..::Fjölskyldudagur::..
Í gærkvöldi kom Gummi smiður að hjálpa mér að mæla fyrir nýju útihurðinni. Gummi var heillengi að brasa í þessu með mér því það þurfti að rífa gerretin af til að ná steinmálinu, þegar allt var klappað og klárt þá vildi Gummi ekki taka krónu fyrir ómakið. Já menn eru misjafnir og Gummi taldi það ekki eftir sér að eiða tíma sínum í mig og mína launalaust á föstudagskvöldi ;).
Já það er alltaf eitthvað og útihurðin er það síðasta.
Við vorum búin að fara á heimasíðuna hjá trésmíðaverkstæðinu Berki á Akureyri en þeir eru með hreint frábæra síðu, þar getur maður valið saman hurð og karm og séð hvernig þetta lítur út.
Þegar þú ert ákveðin þá geturðu prentað út pöntunarblaðið þar sem allar upplýsingar liggja fyrir á. Það tók okkur smá tíma að ákveða hvernig hurð og karm við vildum, en tæknin hjálpaði aðeins. Ég fór bara og tók mynd af skúrnum klippti svo gömlu hurðina úr í photoshop og mátaði hugmyndirnar í.
Fyrir valinu verð þessi hurð, en hún verður hvít ekki ...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kaktusinn káti::..
Byrjaði daginn á því að skutla grislingunum í skólann, svo fór ég með drossíuna í smurningu og pantaði í leiðinni tíma í skoðun.
Ég rétt slepp fyrir horn með skoðunina því endinn á númerinu er 1.
Guðný er ekki í skólanum á föstudögum svo hún var eins og stormsveipur í að skúra skrúbba og bóna, ég fylgdist áhugasamur með ;).
Þegar búið var að taka stofuna sá ég að kaktus sem við eigum var farin að halla eitthvað undir flatt, ætlaði ég eitthvað að laga þetta gerpi til.
Leikar fóru þannig að gerpið lagðist á hliðina og gusaði moldinni í allar áttir í fallinu, úbbs ég sá fyrir mér smíðaskemmuna í hillingum ;).
En ég slapp við skemmuna með þeim skilmálum að ég kæmi þessari skaðræðisjurt í poka og fjarlægði hana úr húsinu, viðaði ég að mér búnaði í verkið og hafðist handa.
Það var ekki nokkur leið að koma nálægt helvítinu nema brynjaður þykkum vettlingum, ég hlutaði svo jurtina niður í réttar lengdir með dúkahníf og kom honum í poka og út úr kofanum. Eftir ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Part two::..
Fór til hnykk-nuddarans eftir hádegi og lét hann braka og bresta í mér eins og gömlum skúr, en það var gott og greinilegt að það þurfti að hreifa við þessu drasli.
Það er náttúrulega snilld að hafa aðgang að svona þjónustu hérna heima.
Ég fór svo niður á verkstæði og fékk körfuna hans Einars viðgerða, hún kengbognaði öll undan snjónum í vetur og svo brotnuðu upp suður þegar ég var að rétta gripinn.
Ég hafði keypt nýtt NBA net í körfuna úti í Kanada svo að það varð að koma þessu í stand, það var fljótlegt að sjóða þetta saman og koma henni upp aftur.
Fékk fréttir úr dollunni í dag, rafalinn verður líklega ekki komin í fyrr en eftir helgi :(.
En tíminn er vel notaður, hinn rafalinn er í upptekt ásamt því að ljósavélin sjálf verður yfirfarin. Þá ættu báðar ljósavélarnar og rafalar að verða eins og nýjar, svo er verið að kíkja eitthvað á höfuðmótorinn.
Já Jón situr sjaldnast auðum höndum og hann er víst líka búin að taka frystikerfið í nefið síðan hann kom ú...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skrautlegt::..
Fór á lappir með öllu genginu mínu, keyrði svo krökkunum í skólann, Guðný þarf ekki að vera komin inneftir fyrr en níu á morgnanna svo að hún þarf ekki að fara fyrr en korter yfir átta.
