Færslur

..::Lifðu fyrir daginn í dag::.. Núið! er það ekki það sem allt snýst um? Ekki þíðir neitt að amast yfir gærdeginum því hann er liðinn og kemur aldrei aftur, um hann fær maður engu breitt. Og morgundagurinn hvar er hann? og hvernig verður hann?, ég sé enga ástæðu til þess að hafa áhyggjur af því sem ekki er ókomið ;). Og hvað er þá eftir? Jú! dagurinn í dag, og þar er allt að gerast og að honum ætti maður að beita athygli sinni. Í stað þess að velta sér upp úr fortíðinni eða láta sig dreima um ókomna framtíð. Lifa einn dag í einu og njóta þess að vera til ;). Já þetta er speki dagsins, henni er troðið niður á blað á ekki ómerkari degi en Föstudeginum 13, dagsetningu sem oft hefur verið tengd hryllingi og viðbjóði bæði í kvikmyndum og bókum. En ég hef nú ekki séð neina ástæðu til þess að ætla að föstudagur sé eitthvað verri þótt hann beri upp á 13 en sitt sýnist hverjum um töluna þrettán, og hjátrúin og bábyljurnar láta ekki að sér hæða :):). Það er að koma enn ein helgin og ég æt...
..::Svo sem ekkert::.. Það er ekki mikið að segja eða um að vera hjá okkur þennan daginn, vestan vindskælingur og ekkert sólbaðsveður fyrir Rúsínuna. Ég er aftur komin á matseðilinn "Fastir liðir! Ala Jóli" svo að það breytist fátt. Og það er fámennt hér í hjá okkur, aðeins séð eitt fiskiskip "Kappen" sem er færeyskur en annars hafa bara runnið einhverjar ofurlangar fraktdósir fram hjá. Og ekker lát er á baslinu hjá Hrafni og félögum á dollunni, en nú virðist sem að höfuðmótorinn hjá þeim sé allur að liðast í sundur. ætlar þetta engan enda að taka hjá þeim?, ég vona samt að þeir þurfi ekki að róa til hafnar á Newfie. Þeir hafa kannski sprengt dolluna á því að draga þennan heim um daginn, annað eins hefur nú komið fyrir þó að það sé jú algengara að sleðahundar og önnur dráttardýr spengi sig ef of mikið er á þau lagt. Og nú flykkjast þau glæsifleyin á þúfuna, Atlas er mættur aftur eftir spilhafaríið og öllum að óvörum þá birtist Arnarborgin líka, en það kom öllu...
..::Svo bregðast krosstré sem...::... Það sem aldrei hefur komið fyrir áður, getur alltaf komið fyrir aftur. Í kvöld mætti Rúsínan að vanda til þess að leisa mig af í mat, ekki get ég nú sagt að það fylgi mikil tilhlökkun þessum matarferðum mínum, og ekki þarf fjörugt ímyndunarafl til þess að giska á hvað Jóli færir mér, tvær til þrjár lúbarðar svínasneiðar og steiktar kartöflur tvisvar á dag frá upphafi veiðferðar til enda. En kraftaverkin gerast og þegar ég lallaði raunarmæddur á vit svínasneiðanna í kvöld brá svo við að vinnslustjórinn Reynir var þar á fullu við að djúpsteikja rækjur laukhringi og annað góðgæti. Jóli spurði samt til öryggis hvort ég vildi ekki lúbarðar svínasneiðar og steiktar kartöflur sem hann var með tilbúið handa mér, ég afþakkaði gott boð eins kurteislega og ég gat og sagðist ætla að fá mér rækjur hjá Reyni, ég er ekki frá því að Jóli hafir verið hissa á þessu bjánalega uppátæki mínu, að ég skyldi vilja breita út frá þeim vana sem hann í góðmennsku sinni hef...
