..::Tiltekt::..
Jedúddamía Guðný er búin að vera á fullu við tiltekt í allan dag og nú er búið að glans pússa kofann frá kjallara og upp úr, ég kom mér náttúrulega undan tiltektinni og heimsótti nágrannann ;). Hann átti líka að vera að taka til en í sameiningu tókum við til í tölvunni hans, eða réttara sagt fundum við forrit til að sjá um tiltektina fyrir okkur :).

Það var komin svo mikill snjór í planið hjá okkur að ekki var annað ráð en að hringja á skurðgröfu til að sjá um það verk, þeir voru mættir eldsnemma í morgun og hreinsuðu planið svo nú er hægt að setja bílinn inn.






Eftir kuldakast undanfarinna daga þá er komin hláka og var hitinn komin upp í 4°C í kvöld.

Seinnipartinn fór ég niður í kjallara og náði í Jólatréð það tók smástund að setja það saman og nú biður það eftir skreytingunni, en samkvæmt hefðinni þá verður það gert annaðkvöld og eru það krakkarnir sem sjá um það.
Ég smellti inn mynd af trénu eins og það er núna og svo er aldrei að vita nema það komi önnur eftir skreytingu.



Á morgun er okkur svo boðið í Skötuveislu til Gunna og Dísu ásamt öllum ættarlaukunum, ég efast samt um að allir borði Skötuna svo líklega verða einhverjir hliðarréttir fyrir ungdóminn, mig hlakkar aftur á móti mikið til að komast í Skötuna.

Biðjum svo Guð og gæfuna að fylgja okkur í lífinu og gera það hamingjuríkt og gefandi.
Góði Guð gef okkur tækifæri til að láta gott af okkur leiða og hjálpa og styrkja þá er minna mega sín.


<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>


Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi