..::Game over!!::..
Allt tekur enda, er það ekki? Loksins erum við búnir að mæða magan á skútunni svo fullan af pöddum að hún stendur á blístri, og ekkert annað í stöðunni en að halda til hafnar og láta dæla upp úr henni gumsinu :):).
Þvílík blíða sem er búin að vera á okkur í dag, meira að segja Rúsínan sem ég hélt að væri aldrei ánægðari en í svona svækju kvartaði yfir hita.
Já 22°C blankalogn brakandi sól og hafflöturinn eins og spegill, ekki amalegur dagur til að loka veiðunum á ;), þetta er einn af þessum dögum sem gera sjómannslífið þess virði að stunda þetta pjakk :).
Fljótlega eftir að við lölluðum af stað kom ég auga á Sólborgina Færeysku, við nánari skoðun í sjónaukanum þótti mér hún eitthvað undarleg útlits, það var eins og að hún væri að geifla sig framan í okkur.
Ekki var annað hægt en að skoða þetta betur svo að við settum stefnuna að henni, þegar við nálguðumst meira kom betur og betur í ljós hvað var athugavert, hún hefur greinilega fengið hressilega á snúðinn bles...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Einn dagur eftir::..
Jæja þá er einn veiðidagur eftir hjá okkur og svo náttúrulega landstímið, sem sagt þetta er að hafast hjá okkur.
Í gær fengu nokkur skip vinning í Beinhákarlalottóinu en sem betur fer áttum við ekki miða í því og sluppum með skrekkinn, meiri f...... ófögnuðurinn.
Og flugplanið okkar Nonna datt inn um bréfalúguna í dag, sem sagt allt klappað og klárt með heimferðina, við eigum að yfirgefa Newfie 31ágúst og ættum samkvæt áætlun FI 632 að lenda í KEF 06:30 1september. Það verður ekki amalegt að snúa óæðri endanum í þetta hundsrassgat hérna og fljúga heim :).
Veðrið Núna! Norðvestan golukaldi alskýjað, þokubakkar sjólítið og hiti 15°C.
Þá verður þetta ekki lengra í dag.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Faraldur::..
Þeir eru misjafnir faraldarnir sem herja á mannkynið, engisprettufaraldrar og alls kyns óveirur, yfirleitt til vandræða. Nú herjar á okkur Hattverja einn af þessum ófögnuðum mannkyns sem oft eru kallaðir "Faraldrar". BeinhákarlaFaraldur er það sem á okkur herjar núna, bölvuð kvikindin lentu í trollinu hjá mér í gær og rifu belg og grind svo að eftirtekja þess togs var frekar rír, þessi óværa virðist helst halda sig vestast á Hattinum og eru margir búnir að lenda í að skemma veiðarfærin í viðureigninni við þessa stórfiska.
Það hefur sennilega verið skrítið upplitið á norska skipstjóranum sem fékk þrjár skepnur í einu holi í gær, þetta var eitt af þessu stóru skipum sem dregur þrjú troll í einu og það var einn beinhákarl í hverju trolli.
En við þessu er lítið að gera annað en að setja hausinn undir sig og bíða eftir að þessi faraldur gangi yfir, nema nátturúlega einhver finni upp Beinhákarlafælu sem henga mætti á höfuðlínuna á trollinu þá væri vandamál plágu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Beinhákarl::..
Rúsínublíða á okkur í dag og naut Rúsínan veðurblíðunnar uppi á brúarþaki í allan dag.
Suðvestan gola 20°C hiti og heiðskýrt að mestu.
Þessi dagur er að mestu verið öðrum líkur hérna á hafinu, þó brá svo við að ég sá beinhákarl á svamli í dag. Hann damlaði áfram í yfirborðinu og bakugginn á honum risti hafflötinn eins og Ókindin sjálf væri þar á ferð, en beinhákarlar eru meinlausar skepnur sem svamla um með opið ginið og sía svif og önnur svifdýr úr sjónum.
Þessi grey eru sauðmeinlaus, mjög hæg og algjörlega tannlaus ofan á allt annað.
Þannig að það er eiginlega bara nafnið og útlitið sem gæti sett óhug að einhverjum, það mætti sjálfsagt ríða um hafflötinn á þeim án þess að þeir kipptu sér upp við það eða væru manni hættulegir. Og ekki eru nytjarnar miklar af þessum skepnum, lifrin var að vísu hirt hér áður fyrr og einhvertíman voru þeir veiddir til þess að ná henni. Nú í seinni tíð eru það uggarnir og sporðurinn sem er verðmesti parturinn, þeir eru þurrkaðir og...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Styttist óðfluga::..