..::Það má lengi lifa í voninni::.. Í gær fylltist maður bjartsýni þegar smá oggu pínu veiðivottur gerði sig heimakomin til okkar, maður hélt í fávisku sinni að nú væri þessu reiðuleysistímabili að ljúka rétt eins og önnur óværa sem gengur yfir, svona eins og ísöldin sem hvarf og allt yrði gott á ný. En því miður var þetta sýnishorn frekar eins og dauðakippur í nýskotinni skepnu. Dagurinn í dag hefur farið í að horfa brostnum augum á Scanmar apperatið í von um að það gefi til kynna að nú sé búið að fanga nokkrar rækjupöddur í vörpuna, en það er eins og að bíða eftir stætó sem hætti að ganga fyrir mörgum árum. Þetta er því miður farið að hljóma eins og léleg bíómynd, maður bíður og bíður eftir að eitthvað gerist, en svo gerist ekki neitt. Einhverstaðar var skrifað: "þegar hlutirnir eru orðnir svo slæmir að maður trúir því ekki að þeir geti orðið verri, þá eru þeir líklega að byrja að skána", á þessum tímapunkti finnst mér þessar rækjuveiðar á þessari hundaþúfu standa núna....
Mánudagur 9.ágúst 2004 ..::Stillimynd::.. Það er víst lítið annað að segja en að þetta er hálfgerð stillimynd á þessu núna, en þannig orðaði guttinn það þegar mamman spurði hvað honum hefði dreimt um nóttina, ekki neitt sagði guttinn það vara bara stillimynd!:):). Hér er svartaþoka og heitt svo að allt lifandi er rennsveitt :), en hér spókar megnið af áhöfninni sig um á stuttbuxum og bol vegna hitasvækjunnar. Þegar ég var að fletta gömlu Víkurfréttablaði í dag, sjálfsagt í hundraðasta skipti þá rakst ég á nokkuð góða rímu: Níu hressar beitningarkonur í Grindavík gengu út í sjó með svuntu. Sjórinn náði þeim aðeins í hné........rímar á flóði!! That´s it for to day..........
..::Jólaklippingin::.. Sunnudagur til sælu, var þetta ekki orðað einhvern vegin þannig? Dagurinn hefur verið ágætur og ekkert yfir honum að kvarta, að vísu var hefði þokan mátt vera minni að mati rúsínunnar en það er ekki hægt að fá allt. Eftir fyrri skammtin af svínasteikinni hjá Iola(borið fram Jóla) kokk, bað ég kappann um að klippa mig, en það er nánast untantekningarlaust einhver sem getur klippt í áhöfnum þessara skipa. Jú Jóli hélt að það væri nú lítið mál og var mættur með allar græjurnar upp í brú skömmu síðar, hann var fljótur að klippa mig og var ég yfir mig ánægður með þessa Jólaklippingu ;). Nú þyrstir mig í fréttir af Fiskideginum en þeir hjá útvarpinu hafa ekki verið að standa sig í fréttaflutningnum af þessum merka viðburði svo að maður er alveg fréttalaus. Læt þessa ræðu duga í dag :).
Laugardagur 7.ágúst 2004 ..::Það er víst í dag::.. Eitthvað varð mér fótaskortur á sannleikanum í gær eða þannig, en ég færði víst Fiskidaginn fram um einn dag :). Það er víst í dag sem þessi merkishátíð fer fram á Dalvík. Óttalegt basl er á þeim félögum á dollunni þessa dagana, það virðist allt ganga á afturfótunum hjá þeim verslingunum, já hún er sorgarsaga saga dollunnar :(:(. Hér er bongóblíða og 18°C hiti í dag og skartar veðrið sínu fegursta, sannkallað baðstrandarveður fyrir flaggarann sem notaði tækifærið og grillaði sig uppi á brúarþaki lungað úr deginum. Ég held að þetta endi með því að karlræfillinn verði eins og rúsína. Rúsínur eru nú ekker sérlega fallegar en samt góðar á bragðið. Kannski skiptir litlu hvernig umbúðirnar eru ef innihaldið er gott. Samt skil ég nú ekki hvaða hvatir draga menn út í svona ofursóldýrkun, en það er margt sem maður ekki skilur í þessari veröld. Þetta verður ekki mikið lengra í dag, ég vona að allir hafi skemmt sér vel á fiskideginum, og...
