Færslur

..::Stutt::.. Það verður í styttra lagi bloggið í dag. Veiðin er svipuð og veðrið er ágætt allavega seinnipartinn. Lómur1 kom og sótti bing að keðjum sem hann átti hjá okkur og tók það tvær ferðir að ferja binginn yfir, þetta gekk rosalega vel hjá þeim strákunum á léttbátnum því aðstæður voru ekki upp á það besta. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Erum á Norðurhorninu og erum byrjaðir að pjakka vestur á bóginn. Annan des á að resta veiðiferðina á þremur ell. Vonandi verður rauða paddan í þykkum lögum þar ,). Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur öllum og færa ykkur kærleika hlýju og passa ykkur fyrir öllu ljótu og vondu. Munið eftir bænunum ykkar áður en þið farið að sofa ;).
..::Langhundar::.. Nú er ég búin að gefast upp á því að hífa þrisvar sinnum á sólarhring og hef ákveðið að taka bara tvo langhunda á sólarhring ;). Það er hvort sem er ekkert nema iðnaður og ekki má hirða nema stærstu suðuna vegna verðhruns á smærri suðu ;(. Já það er ekki að drepa menn vinnuálagið hérna um borð þessa dagana, nú liggja karlarnir niðri og bora í nefið á sér, hundsvekktir yfir ástandinu á miðunum. Engir peningar ef ekkert fiskast segja þeir ;(, en við ráðum ekki við þetta því að svona er ástandið hjá öllum flotanum. Að vísu er einhver slatti af Norðmönnunum og tveir Færeyingar að fiska þokkalega, en það er inni í lokaða hólfinu sem engin má vera í. Það er einkennilegur fjandi að þeir komist upp með þetta dag eftir dag og viku eftir viku án þess að NAFO eftirlitið hósti né stynji. En því miður sitja ekki allir við sama borð á þessum vettvangi. Það er einhver golukaldi að stríða okkur í dag og veðurkortin benda á að veðurbreyting geti verið í aðsigi, en það er svo...
..::Hvalreki::.. Það var aldeilis hvalreki á fjöru mína öll e-malin sem biðu mín í pósthólfinu í morgun ;). Guðný sendi mér nokkra brandara, Hanna Dóra sendir mér afrit af blogginu sínu og ættmóður blogginu ásamt fréttum af baggalút.is Nú veit ég allt sem hefur gerst í fjölskyldunni undanfarið ;);Þ;P........... Aflinn er frekar rýr þennan daginn en það þíðir sjálfsagt ekkert annað en að bíta á jaxlinn og vona það besta. Um miðjan daginn renndum við upp að Eyborginni hentum línu á milli og kipptum um borð til okkar pakka sem við tökum með okkur í land fyrir þá. Þetta gekk eins og í sögu og vorum við snöggir að redda þessu. Ansi fannst mér hann flottur gjörningurinn hjá Eskju. Losa sig við alla dragbítapakkann yfir á Húsavík og taka svo af þeim skásta skipið ;). Já þeir Eskfirðingar fá í hendurnar hörkufínt einstaklega velviðhaldið skip. Þeir gerast sjálfsagt ekki betri ísfisktogararnir á Íslandsmiðum;). Svo verður spennandi að sjá hvaða nafn nýja skipið fær? En þett...
..::Engla tár::.. Í morgun grétu englar himins flóðu tárin um allt, skoluðu burt fuglaskír og skildu allt skipið eftir tandurhreint ;). En sem betur fer þá stóð þetta ekki lengi yfir englarnir tóku þeir gleði sína á ný hættu að gráta og lægðu vindinn sem táraflóðinu fylgdi ;). Núna er nánast vindlaust og þokusuddi liggur yfir, skyggnið er hundrað metrar eða svo og maður er einn í heiminum(þokunni) sér bara næstu skip í blindflugstækinu ;). Veiðarnar ha hvar er eiginlega verið að spyrja um það? Ekki leiðinlegar spurningar takk! En fyrst þið endilega viljið vita það þá er þetta svona náskrap drullunag og rólegt yfir þessu en tussast. Svo mörg eru þau orð um veiðina á Flæmska hattinum. Loksins loksins er komið internetsamband við heimili mitt á ný ;) á endanum kom í ljós að þeir hjá símanum höfðu fuckað upp einhverju hjá sér sem olli því að ekki var hægt að fara á netið í viku ;(. Hvernig er það lumar ekki einhver á bröndurum handa mér hérna í útlegðinni? Og til að fullkomna...
