Færslur

Mynd
..::Ice Age::.. Byrjaði daginn á andlegri upplyftingu í Bjarmanum. Lét svo vaða á Ísinn í dag og var það heljarinnar fjör, spændi og spólaði út um alla Hrísatjörnina eins og ég ætti lífið að leysa, neglingin virkaði betur en ég átti von en er náttúrulega ekkert í líkingu við ísdekkin sem kosta 20-25.000kr stykkið, en ég gat vel við unað enda kostaði þetta mig ekki svo mikið kannski 2000kr plús vinnuna við að koma þessu í togleðurshringina ;). Það sem ég er ekki vanur svona ísreið þá tók það mann smátíma að ná upp áræðni og lagni til að þeysa spólandi um á fullu gasi, en þetta kom ;), það var þunnt snjólag yfir öllum ísnum og sumstaðar örlítið þykkri skellur sem gáfu meira grip, þetta gerði þetta aðeins erfiðara en þar sem ég var nýgræðingur í þessu þá fannst mér þetta í lagi :). Það komu svo tveir á á krossurum með þessu fínu dekk, þar var gripið. Þeir áttu ekki í neinum vandræðum með að prjóna þótt þeir væru á ísnum, en munurinn var líka sá að þeir voru með þessu fínu verksmiðjuísdekk...
Mynd
..::Kalt á toppnum::.. Föstudagur ;), einhvertímann kallaði maður þetta flöskudag en það er óralangt síðan hehe. Það var kalt hjá okkur -12°C um hádegi í gær en svo linaðist þetta eitthvað og var ekki nema -9°C í gærkvöldi þegar ég leit á mælinn. Eyddi megninu af deginum innandyra sparkaði samt smá í gang og fór og tók bensín á hjólið, það var ekki að finna annað en að járningin virkaði vel og var mesta furða hver jarðtengingin var ;). Ég staulaðist út og smellti mynd af Dalvíkinni í haustbúningnum sem hún skartar núna, þið getið séð þessar myndir hérna . Annars er ekki mikið að segja. Vona bara að þið eigið góða helgi, og bið þann sem öllu stjórnar að líta til með ykkur svo þið anið ekki út í einhverja ófæru ;););).
..::Mótorfákurinn járnaður og yfirgefna commenta kerfið::.. Þessa dagana reynir maður að finna sér eitthvað gáfulegt að gera, en einhverra hluta vegna er það svo alls ekkert gáfulegt þegar upp er staðið ;). Fór með Guðnýu í vinnuna með þá hugmynd í farteskinu að tjöruþvo dekkin á bílnum niðri á verkstæði, en þegar þangað var komið þá nennti ég ekki að fara í þennan tjöruþvott. Ég fór heim og náði í mótorhjólið, fékk far í gröfunni hjá Ragga, ég hef ekki verið farþegi í svona farartæki síðan pabbi vann hjá bænum í den tid, en þá var voða sport að fá að vera með í Gröfunni Heflinum eða Ýtunni :). Lúsaðist svo í hálkunni á hjólinu niður á verkstæði það sem átti að negla, þar var allt til alls og ekki til setunnar boðið bara að drulla sér í að byrja. Ég byrjaði á afturdekkinu, það er betra og það virtist ágætis æfingarþema, það þurfti að bora allt dekkið fyrst og svo var nöglunum spýtt í dekkið með þar til gerðri maskínu, þetta gekk alveg ljómandi og var búið að hrækja 220nöglum í afturdek...