Föstudagur 6.ágúst 2004 ..::Fellibylur::.. Það var adeins smá veiðivottur hjá okkur í gær og í dag en hún er smá blessunin. Hitinn er svipaður og verið hefur svo að maður er eins og sveittur grís alla daga, það brunaði fram hjá okkur fellibylur í morgun en við urðum lítið varir við hann þótt aðeins hafi blásið. En það hefur sennilega verið bölvaður ruddi aðeins sunnar því að það reif upp haugasjó. Ég er búin að vera að brasa í Inmarsat-C tækinu í dag, það horfði orði illa fyrir skóglendi veraldar ef ekki hefði verið hægt að stemma stigu við pappírsausturinn sem græjan bunaði út úr sér nánast viðstöðulaust, Á endanum fann ég þetta fína forrit sem er arftaki gamla náttúruskelfisins og heitir "Thrane & Thrane easyMail 1.6", þegar búið var að stilla þetta forrit eftir kúnstarinnar reglun þá horfir betur fyrir regnskógunum :) ásamt því að allt viðmót og vinna er mun notendavænni en gamla Capsatforritið sem var að gera mig brjál. Fiskidagurinn mikli, er að ég held á Dal...
..::Upp & niður::.. Það er ósköp fátæklegt og lítið um þennan dag að segja, maður rúntar um með trolldrusluna í rassgatinu og vonar að það takist að klófesta einhverjar rækjupöddur. En það er með rækjuveiðarnar eins og fiskveiðar, þetta gengur upp og niður og svo óheppilega vill til á þessari bleyðunni að nú er þetta "NIÐUR" en ekki "UPP". Það er sumar á hattinum og yfirborðshitinn á sjónum er 16-18°C, hér lyggur þokan meira og minna yfir öllu eins og teppi, rök hitasvækjan er kæfandi og maður er rennsveittur frá morgni til kvölds. Kannski væru þetta kjöraðstæður fyrir asmasjúka ellilífeyrisþega :). Athugandi fyrir ferðaþjónustuna að huga að því, "hressandi ferð á Flæmska Hattinn":):) einhvern vegi þannig gæti þetta litið út í auglýsingarbæklingnum. En ekki meira um það. Klukkan tifar áfram á sama gamla hraðanum og dagarnir líða einn af öðrum, hver með sínum uppákomum og viðfangsefnum...
..::Suðurkantur::.. Erum í suðurkannti að rembast við að snara einhverjar rækupöddur með dapurlegum árangri. Ljósi punkturinn þennan daginn er veðrið, sól og sumarblíða. Flaggarinn hefur sofið uppi á brú í allan dag, hann mætti rauður eins og tómatur rétt áðan til að leysa mig af í mat, ég vona að karlgreyið fái ekki sólsting. Annað er ekki að frétta.
..::Minn tími mun koma!::.. Frekar lágt á manni risið í dag, allt í tómu basli og veseni, fast rifið slitið og á tímabili voru bæði trollin á sjúkrahúsinu. Já það er ekki hægt að segja að ógæfuhjólið snúist manni í vil þessa dagana, en það hítur að koma að því. Maður verður bara að gera orð Jóhönnu að sínum og segja og meina "minn tími mun koma!" Það er lítið annað að segja, aflinn er í samræmi við brasið á okkur, en þetta er keimlíkt út um alla þúfu, lítið um að vera og dollurnar dreifðar um megnið af þúfunni, og allir eru að leita að rækjunni sem ekki vill láta veiða sig, kannski er hún í sumarfríi hver veit? En hér er einn glænýr :):):):) Palli litli spurði mömmu sína af hverju brúðin væri í hvítum kjól í brúðkaupinu? Mamma hans sagði að það væri af því að þær væru hreinar meyjar. Ekki skildi Palli litli alveg svarið svo að hann ákvað að spyrja pabba sinn sömu spurningar. Nú eins og þú veist Palli minn þá eru öll heimilistæki hvít!........svaraði pabbi hans...:) K...
..::Rykmý::.. Litið að segja um þennan dag, og ekkert í boði nema rækjupöddur á stærð við rykmý. Skipin eru dreifð um allan Hatt en engin hefur fundið rækjukökkinn enn :(. Já gæðum lífsins er misskipt þessa dagana, en vonandi rætist úr þessu áður en langt um líður Vona að helgin hafi verið ánæguleg hjá ykkur.