25 Nov 2003 ..::Drulludd::.. Í gær dag var smá veiðivottur hérna á norðurhorninu, ekki mikið en samt það skásta sem við höfum séð í túrnum ;). Við vorum hérna ásamt Otto Atlas Napoleon og Hogifoss. Þegar ég vaknaði í morgun þá var þröngt á þingi, þetta var bara eins og í fótboltanum þegar einhver skorar, það hrúgast öll kjóran yfir ræfillinn ;). Í dag er svo flotinn búin að blóðrunka bleyðunni og á ég ekki von á stóru hér á morgun eða seinnipartsholið í dag ;(. Annað áhyggjuefni er að helv smárækjan virðist vera að flæða niður kanntinn og eru menn að fá 215stk/kg niður á 280fm dýpi sem er alveg nýmóðins hér á Hattinum, venjulega hefur mátt fá æta rækju neðan við 2000fm en svona er Hatturinn í dag ;(. Veðrið er alveg frábært svo ekki þarf að kvarta yfir því og kokkurinn galdrar fram eitthvað nýtt á hverjum degi. Hann var með eitthvað sniðsel klukkan hálf tólf og klukkan tvo galdraði hann fram pitsur í gríð og erg. Já maður safnar líklega ekki aurum þessa dagana en það verður...
24. Nov 2003 ..::Útrýming::.. Ég tók tvö kvöld í mæða myndina “Dansar við Úlfa” í gegn um DVD spilarann :). Þetta er alveg frábær mynd og boðskapurinn fallegur. Maður áttar sig á því að það hefur ekkert breyst hjá Bandaríkjamönnum síðan þeir murkuðu lífið úr vesalings Indíánunum forðum daga. Núna eru það bara Írakar er ekki Indíánar. Á undan Írökunum voru það Víetnamar, og sjálfsagt eru það miklu fleiri sem hafa orðið fyrir barðinu á þeim en ég kann ekki að nefna þá sögu....... En ef sagan er skoðuð þá hafa Bandaríkjamenn aldrei barist í eigin landi, fyrir utan stríðið milli Suður og Norðurríkjanna sem ég flokka frekar undir innbyrðis deilur. Þegar Bandarískir innflytjendur murkuðu lífið úr Indíánunum þá var tala fallina Indíána mun hærri en tala fallina Gyðinga hjá Þjóðverjum þegar þeir reyndu að útrýma Gyðingum í seinni heimstyrjöldinni. Þetta er sorgleg staðreynd, sem aldrei er minnst á....... Annars er lítið að frétta héðan af hattinum, veðrið er gott en veiðin hefur e...
22. Nov 2003 ..::Tenging & flöskuskeyti::. Hvenær skildi nú þessi vesalings internettenging komast í gagnið á ægisgötu 6 Dalvík? Bloggið hleðst upp í pósthólfinu og kemst hvorki lönd né strönd ;(. Hérna á Hattinum er allt við sama, lítil veiði en gott veður. Dagarnir eru lengi að líða og tíminn silast áfram, þetta er eins og að vaða í sírópi!............ Ég er búin að senda tvö flöskuskeyti í túrnum, eitt í gær og annað í dag og spennandi verður að heyra hvort þau nái einhvertímann landi. Þær eru svo hentugar í þessa póstflutninga vatnsflöskurnar frá perrier, alveg sniðnar fyrir flöskuskeytaflutning ;). That´s for to day. Bið himnaföðurinn að vaka yfir ykkur öllum hvar sem þið eruð niðurkomin.