Rólegheita dagur hjá okkur vesalingunum á hattinum, sólskin bjart og hægur suðvestan andvari, hiti 18°C. Ekki er nein ástæða til að kvarta og ljósi punkturinn í tilveru dagsins er veðrið, það er alltaf einhver ljós punktur :).
Eitthvað er farið að þrengjast um í olíubyrgðunum skútunnar, en einhverra hluta vegna vantaði tveggja sólarhringa byrgðir upp á það sem átti að vera til um borð, svo nú verðum við að mæta þeirri vöntun með vélastoppi yfir nóttina, það er svo sem ekki af miklu að missa yfir nóttina því þá er nánast ekki nein pödduveiði, en með því að drepa á og láta reka á nóttinni þá draslast þetta vonandi til að duga fram á næsta mánudagsmorgun sem er landtökudagur okkar í Harbour Grace, Newfie.
Jamm þetta er að styttast og innan við vika eftir af þessari rispu, og ef þessir dagar sem eftir eru verða eins fljótir að líða og það sem búið er af túrnum, þá er ekki miklu að kvíða, hviss bang! og túrin búinn.
Og þá er ekki fleira í þættinum í dag............
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Speedy Gonsales::..
Þokusuddi fyrripartinn svo Sunnan golukaldi er leið á daginn, en en 18.9°C hiti.
En í kvöld birtist pínulítill punktur á radarnum, þegar betur var að gáð var þetta kríli á ótrúlegri ferð, ég setti hann út í sjálvirka radjárútsetningu ARPA og mældi punktinn á 32,2sml ferð, þá var fjarlægð í hann 5 sml. Nú var sjónaukinn dregin fram og kíkkti ég í áttina að þessum punkti en sá ekkert, en þegar hann var í fjögurra sml fjarlægð fór aðeins að grilla í krílið. Jú þetta fór ekki á milli mála, þetta ver seglskúta! Á þessu líka blússandi fartinu, ekki venjuleg skúta heldur Katmaran eða tvíbitna eins og það heitir víst á Íslensku.
Já þetta var ótrúleg ferð á þessu farartæki sem eingöngu var knúið áfram að vindi og ákaflega umhverfisvænt. Maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt en ég hélt að þessar skútur næðu ekki nema sirka 20-22sml ferð.
Það sannaðist fyrir mér í dag svo ekki fór á milli mála að 30sml markið stendur ekki í þessari tegund seglskútna.
Maður yrði ekki le...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Pandalus Borealis::..
Suðsuðvestan golukaldi þokubakkar og úrhellisrigningarskúrir, hiti 14-16°C. Svona hljómar veðurlýsingin af þúfunni þennan daginn.
Ekki veit ég hvað veldur þessari örvæntingu englanna, en þeir virðast bresta í grát hvað eftir annað og fossa þá tár þeirra niður úr háloftunum.
Pandalus Borealis er vísindaheitið yfir rækjupöddurnar sem við erum að sækjast eftir, svo gengur greyið undir hinum ymsu nöfnum, allt eftir því hvaða tungumál er notað.
Norska - Reke, Enska - Shrimp/Prawn, Þýska - Tiefseegarnele, Danska - Dyphavsreje,
Franska - Cervette nordique, Spænska - Camarón norteno, Portugalska - Camarao árctico. Ef þið leggið þetta á minnið þá ættuð þið að geta pantað ykkur Rækju án vandræða víðast hvar í heiminum. Ég mæli með rækjuáti hehe, étið sem mest af þessum pöddum svo að eftirspurn aukist og verðið hækki, ekki veitir okkur ræflunum af smá verðhækkun :).
Og nýjasta nýtt, dollan yfirgaf Newfie í gærkvöldi og lallaði af stað til Íslands.Nú verður maður að...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skratt!::..
Lítil eftirtekja eftir nóttina og trollið "Skratt" eins og þeir orða það nágrannar okkar í suðaustri, á Íslenskri tungu er yfirleitt notað "rifið" þegar trollið verður fyrir slíkri ólukku, en færeyingar nota önnur orð sem oft eru ansi skondin, t.d er það sem við köllum dauðalegg kallað millibrella á færeysku.
Hitt trollið sveif út og dekkenglarnir fóru í að stykkja og sauma dræsuna saman, núna seinnipartinn eru þeir svo að signa yfir verkið og ganga frá nýviðgerðu trollinu.