..::Eitt á dag kemur skapinu í lag::.. Var frekar latur í morgun, en eftir hádegið draslaði ég mér niður í bæ og talaði við þjónustufulltrúann minn hjá Sjóvá varðandi trygginguna á hjólinu. Svo tókst mér að ota fyrrverandi vinnslustjóranum mínum í nýtt pláss, en þetta gengur allt út á að þekkja menn sem þekkja menn sem þekkja menn. Það virðist allar atvinnuráðningar fara eftir þessháttar leiðum þessa dagana. Vonandi á ég einhverstaðar hauk í horni sem getur bent á mig sem álitlegan kost :). Við fórum svo inn á Akureyri í verslunarleiðangur(Bónus) en notuðum tækifærið og fórum í Símann til að færa frúarsímann yfir til símans, ég notaði tækifærið og gerði það sem Árni Finns benti mér á að gera fyrir 6árum, þ.e.a.s endurnýja símakortið mitt og fá nýtt sem væri með meira símaskráarplássi og einhverju fleira, gamla kortið mitt var t.d vitlaust en það nýja hefur vit ;). Þetta er nú það helsta sem ég hef afrekað þennan daginn. Annað var það ekki þennan daginn. Bið himnaföðurinn að vaka yfir y...
..::Tíðindalaust::.. Það er svo sem ekki mikið að frétta, maður er jú eitthvað að reyna að skanna vinnumarkaðinn með von um eitthvað bitastætt. Á meðan reynir maður að láta eitthvað gott af sér leiða, t.d tengdi ég nýja eldavél og setti upp viftu fyrir Ninnu . Svo tókst mér að laga eldhúskappaljós hjá Brynju. Að öðru leiti hefur þetta verið frekar tíðindalítið.
..::Mánudagur til mæðu::.. Vaknaði snemma og keyrði Einar og Bjarka í skólann, svo fór ég og kíkti á nýja Kawasaki hjólið hans Péturs, það var helv.. flott og mikil græja, ég mátaði mig aðeins á því og fittaði afturendinn á mér ágætlega í hnakkinn, ekki skemmdi það fyrir að vita af 1500cub mótor milli lappanna :). Seinnipartinn í dag ég svo staðfestingu á að biðin væri á enda varðandi hvað yrði gert við skipið sem ég hef verið á. Það liggur ekkert annað fyrir en að leita að annarri vinnu, það er svo sem ekkert meira um þetta að segja annað en að vonandi finnur maður eitthvað að gera því ekki lifir maður á loftinu einu saman. Svo stíflaðist svo niðurfallið í þvottahúsinu, þetta var bara að breytast í hamingjudag... Við fórum í Húsasmiðjuna og keyptum einhvern baneitraðan stíflueyði sem ég gusaði í gatið, lét bara allan brúsann vaða. Ekki get ég nú mælt með þessu sem lyktbæti, því að það gaus upp hræðileg lykt. En stíflan var enn til staðar og vildi hvergi fara. Nú varð ég að kippa garð...
..::Hundahreinsun tölvunnar::.. Ég tók daginn í strauja tölvuna og setja hana upp aftur, en sem betur fer hef ég aðgang að miklum tölvuséníum sem alltaf eru boðin og búin til að aðstoða mig þegar allt er komið í flækju ;). Það fór megnið af deginum í þessa hundahreinsun á tölvunni, en það var ekki vanþörf á því, tölvan var að gliðna af drasli og orðin mjög hæg og sljó. Á endanum hafðist þetta þó tölvan aftur á lappirnar, þökk sé þjónustuenglunum mínum í tölvubransanum :).
..::Komin heim aftur::.. Það er orðin stund síðan ég bloggaði síðast, en þá var ég á leið suður og gerði ráð fyrir því að fara á sjó í framhaldinu, ég mætti í vinnu á mánudagsmorgun. Vikan fór svo í bið sem endaði með því að ákveðið var að ég hundskaðist heim aftur í enn meiri bið. Ég átti flug á föstudeginum en það var hólmaraheppni yfir þeim degi og var allt flug fellt niður vegna veðurs, hvað annað hehe. Ég fór til Haddó og dvaldi þar í góðu yfirlæti, það var gaman að sjá hvað litli frændi hafði stækkað og var orðin mannalegur :). Mamma og Pabbi áttu svo leið í bæinn, Haddó dúðaði litla krílið upp og við fórum með foreldrum okkar niður í Þorstein Bergmann sem er skranbúð ofan við slippinn. Mamma og pabbi voru að koma úr Garðinum á sumardekkjunum og sagði pabbi að það væri MARAUTT!. Þetta slapp nú allt saman en við systkinin stóðum á bremsunum í aftursætinu megnið af leiðinni skelfingu lostin hehe. Eftir skranbúðarferðina fórum við heim í Stangarholtið, þá var búið að aflýsa öllu flu...