Hellti mér upp á te og settist svo fyrir framan imbann, þegar morgunþátturinn var búin og þessi hrikalega sápuópera byrjaði þá flúði ég í tölvuna.
Lagaði aðeins bloggið mitt til, setti þennan fína engil inn og spáði aðeins í HTML þetta stoppar stutt við í höfðinu á mér.
Svo smellti ég nokkrum myndum inn, þetta kemur smátt og smátt og hér er af nógu að taka.
Gaman að sjá að litla systir er byrjuð að blogga aftur, hún er greinilega að taka það út sem við sjómennirnir og okkar fjölskyldur þurfum að berjast við.
Viðskilnaðurinn er ekki alltaf auðveldur, en með bjartsýni og réttu hugarfari verður þetta auðveldara. Bara að passa sig á því að hugga sig ekki um of á gúmmilaðinu :).
Jæja það er best að fara gera kaffikönnuna klára og búa um bælið áður er daman kemur úr skólanum ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nokkrar línur::..
Druslaðist á lappir klukkan átta í morgun og lét mér hundleiðast fram að hádegi, ekkert að gera nema góna á Ísland í bítið eða hanga í tölvunni.
Ég verð eitthvað að endurskipuleggja mig og reina að rífa mig í gang aftur, þetta er ekki hægt, maður koðnar bara niður eins og sprungin blaðra loksins þegar maður er komin heim í frí ;).
Fékk tíma hjá hnykkjara á morgun svo nú á að reina að berja úr mér þessa slæmsku sem hefur verið í öxlinni á mér, hann verður sjálfsagt fljótur að redda því drengurinn.
Kiðlingurinn er komin til Íslands í frí, það er enn verið að bíða eftir varahlutum í rafalinn, þegar þeir mæta á eftir að vefja lakka baka og troða þessu saman og prufa.
Það tekur einhvern tíma svo Kiðlingurinn fékk smá pásu.
Er loksins búin að finna rétt tannhjól í vélhestinn, þ.e.a.s til að gíra gripinn aðeins niður, valið stóð um að minnka fremra tannhjólið eða stækka aftara tannhjólið.
Ég gat bara minnkað um eina að framan(annað var ekki til) svo að það...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vor í lofti::..
Sumarblíða á Dalvík í dag og snjórinn á hröðu undanhaldi.
Ég setti saman hillusamstæðu sem við keyptum Handa Einari, einnig fékk grislingurinn nýtt rúm svo að þetta er allt á uppleið hjá honum :).
Svo varð að stappa gamla ruslinu í súbbann og bruna með það í gámana.
Það voru rosalegar fréttirnar af Baldvin Þorsteins, ég er hræddur um að það verði ansi erfitt að ná skipinu út. En auðvitað er fyrir mestu að mannskapurinn slapp óskaddaður úr þessum hremmingum.
Það hefur aðeins verið tekið til á heimasíðunni minni og er eitthvað af nýjum myndum komið inn ;).
Annars er ekkert í fréttum..........
En einhverjir fimmaura hafa rekið á fjörur mínar:
Gary og Erika voru að klæða sig eftir einn snöggan í aftursætinu. "Ég biðst afsökunar," sagði Gary. "Ef ég hefði vitað að þú værir hrein mey þá hefði ég gefið mér meiri tíma." "Það er ekki allt eins og það verður best á kosið," svaraði hún, "ef ég hefði vitað að þú hefðir me...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sundafrek vikunnar á Dalvík::..
Var að vafra á netinu til 03 síðastliðna nótt, ég lenti inn á svo skemmtilega síðu að ég gat bara ekki hætt fyrr en ég var búin að skoða allar myndirnar. " Helgi Garðars myndasafn "
Já það eru ekki allir eins latir og ég að setja inn myndir, en ég ætla að fara að taka mig á :). Svo lenti ég í smá basli við að koma dóti inn á síðuna og gat ekki hætt fyrr en það var komið á hreint, þar kom Hólmara þverskan enn einu sinni í ljós.