En þetta fylgir þessu veiðiskap og öðru hverju kemur þetta eitthvað lasið upp úr djúpinu, þá reinir á netakunnáttuna og saumaskapinn, vaktin verður saumaklúbbur sem bogra eins og girðingalykkjur yfir trollinu.
Andvarinn er búin að redda sinni vélabilun og Atlas sigldi út frá St.Johns í morgun eftir viðgerðarstopp þar, svo nú fjölgar hægt og bítandi á þúfunni eftir frekar fámenna viku.
Eyborg og Artic Víking komu úr landi og byrjuðu veiðar í gær, einn kemur þegar annar fer en ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Margt býr í þokunni::.
Aftur er komin vindgustur og nú er blásturinn suðvestan, ekki neitt afgerandi en pirrandi á skipi sem lætur illa af stjórn undir veiðarfærum, maður hrekst undan vindum og straumum eins og villiráfandi sauður, með teyjuna á stýripinnanum "arrg!".
Eitthvað hefur skipunum fjölgað hérna á Norðurendanum þó ekki geti ég sagt til um nöfnin á þeim öllum, þetta eru bara punktar á blindflugsgræjunum sem svífa um skjáinn eins og vofur og leinast í þokunni.
Þó mætti ég einu skipi áðan sem ég þekkti, skip sem einhvertíman hafði þann vafasama heiður að vera ljótasta skip Íslenska flotans, það hafði verið lengt allra skipa mest og átti heimahöfn í Hrísey. Nú siglir þetta fley undir fána Litháen og er skráð í Klaipeda, en hefur samt enn sitt gamla Íslenska nafn.
Áðan þegar þetta skip seig út úr þokunni hélt ég að ég væri að mæta gömlum Bedford vörubíl, en þegar nær dró skýrðist myndin og Eyborgin kom í ljós í öllu sínu veldi og glæsileik.
Þetta verður að duga ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bráðsmitandi::..
Svo virðist sem að þessi bilanasjúkdómur sem herjar á þær skútur sem gerðar eru út á þessa hundaþúfu sé bráðsmitandi, einhverskonar ebólu faraldur sem legst á skip.
Síðasta fórnarlamb hinnar illræmdu sóttar var Andvari en hann lamaðist um miðjan dag í gær og staulaðist svo eitthvert vestur á bóginn í morgun, að vísu var það ekki mjög alvarleg sýking, en það sem bilaði var ekki til um borð svo að þeir voru FUCKT eins og grislingarnir orða það.
Og bræla var það heillin í dag, en eftir langvarandi blíðvirði þá flokkar maður allan vind undir brælu :), kannski ekki bræla en kaldaskítur var það.
Þegar leið á daginn þá dró úr þessum fræsing og nú í kvöld er þetta alls ekki svo galið, suðaustan fjórir rigningarþokusuddi og sjóslampandi.
Ekkert brúnkubökunarveður fyrir Rúsínuna í dag :(, hann hefur sjálfsagt skráð í sína dagbók "INNIDAGUR".
Rétt fyrir kvöldmatinn drattaðist ég út á pall til að kasta af mér þvagi, eða með örðum orðum þá fór ég út að þvagsýruþ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vafasöm nafngift::..
Fyrir nokkrum árum var visst svæði hérna á hattinum skýrt skítahorn eða pokahorn, ástæðan fyrir þessari nafngift var stærðin á rækjupöddunum sem þar fengust.
Nú hafa miklar breytingar átt sér stað á þessari veiðislóð, svona heilt yfir.
Þar sem áður var stór og góð rækja er nú eintómt rusl. Ekki sé ég neina ástæðu til þess að vera að draga neitt sérstakt svæði út og skýra það skítahorn/pokahorn þegar öll bleyðan er orði helsjúk af smárækju, nær væri að kalla Hattinn skítahól nú eða pokahól, en þetta eru bara hugleiðingar mínar og sitt sýnist sjálfsagt hverjum og einum.
Og enn gengur sóttin yfir flotan og slær niður hverja skútuna á fætur annari, þetta fer að verða eins og í svartidauðanum um árið, tveir helltust úr lestinni í gær og þurftu að leita til hafnar vegna bilana, Taurus sigldi í land um miðjan dag í gær með bilaða grandaravindu, og svo kvaddi Borgin biluð í gærkvöldi en þar voru einhver vandræði með stefnisrör. Það er orðið frekar fámennt hérna á...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ekki hugsa og alls ekki hafa skoðun á neinu::..