Mynd
Mynd
..::Mér kemur ekkert í hug sem ætti heima hér::.. Hrikalega hefur maður verið eitthvað andlaus undanfarið, það er með herkjum að maður nær að klambra einhverri vitleysu á blað öðru hvoru :(. Það er búið að vera þíða alla vikuna og er megnið af snjónum á undanhaldi, allar götur færar og meira að segja hafa verið sumarframkvæmdir hérna í bænum, en það var verið að malbika á fullu niður við byggðarsafnið í vikunni, já alltaf verið að fíniséra :). Ég náði að hrista af mér mesta letislenið í gær og druslaðist í að þvo og bóna bílinn, þetta framkvæmdi ég inni í kjallara í hlýjunni og var langt fram á kvöld að nudda í þessu, bíllinn var bara nokkuð góður á eftir ;). Í dag reyndi ég líka að gera eitthvað af viti svo að ég fór í kjallarann og safnaði saman drasli sem átt frekar heima í gámunum en í kjallaranum, þar kenndi ýmissa grasa og þurfti ég tvær ferðir með góssið á haugana. Á morgun er svo stefnan sett á höfuðborgina en þar ætlum við að dvelja um helgina, ég verð eftir fyrir sunnan en þa...
Mynd
..::Ég ætlaði ekki að gera þetta!::.. Nú er megnið af snjónum farið og þessi líka fína færðin í Dalvíkurbyggð ;). Við vorum með næturgest í nótt en Bjarki Fannar gisti hjá okkur síðustu nótt, þeir frændur snéru á mig og voru báðir sofnaðir í minni holu þegar ég ætlaði að skríða uppí, en það gerði ekki mikið til því að mér tókst að finna mér rúmstæði til að kúra í. Í morgun keyrði ég svo grislingunum í skólann, Guðnýu í vinnuna og brunaði svo inn á Akureyri í þessari líka frábæru haustblíðunni eins og þær verða bestar. Á Akureyri hitti ég aðeins Hemma netagerðarséní en eftir það kíkti ég í morgunkaffi í bakaríinu við brúna þar sem ég maulaði nýbakað sötraði kókómjólk og las nýprentað málgagn sjálfstæðismanna. Klukkan var ekki orðin ellefu þegar morgunkaffinu(drekkutímanum) lauk og enn drjúg klukkustund í að bleikaGrísnum(Bónus) þóknaðist að opna sig fyrir almenningi. Einhvernvegin varð ég að eyða tímanum svo að ég keyrði upp í Kjarnaskóg og labbaði þar einn hring í skóginum, einstakleg...
..::Þar fann ég að það kom!!::.. Loksins skall hitabylgjan á okkur með öllum sínum þunga, það varð náttúrulega til þess að flestar götur í bænum urðu illfærar, en ekki var verið að puðra skattpeningunum í snjómokstur og hitinn látinn vinna á þessu í rólegheitunum. That´s it for to now........
Mynd
..::Púff allt horfið!!!::.. Nennti ekki að blogga í gær en ákvað að reyna að gera betur í dag, það tókst líka þetta dillandi vel, var búin að plokka niður ca 1/5 blaðsíðu og koma því fyrir á þessu blessaða bloggi þegar bloggsíðan fraus og púff allt horfið, en það þíðir lítið að gefast upp. Það er allt hvítt hérna ennþá og bið eftir hitabylgjunni sem er víst á leiðinni. Guttarnir eru samt ekki ósáttir við þetta og nota tíma til að brettast í fjallinu :). Ég skapp uppeftir og smellit af nokkrum myndum í dag. Það er komin upp ný myndasíða og það ætti að vera nóg að klikka hérna til að komast þangað. Læt þetta nægja í bili. Gangið á Guðsvegum........