21. Nov 2003 ..::Bankarán::.. Það er alltaf verið að tala um bankarán í fréttunum, einhverja dópista og vesalinga sem eru eitthvað að sprikla en hirtir jafnóðum. En var ekki stærsta bankaránið framið í gær? og það rán komast menn upp með enda voru bankaræningjarnir ekkert að reina að fela gjörðir sínar. Það er algjör hneisa að tveir yfirmenn í Búnaðarbankanum fái að kaupa hlutabréf á undirverði, einhverju gengi sem var á bréfunum í sumar. Það er ekki riðið við einteyming í Íslensku bankakerfi, það er víst ábyggilegt. Væri ekki nær að lækka vexti og kostnað sem hinn almenni neitandi þarf að punga út? Fyrstu níu mánuði ársins skiluðu Íslenskar bankastofnanir tólf miljarða hagnaði! Er ekki eitthvað orðið bogið við þetta kerfi? Ég segi nú eins og Ragnar Reykás ma ma ma ma skilur þetta ekki. Svo tala menn um spillinguna í Rússlandi ég held að við ættum að líta okkur nær í þeim efnum En nóg um spillinguna á Íslandi það er ekki hollt fyrir blóðþrýstingin að hugsa um hvernig þetta...
20. Nov 2003 ..:Kaldi:.. Fimmtudagurinn tuttugasti nóvember heilsaði okkur með norðvestan kaldafílu og ég sem var svo glaður með veðurkortið sem ég tók í gærkvöldi. Á því korti var þessi líka ógnar hæðarhlussa útflött yfir allan Flæmska Hattinn og varla nokkur þrýstilína sjáanleg, en því miður gekk ekki kortið eftir. Við félagarnir drógum okkur norður í alla nótt og erum á norðurendanum ásamt Andvara, Otto, Atlas og einhverjum örðum galeiðum, aflinn hefur ekkert skánað og er bara lélegt á línuna. Hér eru menn hljóðir og varla heyrist stuna né hósti í talstöð, ef einhver lætur í sér heyra þá er það grátur og volæði. Djísus kræst com on þetta getur ekki verið svona slæmt?....... eða hvað? En við lifum í voninni og trúum því statt og stöðugt að þetta lagist bráðlega ;). “Þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður heldur að þeir geti ekki orði verri, þá eru þeir líklega að verða betri” ;) þetta las ég einhvertímann og fannst ansi mikið til þessara orða koma. Það er alltaf...
19. Nov 2003 ..::Njet Bush Njet::.. Við náum ágætlega orðið útvarpinu svo að nú er hægt að ræða heimsmálin eftir hádegisfréttirnar, við félagarnir vorum allir hjartanlega sammála Livingstone um að Bandaríkjaforseti væri helsta ógn við heimsfriðinn þessa stundina og ég geri ráð fyrir að ansi margir séu á þeirri skoðun. Þær ganga frekar rólega veiðarnar hjá útflöggunarflotanum á Flæmska Hattinum þessa dagana og erum við þar engin undantekning frá því ;( En þetta er sjarminn við veiðar það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu ;(, við getum samt ekki annað en lifað í voninni um að þetta fari að skána. Þetta er ekki allt bölvað t.d er veðrið skaplegt, og ekki sveltum við eins og svöngu börnin í Afríku sem maður fékk svo oft að heyra um þegar maður vildi ekki borða matinn sinn sem barn. Það eru nokkrir nýir kallar með okkur núna og sé ég ekki annað en að þeir komi ansi vel til enda er þetta yfirleitt sómafólk og duglegt til vinnu. Auðvitað eru til drulluháleistar hjá þess...