Jæja þá styttist í að ég verði búin að lesa hverja einustu skruddu sem í skútunni leynist, það eru orðin mörg ár síðan ég hef lesið svona mikið. En það er líkt með lesturinn hjá mér eins og tómatsósuna hjá sumum "Fyrst kemur ekkert og svo kemur allt!".
Þessi dagur er öðrum líkur og fátt sem beygði út af vananum sem er kannski eins gott. Það verður allt að vera eftir ritualinu annars fer allt úr skorðum hjá Lettnensku englunum okkar, þeir eru forritaðir fyrir visst plan og frá því má ekki kvika án þess að forritið frjósi eða fyllist af error meldingum. Samt er ekki hjá því komist að eitthvað fari úr skorðum öðru hverju og þá er voðinn vís.
Ég kannast svo sem við þennan forritsgalla frá Íslensku fólki sem ég hef unnið með en þar er það yfirleitt undantekning frekar en regla. Svo snýst það alveg við hjá Lettunum, þar er það frekar undantekning að þeir geti brugðist rétt við breittum aðstæðum.
Sennilega eru þetta leifar af g...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Laugardagur 14.ágúst 2004
..::Austfjarðarþoka::..
Vestan gola, þokusuddi og þær litlu fréttir sem á hattinum fæðast fjúka burt undan golunni og hverfa út í þokuna. Það er hálfgerð austfjarðaþoka í hausnum á manni svona daga, daga þar sem ekkert gerist og alltaf eru sömu væluraddirnar í talstöðinni.
Þetta rennur inn um annað og út um hitt og skrifast ekki í minnið, en getur orðið þreitandi að hlusta á hvað sumir eiga bágt.
Það eru þá frekar einhverjar annarlegar uppákomur sem vekja mann upp af dvalanum og fanga athyglina, t.d eru ófarir 3/4 Latvíuflotans sem hattin sækja misstíft, sú saga hæfir frekar gærdeginum þ.e.a.s hryllingsdeginum mikla "Föstudagsins 13".
Dollan lallaði af stað til lands með bilaða aðalvél í fyrrakvöld, ég þakka Guði fyrir að vera ekki lengur þar.
Í gær lagði svo Atlas af stað til St.John´s á annari aðalvélinni en gangráðurinn á hinni vélinni geispaði golunni, og síðustu fréttir sem ég heyrði af Arnarborg var að hún var að basla með bilað togspi...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lifðu fyrir daginn í dag::..
Núið! er það ekki það sem allt snýst um? Ekki þíðir neitt að amast yfir gærdeginum því hann er liðinn og kemur aldrei aftur, um hann fær maður engu breitt.
Og morgundagurinn hvar er hann? og hvernig verður hann?, ég sé enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því sem ekki er ókomið ;). Og hvað er þá eftir?
Jú! dagurinn í dag, og þar er allt að gerast og að honum ætti maður að beita athygli sinni. Í stað þess að velta sér upp úr fortíðinni eða láta sig dreima um ókomna framtíð.
Lifa einn dag í einu og njóta þess að vera til ;).
Já þetta er speki dagsins, henni er troðið niður á blað á ekki ómerkari degi en Föstudeginum 13, dagsetningu sem oft hefur verið tengd hryllingi og viðbjóði bæði í kvikmyndum og bókum. En ég hef nú ekki séð neina ástæðu til þess að ætla að föstudagur sé eitthvað verri þótt hann beri upp á 13 en sitt sýnist hverjum um töluna þrettán, og hjátrúin og bábyljurnar láta ekki að sér hæða :):).
Það er að koma enn ein helgin og ég æt...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Svo sem ekkert::..
Það er ekki mikið að segja eða um að vera hjá okkur þennan daginn, vestan vindskælingur og ekkert sólbaðsveður fyrir Rúsínuna.
Ég er aftur komin á matseðilinn "Fastir liðir! Ala Jóli" svo að það breytist fátt.
Og það er fámennt hér í hjá okkur, aðeins séð eitt fiskiskip "Kappen" sem er færeyskur en annars hafa bara runnið einhverjar ofurlangar fraktdósir fram hjá.
Og ekker lát er á baslinu hjá Hrafni og félögum á dollunni, en nú virðist sem að höfuðmótorinn hjá þeim sé allur að liðast í sundur. ætlar þetta engan enda að taka hjá þeim?, ég vona samt að þeir þurfi ekki að róa til hafnar á Newfie.
Þeir hafa kannski sprengt dolluna á því að draga þennan heim um daginn, annað eins hefur nú komið fyrir þó að það sé jú algengara að sleðahundar og önnur dráttardýr spengi sig ef of mikið er á þau lagt.