Mynd
..::Ofankoma::.. Enn kyngir niður snjónum og er þetta að verða eins og um hávetur hérna á Dalvíkinni. Fyrir nokkrum árum reyndu Dalvíkingar að setja upp snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðinu, það fyrsta sem snjóaði á kaf þann veturinn voru þessar snjóframleiðsluvélar :(, voru þessir vetur sem þessar græjur voru hérna einir mestu snjóavetur sem sögur fara af á Dalvík :):). Næstu árin var svo lítið talað um snjóframleiðslu hehe enda þurfti nánast ekkert að framleiða, það sáu máttarvöldin um. Í haust var svo aftur farið í framkvæmdir og uppsetningu á snjóframleiðslubúnaði á skíðasvæði Dalvíkinga og lesa má um framkvæmdirnar á heimasíðu skíðafélagsins , það tefur þó fyrir framkvæmdum veðurfarið en nú er mun meiri snjór en undanfarin haust. Ég ætla að vona að þetta fari ekki á sama veg og síðast þegar menn ætluðu að framleiða hér snjó. Og það gekk vel hjá Hjördísi í bílprófinu í dag og geri ég ráð fyrir að afnotatími heimilisbifreiðarinnar rýrni hjá okkur Guðnýu við þennan áfanga hjá krílinu ...
Mynd
..::Hristist fram úr ;););)::.. Dagurinn byrjaði svona frekar óvenjulega, ég var rétt laus við Guðnýu og krakkana og kúrði yfir Ísland í bítið, þá allt í einu var eins og keyrt hefði verið á húsið, þvílíkur hnykkur sem kom og mér drullubrá :). Ég hef nú ekki oft fundið jarðskjálfta en þetta er einn af þeim sem ég tók eftir ;);). Og veðrið í dag var eins og um hávetur, snjóhríð og vindsperringur í allan dag, það hefur víða dregið í skafla og ég þurfti að moka frá útihurðinni í kvöld :(, en þetta er sjarminn við norðurheimskautslöndin og það eru alltaf einhverjir ljósir punktar ef vel er að gáð, t.d er aldrei betra að vera inni en einmitt í svona veðri :). Ég notaði daginn og tók aðeins tilá heimasíðunni, setti upp linka á nokkrar vefmyndavélar, þær eru sumar ansi góðar, en sú sem ber af í þessum hópi er myndavélin á hafnarvoginni á Höfn hún er best og uppfærist oftast, mér skilst að þeir eigi það líka til að snúa henni inn ef mannmargt er á morgnanna. Ég fann líka eina vél norður á Sval...
..::Biðstaða::.. Jæja þá er best að standa við stóru orðin og hripa eitthvað niður :):). Ég er semsagt komin heim fyrir nokkru eftir einn túr á Flæmska, en ákveðið var að koma heim með skipið til viðgerða og viðhalds, en eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með sjávarútvegi þá flá menn ekki feitan Gölt í þessum Rækju bransa þessa dagana, afurðarverð í sögulegu lámarki og olíuverðið í sögulegu hámarki. Ég er að vísu búin að heyra það einu sinni til tvisvar á ári síðastliðin ár að botninum sé náð í þessu Rækjuverði, en allt kemur fyrir ekki, ég er farin að hallast á að þetta sé botnlaust. Ég var komin heim á Dalvík 28september og hef lítið gert síðan annað en að fletta á sjónvarpsfjarstýringunni og dúlla mér heima við :). Fyrsta helgina sem ég var heima var helgi Rolluréttanna í Svarfaðardal, en þeim degi fylgja ýmsar hefðir, t.d er alltaf boðið upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á nokkrum bæjum, við fórum á Jarðbrú eins og í fyrra, ég stóð mig örlítið betur á þessu ári og gat ge...