..::189::.. Í morgun þegar ég vaknaði var komið þetta fína veður en svolítill slampandi. Ég staulaðist upp og tók við vaktinni af flaggaranum sem virtist frelsinu feginn. Í hádeginu prufaði ég að tjúna stórustöðina inn á 189 RUV og viti menn nýja loftnetið virkaði svona glimrandi svo að maður fékk heimsfréttirnar beint í æð, náttúrulega var búið að drepa nokkra Bandaríska hermenn í Írak ;(, ég held að USA hefði átt að halda að sér höndum og sleppa þessu stríðsbulli. Þetta er aldeilis búið að snúast í höndunum á þeim, náttúrulega voru engin gjöreyðingarvopn í Írak og heimsbyggðinni stóð engin ógn af örfáum kófsveittum sveitadurgum með heykvíslar. Mesta skömm okkar Íslendinga er að hafa yfir höfuð staðið með þessari vitleysu, og þegar búið er að leggja spilin á borðið og koma upp um alla lygavitleysuna í Bandaríkjamönnum og Bretum þá getum við ekki einu sinni viðurkennt að hafa haft rangt fyrir okkur og kippt okkur út úr þessari stuðningsvitleysu, það er sorglegt. En hvað um það é...
15.11 2003 ..::Hibb húrrey::.. Það breytast fljótt hjá manni plönin ;), á fimmtudaginn síðasta flaug ég út til Boston og gisti þar eina nótt. Föstudaginn flaug ég svo Boston-Halifax-St.Johns og var komin um borð um borð um Erluna klukkan 15:30 að staðartíma. Það var allt í fínu standi og voru menn að prufukeyra ljósavélina og loka því dæmi, einnig þurfti að keyra upp frystikerfið og gera einhverjar athuganir svo að ákveðið var að fara í prufutúrinn daginn eftir. Laugardagurinn rann upp og byrjaði ég á að panta lóðsinn skila bílaleigubílnum og útrétta það sem þurfti. Klukkan 15:30 slepptum við svo endunum og lulluðum út úr höfninni, eftirlitsmaður frá DNV var með og umboðsmaðurinn okkar Lee, þegar við vorum komnir út úr innsiglingunni var sett á fulla ferð og svo var siglt í hringi og teknar allskyns slaufur samkvæmt fyrirskipun DNV og gekk það glimrandi vel. Voru allir hlutaðeigandi mjög ánægðir með hvernig skipið stýrði og kom mönnum nokkuð á óvart hvað hún náði þröngum hring ;...
..::Ástandið::.. Það er að verða meira ástandið á þessu blessaða bloggi hjá mér, allt út um læri og maga eins og kerlingin orðaði það um árið “úbbs”. Síðast þegar ég bloggaði þá var allt á kafi í snjó en sem betur fer þá er hann nú að verða horfin aftur ;). Ég reyndi að gera allt sem í mínu valdi stóð til að fóðra vesalings snjótittlingana meðan mesta hretið gekk yfir, ekki var annað að sjá en að þeir létu sér veitingarnar vel líka. Ekki spillti það ánæjunni að það bættist mús í fuglahópinn sem lét ekki örfáa tittlinga trufla sig meðan hún saddi hungrið á fuglakorninu ,). En eins og ég sagði þá gekk þetta snjóhret yfir eins og magakveisa og á föstudaginn bónaði ég bílinn úti í góðaveðrinu ,). Í planinu sem ég hafði staðið kófsveittur með snjóskófluna og mokað snjó nokkrum dögum áður :) svo aðframkomin að börn nágrannans héldu að dagar mínir væru taldir ef ég fengi ekki hjálp við verkið ;). Síðastliðið Laugardagsköld var okkur svo boðið í matarveislu hjá Helgu og Jóa og var alveg ...