Guðný og krakkarnir fóru í skólann klukkan átta og ég dottaði yfir Ísland í bítið.
Eftir hádegið fór ég svo í sund og ætlaði að vera þvílíkt duglegi að synda fékk lánuð sundgleraugu og alles, en en en ég komst aldrei lengra en í pottinn ;).
Eftir sundið sparkaði ég vélhestinum í gang og spýttist á honum eina ferð eftir sandinum og upp í fjall, svona til að ná úr mér mesta bensínhrollinum ;).
Nýjustu fréttir af dollunni eru þær að rafalinn verði ekki til fyrr en í næstu viku, og gera mestu svartsýnisr...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ekkert í fréttum::...
Lítið að frétta af mér í dag, kom mér aldrei í að fara út að hjóla í dag þótt það hafi verið veðrið í það í dag.
Ég gramsaði upp smá smurning á skemmtilegurnar handa ykkur:
Lítil gömul kona kom í Hagkaup og setti 2 dósir af dýrasta kattarmatnum sem til var í innkaupakörfuna. Síðan fór hún að kassanum til að borga og sagði við kassadömuna "ekkert nema það besta handa litla kettlingnum mínum". Kassadaman sagði þá "því miður get ég ekki selt þér kattarmat nema að þú getir sannað það að þú eigir kettling, það er svo mikið af gömlu fólki sem kaupir kattarmat til að borða sjálft, verslunarstjórinn vill fá sönnun þess að þú eigir kött."
Litla gamla konan fór heim og náði í kettlinginn sinn og sýndi kassadömunni og fékk þá kattarmatinn keyptan.
Næsta dag fór litla gamla konan aftur í Hagkaup og í þetta skiptið setti hún pakka af hundakexi í innkaupakörfuna, sem hún ætlaði að gefa hundinum sínum yfir Jólin. Kassadaman sagði þá "þ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skakkur og skældur::..
Svaf frekar illa í nótt, bölvuð öxlin var alveg að drepa mig og ég gat ómögulega fundið hvernig ég átti að liggja.
Vaknaðu klukkan níu þegar Guðný fór í ræktina en náði að berja mig niður aftur :).
Þegar Guðný kom úr ræktinni draslaðist ég skakkur og skældur fram úr.
Við skötuhjú fórum svo í heilun í Bjarmanum, það var gott að koma þangað aftur eftir langa fjarveru.
Einar Már fór á körfuboltaleik í dag, hann var búin að vinna í einhverri keppni og mátti því vera niðri hjá liðinu. Ég ætlaði nú að fara á leikinn en það verð ekkert úr því, í staðinn sparkaði ég hjólinu í gang og leifði því að malla aðeins.
Ég var að spá í að skreppa rúnt fram í sveit en ákvað að geima það til morguns og fara þá ef veðrið verður gott.
Spjallaði aðeins við foreldra mína á MSN í dag, ég keypti webcam úti svo að nú er hægt að hafa þetta allt live mynd hljóð og allan pakkann :).
En ég fann einn ágætan brandara á netinu sem þið hafið sjálfsagt gaman af:
Gamall kú...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hundlatur::..
Er búin að vera hundlatur í allan dag og varla nennt að gera nokkuð.
Drullaðist samt út í sundlaug og fór í ljós og gufu.
Keyrði Kalla fram í hesthús, og lagðist fyrir framan imbann og horfði á DVD “Piraates of the Caribbean” Jonny Deep fer ansi vel með skipstjórahlutverkið þar :).
Þetta verður víst ekki lengra í dag.
Bið og vona að englar Guðs vaki yfir ykkur öllum, og færi ykkur alla þá hamingju og gleði sem þið getið tekið móttekið.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ferðalok::..
