenn aldrei barist í eigin landi, fyrir utan stríðið milli Suður og Norðurríkjanna sem ég flokka frekar undir innbyrðis deilur.
Þegar Bandarískir innflytjendur murkuðu lífið úr Indíánunum þá var tala fallina Indíána mun hærri en tala fallina Gyðinga hjá Þjóðverjum þegar þeir reyndu að útrýma Gyðingum í seinni heimstyrjöldinni. Þetta er sorgleg staðreynd, sem aldrei er minnst á.......
Annars er lítið að frétta héðan af hattinum, veðrið er gott en veiðin hefur e...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
22. Nov 2003
..::Tenging & flöskuskeyti::.
Hvenær skildi nú þessi vesalings internettenging komast í gagnið á ægisgötu 6 Dalvík? Bloggið hleðst upp í pósthólfinu og kemst hvorki lönd né strönd ;(.
Hérna á Hattinum er allt við sama, lítil veiði en gott veður. Dagarnir eru lengi að líða og tíminn silast áfram, þetta er eins og að vaða í sírópi!............
Ég er búin að senda tvö flöskuskeyti í túrnum, eitt í gær og annað í dag og spennandi verður að heyra hvort þau nái einhvertímann landi.
Þær eru svo hentugar í þessa póstflutninga vatnsflöskurnar frá perrier, alveg sniðnar fyrir flöskuskeytaflutning ;).
That´s for to day.
Bið himnaföðurinn að vaka yfir ykkur öllum hvar sem þið eruð niðurkomin.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
21. Nov 2003
..::Bankarán::..
Það er alltaf verið að tala um bankarán í fréttunum, einhverja dópista og vesalinga sem eru eitthvað að sprikla en hirtir jafnóðum.
En var ekki stærsta bankaránið framið í gær? og það rán komast menn upp með enda voru bankaræningjarnir ekkert að reina að fela gjörðir sínar.
Það er algjör hneisa að tveir yfirmenn í Búnaðarbankanum fái að kaupa hlutabréf á undirverði, einhverju gengi sem var á bréfunum í sumar. Það er ekki riðið við einteyming í Íslensku bankakerfi, það er víst ábyggilegt.
Væri ekki nær að lækka vexti og kostnað sem hinn almenni neitandi þarf að punga út?
Fyrstu níu mánuði ársins skiluðu Íslenskar bankastofnanir tólf miljarða hagnaði! Er ekki eitthvað orðið bogið við þetta kerfi? Ég segi nú eins og Ragnar Reykás ma ma ma ma skilur þetta ekki.
Svo tala menn um spillinguna í Rússlandi ég held að við ættum að líta okkur nær í þeim efnum
En nóg um spillinguna á Íslandi það er ekki hollt fyrir blóðþrýstingin að hugsa um hvernig þetta...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
20. Nov 2003
..:Kaldi:..
Fimmtudagurinn tuttugasti nóvember heilsaði okkur með norðvestan kaldafílu og ég sem var svo glaður með veðurkortið sem ég tók í gærkvöldi. Á því korti var þessi líka ógnar hæðarhlussa útflött yfir allan Flæmska Hattinn og varla nokkur þrýstilína sjáanleg, en því miður gekk ekki kortið eftir.
Við félagarnir drógum okkur norður í alla nótt og erum á norðurendanum ásamt Andvara, Otto, Atlas og einhverjum örðum galeiðum, aflinn hefur ekkert skánað og er bara lélegt á línuna.
Hér eru menn hljóðir og varla heyrist stuna né hósti í talstöð, ef einhver lætur í sér heyra þá er það grátur og volæði.
Djísus kræst com on þetta getur ekki verið svona slæmt?....... eða hvað?
En við lifum í voninni og trúum því statt og stöðugt að þetta lagist bráðlega ;).
“Þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður heldur að þeir geti ekki orði verri, þá eru þeir líklega að verða betri” ;) þetta las ég einhvertímann og fannst ansi mikið til þessara orða koma. Það er alltaf...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
19. Nov 2003
..::Njet Bush Njet::..
Við náum ágætlega orðið útvarpinu svo að nú er hægt að ræða heimsmálin eftir hádegisfréttirnar, við félagarnir vorum allir hjartanlega sammála Livingstone um að Bandaríkjaforseti væri helsta ógn við heimsfriðinn þessa stundina og ég geri ráð fyrir að ansi margir séu á þeirri skoðun.
Þær ganga frekar rólega veiðarnar hjá útflöggunarflotanum á Flæmska Hattinum þessa dagana og erum við þar engin undantekning frá því ;(
En þetta er sjarminn við veiðar það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu ;(, við getum samt ekki annað en lifað í voninni um að þetta fari að skána.
Þetta er ekki allt bölvað t.d er veðrið skaplegt, og ekki sveltum við eins og svöngu börnin í Afríku sem maður fékk svo oft að heyra um þegar maður vildi ekki borða matinn sinn sem barn.
Það eru nokkrir nýir kallar með okkur núna og sé ég ekki annað en að þeir komi ansi vel til enda er þetta yfirleitt sómafólk og duglegt til vinnu.