..::Snjókorn falla, á allt og alla::.. Það er kafaldssnjór á Dalvík og langt síðan ég hef nennt að blogga en núna ætla ég að splæsa á ykkur nokkrum línum ;). Síðastliðinn föstudag lögðum við land undir fót og keyrðum suður til Reykjavíkur og gistum hjá Hönnu Dóru og Gunna um helgina. Laugardaginn tókum við snemma og keyrðum suður í garð og hjálpuðum mömmu og pabba aðeins við að koma sér fyrir í nýja húsinu. Við heimsóttum svo Önnu og Tona á laugardagskvöldið og þar var tekið á móti okkur eins og tíndu sauðirnir hefðu snúið aftur. Eftir heimsóknina hjá Önnu og Tona litum við aðeins við hjá Árna bróður Guðnýar og löptum í okkur kaffisopa og spjölluðum. Sunnudagsmorguninn byrjuðum við Guðný að skreppa í laugardagslaugina meðan Einar Már kúrði, svo skruppum við aðeins í Ikea, pikkuðum svo stelpurnar upp og brunuðum heim á leið. Það var skítaveður og hált mestalla leiðina heim en það gekk samt vonum framar, allavega miðað við dekkin (tútturnar) sem við vorum á, ekki eftir einn nagli...
..::Faraldsfótur::. Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi verið á ferðinni undanfarið ;). Síðastliðinn fimmtudag brunuðum við Hjördís suður til Reykjavíkur og vorum komin í bæinn um sjöleitið um kvöldið. Kvöldinu eyddi ég í fundarhald og gisti svo nóttina hjá litlu systur ;). Fyrripartinum af föstudeginum eyddi ég svo í útréttingar og spádóma, en brunaði svo norður seinnipartinn og var komin til Dalvíkur klukkan 7:30 á föstudagskvöld. Bjarki Fannar var í helgarheimsókn hjá okkur og hann og Einar Már voru búnir að hertaka plássið mitt í hjónarúminu ;). Klukkan 08:00 á laugardagsmorgun var ég svo komin á lappir og farin að búa mig undir ferðalag austur á Eskifjörð. Klukkan 08:30 brunaði ég svo af stað austur í blíðuveðri, á fjöllunum var örlítil hálka snjóföl yfir öllu og keyrði ég fram á Hreindýrahóp sem var að kroppa við veginn, þar stoppaði ég og smellti nokkrum myndum af dýrunum en hélt svo áfram. Ég var komin niður á Eskifjörð klukkan 11:30 og þá passaði til að hele fa...
..::Parket::.. Jæja þá gef ég mér loksins tíma til að hripa einhverjar línur niður, en ég hef ekki sinnt blogginu að neinu viti undanfarið ;(. Ég var búin að koma vélfáknum í stand og gangsetja mótorinn en hef ekki enn fundið nennt að hjóla neitt, enda er farið að vera helvíti kalt. Í morgun þegar ég leit á mælinn þá var –1°C oj oj. Maður verður bara að biðja Guð um að ekki fari að snjóa það yrði algjört disaster ;(. Það er svo sem búið að vera nóg annað að gera og er búið að leggja smelluparket á fjögur herbergi ;). En eins og allir vita þá er viðhald og endurbætur á þessum húskofum “endless story” ;). En þetta er helvíti flott núna og er ég mjög sáttur við hvernig þetta kom út, það fór að vísu um mann þegar öll parketbúntin lágu frammi í stofu ósnert, en með góðri hjálp frá Sigtrygg þá sprautaðist þetta á gólfin á mettíma. Og situr Erlan föst. En síðustu fréttir af henni voru þær að hún liggur enn í slippnum í St.Johns og nú eru menn að gera sér vonir um að hún fari niðu...
..::Home::.. Síðastliðinn mánudagsmorgun yfirgaf ég Erluna í dokkinni og lagði af stað heim í frí. Vegna væntanlegs fellibyls flýttum við fluginu til Halifax og fengum einnig fluginu til Boston breitt svo að stoppið í Halifax var lítið. Í Boston þurftum við svo að bíða í 7klst ;( það var lítið að gera annað en að vafra um í flugstöðinni. Við Júri fengum okkur að éta og fengum brimsalta súpu og kjúklingafingur á eftir, svo var hangið og beðið eftir brottförinni. Þegar við komum út í vél var súpuhelvítið farið að segja til sín og þorstinn var eins og maður hefði verið tíndur í eyðimörkinni í viku ;), en það var sem betur fer nóg af vatni í vélinni ;). Flugið heim gekk einstaklega vel og vorum við ekki nema 3:50min frá Boston til Keflavíkur. Ég tók svo rútuna í bæinn og fékk Magga til að’ sækja mig upp á Loftleiðir, ég fundaði svo aðeins með Magga og Viðari fram undir hádegi. Klukkan 13:00 var ég svo komin út á Reykjavíkurflugvöll tilbúin í síðasta áfangann, þá þurftu þeir endilega...