Halifax Boston leggurinn gekk prýðilega og var stoppið hjá okkur örstutt í Boston áður en síðasti leggurinn til Íslands var tekin.
Mér hefur þótt þjónustan hjá Flugleiðum vera ágæt hingað til, svona fyrir utan plássleysið í vélunum. En mér finnst nú fokið í flest skjól að þurfa að borga fyrir óáfenga drykki sem koma með matnum þ.e.a.s ef ekki er valið vatn, og verðlagningin er frekar skrautleg.
T.d kostar ein svalaferna 100islkr eða 1usd eða 1 evru eða 10dkr og ekkert gert með gengi, já þetta dwarf airlines fékk stóran mínus hjá mér í nótt.
Hingað til hefur maður sætt sig við að sitja allur í keng í naumt skömmtuðu sætisplássinu án þess að vera að væla mikið. Hvað um það þetta hafðist allt fyrir rest og á endanum lentum við í Keflavík .
Við Antónío tókum flugrútuna inn í Rvik og þar pikkaði Mangi mig upp.
Ég fór svo og hitti bossinn og áttum við ágætis spjall.
Ég varð margs fróðari á því, t.d komst ég að því að ansi margir gera sér leið á blogg...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Slugs og leti::..
Tridjudagur.
Djof var gott ad vakna a hotelinu i gaermorgun og ekkert vesen, sturtadi mig og lalladi svo nidur i morgunmat. Tar hitti eg Kidda og Tona sem voru ad guffa i sig :), eftir morgunmatinn var slegid i og farid i verslunar og skodunarferd sem endadi a aegilegu hamborgaraati :).
Kiddi for svo yfir til Bay Rob seinnipartinn en Lee kom og sotti mig og forum vid i motorhjolaverslun, tar keypti eg mer galla a hjolid a ansi godum pris.
Eg fekk svo frettir af gangi mala i dollunni fra Matta, rafalinn er farin i land og er ad ollum likindum olaeknanlegur :(. Tad virdist allt a somu bokina laert a teim baenum.
I gaerkvoldi bordudum vid svo a hotelinu og baud eg Lee ad eta enda atti kappinn tad inni hja mer eftir allt umstangid gegn um tidina.
Vid byrjudum a kraekling og svo kom kjuklingur ala rumpels skins, og svo var endad a dokku rommi i heitu kakoi. Eftir atveislu tvo tennan daginn skreid eg upp a herbergi og lagdist fyrir utkyldur af mat :).
Midviku...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lygasögu líkast::..
Klukkan 09:30 var búið að binda dolluna við kajan eftir viðburðarríkan túr, og auðvitað var mætt hersing manna í viðgerð á ljósgjafanum.
Einnig var rafeindavirki aldarinnar búin að gera ótrúlega hluti í reimamálinu fyrir sjálfstýringuna, hann var búin að grafa upp þjónustuaðila á Nýfundnalandi og Kanada ásamt því að vera búin að redda þessum risaeðlureimum heima á Íslandi ef með þyrfti. En lífið er alltaf að koma manni meira og meira á óvart og þjónustuaðilinn á Newfie átti reimarnar líka til, hann ætlar að mæta hingað í fyrramálið og skipta um þær.
Matti og Jón voru komnir fljótlega um borð og var vélstjórinn náttúrulega komin á kaf í sót og smurolíu um leið, en við Matti tókum púlsin á þessu dóti hérna:).
Það var svo unnið við löndun og annað smálegt hér um borð í dag, það var ekki hægt að gera ráð fyrir að maður næði að klára úthaldið á einhverra vandamála en það poppaði upp ótrúlegt vandamál um miðjan dag. Vandamál sem ég átti ekki von á að sjá á...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sull og sigsakk::..
Það er búið að vera hjakk á móti á þessu hjá okkur í síðan í nótt og dósin fer rólega yfir, en við verðum vonandi búnir að binda á vinnutíma í fyrramálið að staðartíma :).