Auðvitað eru til drulluháleistar hjá þess...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::189::..
Í morgun þegar ég vaknaði var komið þetta fína veður en svolítill slampandi.
Ég staulaðist upp og tók við vaktinni af flaggaranum sem virtist frelsinu feginn.
Í hádeginu prufaði ég að tjúna stórustöðina inn á 189 RUV og viti menn nýja loftnetið virkaði svona glimrandi svo að maður fékk heimsfréttirnar beint í æð, náttúrulega var búið að drepa nokkra Bandaríska hermenn í Írak ;(, ég held að USA hefði átt að halda að sér höndum og sleppa þessu stríðsbulli. Þetta er aldeilis búið að snúast í höndunum á þeim, náttúrulega voru engin gjöreyðingarvopn í Írak og heimsbyggðinni stóð engin ógn af örfáum kófsveittum sveitadurgum með heykvíslar.
Mesta skömm okkar Íslendinga er að hafa yfir höfuð staðið með þessari vitleysu, og þegar búið er að leggja spilin á borðið og koma upp um alla lygavitleysuna í Bandaríkjamönnum og Bretum þá getum við ekki einu sinni viðurkennt að hafa haft rangt fyrir okkur og kippt okkur út úr þessari stuðningsvitleysu, það er sorglegt.
En hvað um það é...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
15.11 2003
..::Hibb húrrey::..
Það breytast fljótt hjá manni plönin ;), á fimmtudaginn síðasta flaug ég út til Boston og gisti þar eina nótt. Föstudaginn flaug ég svo Boston-Halifax-St.Johns og var komin um borð um borð um Erluna klukkan 15:30 að staðartíma.
Það var allt í fínu standi og voru menn að prufukeyra ljósavélina og loka því dæmi, einnig þurfti að keyra upp frystikerfið og gera einhverjar athuganir svo að ákveðið var að fara í prufutúrinn daginn eftir.
Laugardagurinn rann upp og byrjaði ég á að panta lóðsinn skila bílaleigubílnum og útrétta það sem þurfti. Klukkan 15:30 slepptum við svo endunum og lulluðum út úr höfninni, eftirlitsmaður frá DNV var með og umboðsmaðurinn okkar Lee, þegar við vorum komnir út úr innsiglingunni var sett á fulla ferð og svo var siglt í hringi og teknar allskyns slaufur samkvæmt fyrirskipun DNV og gekk það glimrandi vel.
Voru allir hlutaðeigandi mjög ánægðir með hvernig skipið stýrði og kom mönnum nokkuð á óvart hvað hún náði þröngum hring ;...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ástandið::..
Það er að verða meira ástandið á þessu blessaða bloggi hjá mér, allt út um læri og maga eins og kerlingin orðaði það um árið “úbbs”.
Síðast þegar ég bloggaði þá var allt á kafi í snjó en sem betur fer þá er hann nú að verða horfin aftur ;).
Ég reyndi að gera allt sem í mínu valdi stóð til að fóðra vesalings snjótittlingana meðan mesta hretið gekk yfir, ekki var annað að sjá en að þeir létu sér veitingarnar vel líka. Ekki spillti það ánæjunni að það bættist mús í fuglahópinn sem lét ekki örfáa tittlinga trufla sig meðan hún saddi hungrið á fuglakorninu ,).
En eins og ég sagði þá gekk þetta snjóhret yfir eins og magakveisa og á föstudaginn bónaði ég bílinn úti í góðaveðrinu ,). Í planinu sem ég hafði staðið kófsveittur með snjóskófluna og mokað snjó nokkrum dögum áður :) svo aðframkomin að börn nágrannans héldu að dagar mínir væru taldir ef ég fengi ekki hjálp við verkið ;).
Síðastliðið Laugardagsköld var okkur svo boðið í matarveislu hjá Helgu og Jóa og var alveg ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Snjókorn falla, á allt og alla::..
Það er kafaldssnjór á Dalvík og langt síðan ég hef nennt að blogga en núna ætla ég að splæsa á ykkur nokkrum línum ;).
Síðastliðinn föstudag lögðum við land undir fót og keyrðum suður til Reykjavíkur og gistum hjá Hönnu Dóru og Gunna um helgina.
Laugardaginn tókum við snemma og keyrðum suður í garð og hjálpuðum mömmu og pabba aðeins við að koma sér fyrir í nýja húsinu.
Við heimsóttum svo Önnu og Tona á laugardagskvöldið og þar var tekið á móti okkur eins og tíndu sauðirnir hefðu snúið aftur.
Eftir heimsóknina hjá Önnu og Tona litum við aðeins við hjá Árna bróður Guðnýar og löptum í okkur kaffisopa og spjölluðum.
Sunnudagsmorguninn byrjuðum við Guðný að skreppa í laugardagslaugina meðan Einar Már kúrði, svo skruppum við aðeins í Ikea, pikkuðum svo stelpurnar upp og brunuðum heim á leið.
Það var skítaveður og hált mestalla leiðina heim en það gekk samt vonum framar, allavega miðað við dekkin (tútturnar) sem við vorum á, ekki eftir einn nagli...