..::Pakkaafgreiðsla & Eldskírn::.. Kiddi frændi kom á tuðrunni og sótti blaðapokann sinn og einhverja varahluti fyrir Borgina í gærkvöldi, ég var búin að lofa Kidda að mæta með kassa af KIT KAT súkkulaði en það var svo freistandi að ég var búin að éta allt nema eitt stykki áður en hann kom :), hann fékk þó eitt stykki svo að þetta voru ekki tóm svik ;). Kiddi stoppaði stutt við síðuna hjá okkur en við réttum dótið niður til þeirra og með það voru þeir horfnir út í sortann. Það er aldeilis eldskírnin sem maður fær núna með því að hitta beint í þessa ördeiðu, ekki hjálpar manni að það er búið að vera tómt bras á þessu hjá mér síðan við mættum á þúfuna. En maður lifir í voninni um að þetta skáni lagist þegar líður á túrinn :) er ekki sagt að fall sé faraheill eða hvað? Vona að heilladísin fari að strá yfir okkur öll hamingju og gæfu.
Laugardagur 31.7.2004 ..::Stillingaratriði::.. Jæja þá erum við Janis flaggari búnir að æfa okkur aðeins með flottroll :), köstuðum klukkan fjögur í nótt og hífðum klukkan tíu, það var búið að vera eitthvað ástand á þessu hjá karlinum, trollið sat illa og vildi helst ekki vera í botni, gapti eins og þarstarungi sem bíður eftir æti án nokkurrar skýringar. Við vorum búnir að ausa á þetta vír, komnir hundrað faðma fram yfir tvöfalt en alltaf var þetta eins og flugdreki og rétt tillti í botninn, humm hvað er eiginlega í gangi hugsaði ég og kippti dræsunni upp eftir stuttan drátt og fórum við Reynir vinnsla yfir trollið og hlerana en fundum ekkert að, helst að hlerarnir voru lítið dregnir. Gerðum smávægilega breytingu og skutum dræsunni í kolgrænt djúpið aftur, en allt var við sama, djö maður djö. Mig grunaði að autotrollið væri að telja vitlaust út svo að ég gramsaði eftir bæklingnum, þegar hann var fundin fann ég þær stærðir sem áttu við í uppsetningu autotrollsins og fór yfir þær,...
..::Heldur hitnar undir og yfir okkur :)::.. Bongóblíða með sól og hita. Það hefur verið að smá hitna siðustu daga og nú er maður komin í þessa heitu röku veðráttu sem yfirleitt hangir yfir þúfunni á þessum árstíma. Þokan hefur ekki sést enn, en hennar er sjálfsagt skammt að bíða. Þegar þetta er skrifað erum við að síga upp austurkanntinn á þúfunni með stefnuna suðvestur og ekki stendur til að slá af fyrr en suðvestan á þúfunni. Fyrsta skipið sem við sáum var Spanjóli sem var að rembast við Grálúðu á 580fm norðaustan á hattinum, honum til fylgdar var eitt NAFO eftirlitsskip og virtist fara vel á með þeim félögum ;). Flest rækjuskipin eru vestan á hattinum en rækjukvikindið er smátt og lítið af henni þessa dagana :(, einhver skip skönnuðu norðurendan með afleitum árangri í gær, litill afli og svart af tamíladrullu. Það litla sem ég hef heyrt er grátur og gnístan tanna og menn keppast við að harma sitt hlutskipti, þetta er nóg um flæmsku sívæluna í bili. En einn að lokum fyrir skemm...
..::Spámaður::.. Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að hreppa brælur á leiðinni niður á hatt á þessum árstíma, þá hefði ég brosað og lagt lítin trúnað í þá svartsýnisSpá. En öllum að óvörum er þetta raunin :(. Í gærkvöldi var komin drullubræla af suðvestan svo ég mátti gefa eftir af framdrifi skútunnar og keyra spakliga á mót veðrinu, þessi drullugustur lá svo yfir okkur í alla nótt og fór ekki að ganga niður að neinu viti fyrr en í morgun. Núna seinnipartinn er svo komið þokkalegt veður og ferðahraðinn orðin ásættanlegur. Það er ekki hægt annað en að dást að því hvað útsendingar ríkisútvarpsins nást langt á FM 89,1 það er þokkalegt samband á því enn 920sml suðvestur úr Reykjanesi, að vísu er aðeins farið að bera á smá surgi með en samt heyrist þetta ótrúlega vel, ég hélt í fávisku minni að þetta rétt næðist næst ströndum landsins. Það væri ekki slæmt ef NMT og eða GSM sambandið hefði þessa langdrægni :):). Og ekki eru þær upplífgandi fréttirnar af þúfunni, skid og ingenti...