Þegar ég druslaðist niður í borðsal í morgun til að fá mér mitt daglega morgunte mætti mér merkileg sjón, það flóði vatn(sjór) um allt gólfið í borðsalnum og ekki fært um nema á togleðursfótabúnaði. Kokkræfilinn var á fullu við að reina að vinda mesta vatnsflauminn upp en hafði ekki við því sem bættist við, svo alltaf hækkaði í. Ég spurði kokkinn hvaðan allt þetta vatn kæmi? "frá síðunni og undan innréttingunni" var svarið. Ég byrjaði á að tékka á kýraugunum í borðsalnum því þau hafa átt það til að leka ef þau eru ekki nægilega hert, en það var í fínu lagi. Með smá "comon sens" virtist líklegt að þessi vatnsaustur kæmi aftur með síðunni eftir rennu, rennu sem líklega væri stífluð við afturþil borðsalsins. Ég spyr kokkinn, ertu búin að ganga á klefana hérna bakborsmeg...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:: Köttur út í mýri setti upp á sig stýri úti er ævintýri::..
Jæja loksins loksins erum við lagðir af stað í land, enda er þetta er orðið ágætt í bili.
Það er einhver kaldaskítur á okkur og það mætt ganga örlítið betur, en vonandi verðum við ekki mikið of seinir í höfn :). Það spáir einhverri brælu á okkur á morgun, norðvestan og síðan vestan 8-9 á beufort. Þessi veðurófriður ætlar að fylgja okkur alla leið í land, það á ekki að sleppa af okkur takinu fyrr en í fulla hnefana :). En við erum orðnir sigggrónir fyrir brælum og látum þetta ekki setja okkur út af laginu :).
Annað er ekki í spilunum hjá okkur í dag.
Eigum við ekki að bæta við einni broshrukku?
Jónas póstburðarmaður var að hætta að bera út póst í gamla hverfinu Sínu. Honum til mikillar gleði, var tekið á móti honum i hverju húsi og honum þakkað fyrir góð þjónustu síðustu árin. Jafnvel voru honum gefnar gjafir i stöku húsi. Þegar hann kom að húsi einu kom húsfreyjan á móti honum, hún bauð honum inn og inn í sv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Sipp og hoj::..
Þegar ég vaknaði í morgun var allt hljótt í dollunni, hovedmotoren var dauður en þegar Strumpurinn var búin aðstrjúka honum og klappa í fimm klukkustundir þá hrökk mótorinn af stað og hefur malað síðan 6-11-14.
Það er nú alveg á mörkunum að það sé skriftfært í dollunni í dag, blíðuveður en þung alda.
VélaStrumpurinn varð eitthvað þreyttur á veltingnum og ákvað að dæla olíu milli einhvera tanka, ekki veit ég hvað gerðist, hvort dollunni kítlar svona agalega? Allavega höfðu þessir tilburðir Strumpsins þveröfug áhrif. Þegar ég var alveg búin að fá mig fullsaddan af látunum fór ég og bað háttvirtan Strump um að leiðrétta þessi mistök hið snarasta.
Þeir sátu allir rauðeygðir og svekktir í borðsalnum englarnir mínir, enda getur engin sofið í þessum hamagangi. En það þarf svo sem ekki að fjölyrða meira um þetta :).
Annað kvöld ætlum við að snúa rassgatinu í þetta vindblásna hundsrassgat og þeysast í átt að landi.
En verðum við ekki að grafa einn upp fyri...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Styttist hratt núna::..
Það er frekar lítið að segja héðan í dag, veðrið er til friðs og það virðist sem þeim sé að fjölga góðviðrisdögunum. Kannski er vorið að koma? Annars er það nú vaninn hérna að mestu lætin séu úr þessu í endaðan febrúar :).
Við eigum eftir tvo veiðidaga áður en langþráð landstím tekur við, það hefur verið smá vonarneisti í þessari veiði hérna síðustu daga svo það eru einhverja blikur á lofti um betri tíð með blóm í haga. Kannski drýpur smjör af hverju strái áður en langt um líður :).