Mynd
..::Ég mæli með!!::.. Þetta er þrælsniðugt forrit sem þið getið sótt frítt á http://earth.google.com/ Forrit tengir ykkur við gervihnattamyndir af veröldinni, víða er hægt að stækka alveg ótrúlega, ég er aðeins búin að skanna þetta og hafði gaman af. Já já ég hef verið frekar latur á þessu bloggi undanfarið en kannski fer maður að hökta í gang :), en þetta er allavega viðleitni ;);).
Mynd
..::Helreið yfir Heljardalsheiði::.. Það var svipað bongó hjá okkur í dag eins og í gær, svo að ég áhvað að skella mér yfir Helju og klára mig niður í Skagafjörð. Það var brunað inn allan Svarfaðardal og upp í heiðina, heiðin var alveg hrikalega laus og erfið. Ekkert nema laust grjót og hundleiðinlegt að hafa sig áfram, ég var á tímabili að hugsa um að snúa við en þráaðist áfram. Þegar ég kom að síðustu brekkunni sá ég hvað olli þessari verkun á veginum, þar voru fimm jeppar misvelútbúnir sem voru á leið yfir, þeir höfðu greinilega ekki átt í minna veseni en ég og auðvitað skánaði vegurinn ekki við alla þessa umferð, þessi vegur er hundleiðinlegur því það er úr honum allt efni og ekkert eftir nema urð og grjót. En hvað um það, síðasta brekkan var full af snjó og átti síðasti jeppinn í einhverju basli með að komast upp, ég spólaði mig langleiðina upp og leiddi svo hjólið síðasta spottann, þeir hjálpuðu mér svo jeppakarlarnir að koma hjólinu upp á slóðann aftur. Heiðin var betri Skagafja...
Mynd
..::HA JÚ ÉG ER AÐ Bl.... ::.. Þetta fer að verða frekar tilviljunarkennt hvenær það aulast inn einhver blogg en svona er þetta bara, nóg annað að gera en að vera að einhverju bloggi. Þó ætla ég að pára inn einhverju núna. Ég lauk sem sagt við þann áfanga í sólpallinum sem ég ætlaði mér á þessu ári í síðustu viku og meiningin var að della viðarvörn í dekkið áður en ég færi á sjó en það ætlar ekki að takast vegna vætu :(. Síðasta helgi var nokkuð viðburðarrík chill á föstudagskvöld og svo giftingarveisla á laugardagskvöld. Sunnudagurinn var svo tekin eldsnemma og brunað yfir í Varmahlíð, þar fórum við í Rafting á sunnudagsmorgun sem var alveg frábært upplivelsi og eitthvað sem við hefðum ekki viljað missa af. Við fórum svo út á Krók á eftir og fengum okkur að borða áður en við keyrðum heim. Það voru sem sagt ekki mikil rólegheit yfir þessari helgi hehe. En þessi vika hefur verðið nokkuð náðug, Hjördís fór suður og erum við bara 3 í kotinu, við skelltum okkur í bíó með guttann í fyrrakvö...
..::Brjálað að gera::.. Það er búið að vera brjálað að gera hjá mér undarfarnar tvær vikur og fátt annað komist að annað en smíðin á sólpallinum :), þó fékk ég mér frí yfir fiskidagshelgina :). Það þarf ekkert að taka fram að Fiskidagshelgin var hreint frábær, mamma og pabbi voru hjá okkur alla helgina og svo duttu inn nokkrir gestir. En nú er ég loksins búin að ljúka þeim áfanga sem ég ætlaði mér í pallinum þetta sumar, skjólveggirnir verða að bíða næsta sumars, kannski verður þetta klárt fyrir næsta Fiskidag?. Ég setti inn nokkrar myndir af Sólapallasmíðinni en þær vildi ekki vera í réttri röð en það segir sig nokkur vegin hvernig þetta þróaðist. Læt þetta nægja í bili.