..::Stuck::.. Við erum enn stuck i dokkinni og ekki sér í mikla ljósglætu enn, þó er rétt farið að skíma og okkur dettur í hug að dollan verði klár í næstu viku, krossið alla útlimi fyrir okkur. En það verður að leita eftir ljósu punktunum og ljósavélin verður sem ný eftir slippinn, það er búið að fjarlægja gríðarinnar býsn af riði og mála heilt helvíti svo að dollan er farin að líta nokkuð vel út. Svo er búið af framkvæma allskyns rafmagns og loftnetavinnu ,) þetta er það jákvæða en svo er það stýrissápuóperan sem er frekar negatíf ;(. En vonandi fer þetta nú að hafast í gegn 7-9-13 knok knok ;). Það er náttúrulega allt á fullu hérna í dokkinni og hér heyrist ekki mannsins mál fyrir hávaða og maður þarf að kafa sand og ryk upp í hné þegar maður fer frá borði, en það þarf svo sem ekki að kvarta yfir vinnubrögðunum hjá slippnum hérna og get ég ekki séð annað en að þeir séu nokkur góðir í því sem þeir eru að gera. En það vill loða við okkur Íslendingana að halda því fram að allt sé m...
..::15ára::.. Elsku Hjördís til hamingju með daginn ;);););););););););););););) Í dag er litla stelpan mín orðin 15ára. Mikið rosalega líður tíminn hratt, mér finnst svo stutt síðan við stóðum saman niður á bryggju og hentum snuðinu hennar í höfnina ;). Ég vildi mikið gefa fyrir það að geta verið heima í dag en það ræðst víst ekki við það frekar en annað í þessari veröld. Ég er búin að vera að drepast úr flensu undanfarna daga svo að bloggið hefur legið niðri, en núna er ég að ná að rífa þetta úr mér ;). Þar sem ég verð ákaflega sjaldan veikur (7-9-13) þá verð ég fjandanum verri þegar svona ólög ríða yfir mig, og satt best að segja þá var ég eins og tussa breidd á klett alla fyrrinótt og gærdaginn, en á endanum druslaðist ég upp í apótek og fékk einhverjar töflur við sóttinni....... Stýrið og stamminn eru mætt en því miður höfðu þeir stytt stamman of mikið samkvæmt teikningu sem var greinilega ekki rétt ;(, þetta kemur til með að lengja slippveruna 2daga aukalega “Shit happens”....
..::Slippur::.. Um hádegisbilið í gær var byrjað að undirbúa slipptökuna og vorum við komnir í lyftuna um tvöleitið. Það gekk frekar rólega að stilla dallinn af og var kafari heillengi að troða einhverju spýtnarusli á milli sleðans og dollunnar. Á endanum var svo dallurinn hífður upp í lyftunni, svo mætti jarðýta með dráttarbeisli og dró okkur inn á slippsvæðið. Þetta er helvíti flott og var okkur trillað lengst frá skipalyftunni. Þegar búið var að stilla dollunni upp komu þeir með landganginn og við spóluðum niður til að skoða, ekkert stýri á dollunni en að öðru leiti var skrokkurinn í ágætisstandi. Slippararnir byrjuðu svo staks að háþrýsti þvo botninn og undirbúa botnmálun. Í gærkvöldi var svo farið í heimsókn til Jeffs Simms og sogið upp úr nokkrum ölflöskum áður en við skruppum út á lífið ;). Það var svo byrjað að rústbanka og berja klukkan átta í morgun en ég svaf þetta allt af mér og fór ekki fram úr bælinu fyrr en eftir hádegi ;). Mér skilst svo að stýrið leggi af stað...