Flugáætlunin okkar Tona er komin í loftið og er það enn og aftur í gegn um Bandaríkin :(, St.Johns - Halifax Halifax- Boston og Boston Keflavík og gert er ráð fyrir að FI 632 lendi í Keflavík klukkan 06:40 Fimmtudaginn fjórða mars.
Það mætti halda að þessar rækjupöddur hérna ynnu hjá Íslenska ríkinu, þær eru bara við frá 9-5 :(, það er ekki beint gott að eiga við þetta :).
Verð ég ekki að gramsa upp einn fyrir brosvöðvana?:
France and the USA
A French man is ha...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Galtóm fata::..
Það hefur verið margt nýtt að hugsa um síðan í gærkvöldi, ekki mátti hausinn á mér nú við því en vonandi hefst að vinna út úr þessu eins og öðru. Ruslafatan mín var orðin kúffull og ég hellti náttúrulega úr henni yfir þann sem síst átti það skilið, en við því er ekkert að gera og maður verður að lifa með mistökunum. "Sá sem aldrei gerir mistök gerir aldrei neitt!" :) en nú er fatan galtóm svo hægt er að byrja að safna í hana aftur.
Ég er búin að gefa ljósgjafanum dánarvottorðið fyrir þessa veiðiferðina, en strumpurinn er eitthvað að reina að mæla og spá.
Ég er eiginlega galtómur í dag og hef lítið til málanna að leggja.
Bið Guð að geima ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Verkfall ljósgjafans::..
Héðan er lítið að frétta þennan daginn, ljósgjafinn er enn í verkfalli og veslings vélStrumpurinn er að verða uppiskroppa með hugmyndir um hvað eigi að athuga næst. Maggi er búin að vera honum innanhandar í þessu veseni og haft milligöngu til hinna mestu rafmagnsfræðinga, en þrátt fyrir allt þá er engin lausn á vandamálinu fundin :(.
En ég get ekkert gert og maður reynir bara að lifa með þessu, meira er ekki hægt að gera. Við Kiddi höfum verið með DVD sýningar eftir vaktina síðastliðin kvöld og reikna ég með að við höldum því áfram næstu kvöld eða meðan efnið endist :). Það er ágætis tilbreyting að gleyma þessu eilífa basli yfir einni mynd eða svo. Í gærkvöldi byrjuðum við á seríu með Indíána Jones, hann var ekki í vandræðum með að leysa vandamálin, spennandi verður að sjá hvað hann tekur sér fyrir hendur í kvöld.
En ætli maður verði ekki að gramsa aðeins i skemmtilegunum og athuga hvort ekki megi klístra einhverju broslegu á skjáinn :).
Fyrrver...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Syndauppgjörið endalausa::..
Það er hvorki hægt að hlægja eða gráta yfir þessu lengur, bilanir og vesen virðast vera orðnir fastir liðir hjá okkur.
Alla útleiðina var veslings Strumpurinn að berjast við bilanir og enn sér ekki neitt fyrir endann á þeirri bilanarunu, þegar einn hluturinn lufsast af stað þá stoppar sá næsti. Nýjasta uppákoman er að annar ljósmótorinn hætti skyndilega að framleiða handa okkur rafmagn, það eitt og sér gerir það að verkum að dósin er hálflömuð af orkuskorti :(.
Ekki veit ég hvað við höfum gert af okkur til að verðskulda þessa helreið en sjálfsagt kemur það í ljós síðar, en þessa dagana hlýtur að grynnka hratt á því sem maður á óuppgert við þann sem öllu ræður.
En maður er að verða búin að fá nóg af þessu bulli í bili, vonandi fer þessu bilanaveseni að linna. Eina ljósglætan í öllu þessu myrkri er að við eigum löndun fyrsta mars, á það hálmstrá hengir maður geðheilsuna og góða skapið :).
En það þíðir víst ekkert að vera með einhverja skeif...