..::Gengið á hafinu::.. Þetta er ósköp andlaust hérna hjá okkur á leiðinni niðurúr eins og einhver orðaði það. Dekkenglarnir tóku veiðarfærið og gegnumlýstu það frá a-ö í dag, það ku vera í besta standi eftir yfirhalið svo ekki verður hægt að kenna því um ef illa gengur :). Rækjuflokkunarmaskínurnar voru að renna saman en það er verið að leggja lokahönd á þann verkþátt í dag og ég tel að því sé lokið í þessum töluðu orðum. Fátæklegar fréttir bárust mér af hattinum, Hrafn arftaki minn á Dollunni(Erlu) orðaði þetta svona í fréttaskeyti sem hann sendi mér í morgun "ekki er hægt að segja að við séum að kafna úr afla! Ef maður reinir að fá rækju sem telst undir 300stk/kg þá fær maður lítið". Við mættum Atlas í gærkvöldi en Jói Gunn var á heimleið með bilað togspil, hann var ekkert frekar á bjartsýnisbrókunum en Hrafn, tjáði mér að hann hefði fengið algjört hnerriduft á norðausturhorni hattþúfunnar og orðið svo um að hann keyrði í fjórar klst til að komast sem lengst frá óþve...
..::Bara blíða::.. Jæja þá er komið þokkalegt veður á okkur, þ.e.a.s hafflöturinn er orðin ágætlega sléttur, hægur vestsuðvestan andvari svo nú rennur dósin áfram á blússandi ferð, það mætti samt vera aðeins heitara en þessar 12°C sem okkur eru úthlutaðar núna, en það er víst ekki hægt að fá allt í einu ;). Við erum smátt og smátt að yfirgefa hina björtu heimskautanótt sem einkennir Ísland á þessum árstíma, mikill munur á hverju kvöldinu sem líður, ætli það verði ekki bleksvartsvart myrkur á okkur í kvöld?. Blessaðir dekkenglarnir eru að leggja síðustu hönd á málingarvinnuna á millidekkinu og er gólfið orðið glansandi og fínt, önnur englahjörð standsetti hlerana og lásuðu saman vírum og keðjum í þeim eftir kúnstarinnar reglum. Já það er í mörg horn að líta og alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera. Í gær þrifu þeir skipið hátt og lágt eftir landleguna :). Ég hef lítið heyrt af Hattinum en skylst að það sé frekar rólegt yfir veiðinni og pöddurnar eru víst frekar fjöldalegar ef þæ...
..::Hvar er sumarið?::.. Ég hélt að það væri sumar en veðrið samræmist samt ekki þeirri árstíð :(, það er bræluskítur á okkur beint í nefið og gengur rólega á móti þessum garra. 11°C hiti og 18sml eftir að 200sml landhelgismörkunum klukkan 19:00. Það er svo sem ekkert meira um þetta að segja. Vona að veðrið leiki við ykkur :):)...
..::Siglum seglum þöndum::.. Í gær lallaði ég yfir í suðurbæjarlaugina, synti nokkrar ferðir dormaði í pottinum skellti mér í gufuna og bakaði mig dágóða stund á sólbekk í blíðunni. Þegar ég kom svo um borð aftur var búið að fresta öllum tilraunum til morguns :(. Í gærkvöldi fékk ég mér svo langa kvöltgöngi í blíðunni og virti skipin í höfninni fyrir mér, það er mikil umferð í þessari höfn og margvísleg skip sem sækja þjónustu til Hafnarfjarðar enda er þar ein besta hafnaþjónusta sem klakinn bíður uppá. Ég þjófstartaði svo aðeins á blaðapokanum frá mömmu áður en ég sveif á vit draumalandsins. Sunnudagur til sælu. Vaknaði klukkan átta í morgun en kúrði svo þangað til að ég heyrði aðalvélina fara í gang. Klukkan tíu renndum við svo út úr höfninni í fyrstu prufu dagsins, það gekk þokkalega og nú voru menn sáttari við gripinn, búið var að binda upp úr tólf. Það þurfti að fínstilla einn strokk og taka svo aðra prufu. Slepptum klukkan tvö í prufu tvö þennann daginn ;), nú voru allir ...