Og nú flykkjast þau glæsifleyin á þúfuna, Atlas er mættur aftur eftir spilhafaríið og öllum að óvörum þá birtist Arnarborgin líka, en það kom öllu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Svo bregðast krosstré sem...::...
Það sem aldrei hefur komið fyrir áður, getur alltaf komið fyrir aftur.
Í kvöld mætti Rúsínan að vanda til þess að leisa mig af í mat, ekki get ég nú sagt að það fylgi mikil tilhlökkun þessum matarferðum mínum, og ekki þarf fjörugt ímyndunarafl til þess að giska á hvað Jóli færir mér, tvær til þrjár lúbarðar svínasneiðar og steiktar kartöflur tvisvar á dag frá upphafi veiðferðar til enda.
En kraftaverkin gerast og þegar ég lallaði raunarmæddur á vit svínasneiðanna í kvöld brá svo við að vinnslustjórinn Reynir var þar á fullu við að djúpsteikja rækjur laukhringi og annað góðgæti. Jóli spurði samt til öryggis hvort ég vildi ekki lúbarðar svínasneiðar og steiktar kartöflur sem hann var með tilbúið handa mér, ég afþakkaði gott boð eins kurteislega og ég gat og sagðist ætla að fá mér rækjur hjá Reyni, ég er ekki frá því að Jóli hafir verið hissa á þessu bjánalega uppátæki mínu, að ég skyldi vilja breita út frá þeim vana sem hann í góðmennsku sinni hef...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Það má lengi lifa í voninni::..
Í gær fylltist maður bjartsýni þegar smá oggu pínu veiðivottur gerði sig heimakomin til okkar, maður hélt í fávisku sinni að nú væri þessu reiðuleysistímabili að ljúka rétt eins og önnur óværa sem gengur yfir, svona eins og ísöldin sem hvarf og allt yrði gott á ný.
En því miður var þetta sýnishorn frekar eins og dauðakippur í nýskotinni skepnu. Dagurinn í dag hefur farið í að horfa brostnum augum á Scanmar apperatið í von um að það gefi til kynna að nú sé búið að fanga nokkrar rækjupöddur í vörpuna, en það er eins og að bíða eftir stætó sem hætti að ganga fyrir mörgum árum.
Þetta er því miður farið að hljóma eins og léleg bíómynd, maður bíður og bíður eftir að eitthvað gerist, en svo gerist ekki neitt.
Einhverstaðar var skrifað: "þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður trúir því ekki að þeir geti orðið verri, þá eru þeir líklega að byrja að skána", á þessum tímapunkti finnst mér þessar rækjuveiðar á þessari hundaþúfu standa núna....
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Mánudagur 9.ágúst 2004
..::Stillimynd::..
Það er víst lítið annað að segja en að þetta er hálfgerð stillimynd á þessu núna, en þannig orðaði guttinn það þegar mamman spurði hvað honum hefði dreimt um nóttina, ekki neitt sagði guttinn það vara bara stillimynd!:):).
Hér er svartaþoka og heitt svo að allt lifandi er rennsveitt :), en hér spókar megnið af áhöfninni sig um á stuttbuxum og bol vegna hitasvækjunnar.
Þegar ég var að fletta gömlu Víkurfréttablaði í dag, sjálfsagt í hundraðasta skipti þá rakst ég á nokkuð góða rímu:
Níu hressar beitningarkonur í Grindavík gengu út í sjó með svuntu.
Sjórinn náði þeim aðeins í hné........rímar á flóði!!
That´s it for to day..........
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Jólaklippingin::..
Sunnudagur til sælu, var þetta ekki orðað einhvern vegin þannig? Dagurinn hefur verið ágætur og ekkert yfir honum að kvarta, að vísu var hefði þokan mátt vera minni að mati rúsínunnar en það er ekki hægt að fá allt.
Eftir fyrri skammtin af svínasteikinni hjá Iola(borið fram Jóla) kokk, bað ég kappann um að klippa mig, en það er nánast untantekningarlaust einhver sem getur klippt í áhöfnum þessara skipa. Jú Jóli hélt að það væri nú lítið mál og var mættur með allar græjurnar upp í brú skömmu síðar, hann var fljótur að klippa mig og var ég yfir mig ánægður með þessa Jólaklippingu ;).
Nú þyrstir mig í fréttir af Fiskideginum en þeir hjá útvarpinu hafa ekki verið að standa sig í fréttaflutningnum af þessum merka viðburði svo að maður er alveg fréttalaus.
Læt þessa ræðu duga í dag :).