..::Last day::..
Í gærkvöldi þegar við komum heim úr kvöldgöngunni voru Einar og Hilmar komnir niðgreftir til Hilmars, og þar sem við vorum komin í þetta ægilega göngustuð þá röltum við eftir guttanum. Ég tók að vísu sparksleðann og renndi mér á honum, við prufuðum bæði að sitja á honum á niðureftirleiðinni en færið var ekki nógu gott fyrir fullvaxna farþega.
Við stoppuðum smástund hjá Svölu og Óla svo renndum við okkur heim, Einar naut góðs af sleðanum og sat á alla leiðina heim.
Þegar ég var gutti heima á Eskifirði þá átti ég svona sleða, að vísu var hann allur úr járnrörum sem pabbi hafði soðið saman, sennilega hefur hann vitað sem var að það myndi duga lítið í höndunum á mér eitthvað spýtnabrak ;) en hvað um það þá renndi ég mér mikið á sleðanum þótt mér hafi nú fundist frekar stelpulegt að vera á sparkssleða. Aðal gaurarnir voru á stýrissleða en hann átti ég engan fyrr en löngu seinna svo á rammgerðum dömusleðanum spýttist ég út um allan bæ:).
Í haust þegar ég fór austur í kv...
Færslur
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Annar í konfektáti::..
Drattaðist á lappir klukkan tíu fimmtán í morgun nokkuð ánægður með það því að ég fór ekki í bælið fyrr en fimm í morgun ;).
Fréttirnar af þessum hálfvita austur á Seyðisfirði voru svakalegar en sem betur fer tókst að afstýra því sem hann hafði í huga og loka fávitan inni.
Það er alveg ótrúlegt að þessir menn skuli ganga lausir og að mínu viti ætti að reka þessa ræfla á fjöll og GEFA á þá veiðileifi. Þetta gæti orðið hið ágætasta sport fyrir þá sem ekki komust í Rjúpu fyrir utan hvað þetta mundi spara þjóðarbúinu.
Ég er alveg viss um að það væru menn úti í heimi tilbúnir að borga stórfé fyrir að fá að lóga einum kynferðisglæpamanni, þetta yrði fín viðbót í ferðamannaflóruna ;).
Ég er nokkuð viss um að Dabbi gæti hækkað launin sín umtalsvert fyrir sparnaðinn sem af þessu hlytist, það þarf bara að keyra þetta í gegn um þingið með trukki og dífu.
En þetta er víst ekki mjög Jólalegt spjall en þessi fáviti fyrir Austan var ekki heldur mjög Jólalegur síðast...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Gleðileg Jól::..
Í gær var aðfangadagur en það hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum ;), dagurinn hjá okkur var ósköp venjulegur Aðfangadagur, við fórum upp í kirkjugarð um fjögurleitið og kveiktum á nokkrum friðarkertum, það gekk svona upp og ofan að fá þau til að loga en alverst voru þó tólgarkertin. Það er sennilega ástæðan fyrir því að það var byrjað að nota vax í kerti en ekki tólg ;).
Eftir kirkjugarðsferðina var haldið áfram að stússa í mat taka jólabaðið og dressa sig upp fyrir matinn. Við vorum með Kalkún og Svín og tókst það bara nokkuð vel ;).......
Eftir voru svo pakkarnir opnaðir og var mikið um fallegar gjafir. Um ellefuleitið var svo kíkt niður í Mímisveg til Kalla þar var allt á fullu og nóg að gera við að setja saman leikföng fyrir Bjarka Fannar ,).
Í dag sváfu svo allir fram að hádegi, ég harkaði mér í að setja upp viftuna sem við fengum frá mömmu og pabba og var það akkúrat tilbúið þegar flautað var til jólaveislu í Mímisveginum, þar var öll fjölskyl...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skötuveisla::..
Það má segja að dagurinn hjá mér hafi byrjað á skötuveislu, eða það var ekki langt frá því. Við vorum öll mætt niður til Gunna og Dísu í Þorláksmessuskötuna í hádeginu, ekki klikkuðu þau skötuhjú á skötunni þetta árið frekar en áður, en hún var með sterkara móti núna og ekki hollt að vera mikið á innsoginu yfir skötufatinu.
Eftir matarboðið fórum við heim og þá tók Jólaundirbúningurinn við, Guðný var náttúrulega að þrífa og þvo þvott og eitthvað fleira sem fylgir þessu jóla jóla ;).
Um sexleitið skutlaði ég svo Óla inn á Akureyri og sótti Árna Finns í leiðinni, við kíktum aðeins í Glerártorg og svo aðeins í göngugötuna en það var frekar kalt og fátt fólk á ferli, allavega miðað við dagsetninguna...............
Svo var brunað út á Dalvík, það var hált en ekkert til að væla yfir og geystist súbbinn þetta eins og ekkert væri. Maður tók varla eftir því að það væri hált fyrr en þeir komu með einhverjar aðvaranir í útvarpinu en þá var ég komin heim.
Það mætti mé...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Tiltekt::..
Jedúddamía Guðný er búin að vera á fullu við tiltekt í allan dag og nú er búið að glans pússa kofann frá kjallara og upp úr, ég kom mér náttúrulega undan tiltektinni og heimsótti nágrannann ;). Hann átti líka að vera að taka til en í sameiningu tókum við til í tölvunni hans, eða réttara sagt fundum við forrit til að sjá um tiltektina fyrir okkur :).
Það var komin svo mikill snjór í planið hjá okkur að ekki var annað ráð en að hringja á skurðgröfu til að sjá um það verk, þeir voru mættir eldsnemma í morgun og hreinsuðu planið svo nú er hægt að setja bílinn inn.
Eftir kuldakast undanfarinna daga þá er komin hláka og var hitinn komin upp í 4°C í kvöld.
Seinnipartinn fór ég niður í kjallara og náði í Jólatréð það tók smástund að setja það saman og nú biður það eftir skreytingunni, en samkvæmt hefðinni þá verður það gert annaðkvöld og eru það krakkarnir sem sjá um það.
Ég smellti inn mynd af trénu eins og það er núna og svo er aldrei að vita nema það k...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vake up::..
Það var frídagur á blogginu í gær ;) en nú á að reina að bæta ykkur það upp.
Gærdagurinn var svona melló, og var eins og mætti orða það rólegheitadagur.
Óli kærastinn hennar Hjördísar kom seinnipartinn og svo kom Kalli aðeins í gærkvöldi.
Kalli hitt vel á því ég var á ferðalagi um Grænland í tölvunni og fórum við þorp úr þorpi frá Ittoqqortoormiit til Qaanaaq en þetta var hin fróðlegasta ferð og víða var mikið af myndum til að skoða, ég mæli með statgreen.gl sem byrjunar tengil á Grænland og þá má ferðast þorp úr þorpi með því að smella á punktana á Grænlandskortinu......svo ég segi.......Góða ferð..:)
Ég var lengi á fótum í gær og vaknaði seint í dag, mér virðis ákaflega auðvelt að snúa sólarhringnum við og er mikið næturdýr.
Við Guðný fórum svo í bæinn í dag að versla inn fyrir jólin, við fórum bara tvö svo þetta tók fljótt af. En mikið rosalega var margt í Glerártorgi ,), við stoppuðum stutt þar kíktum aðeins í Rúmfatalagerinn og keyptum okkur kolla og e...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Litlujólin::..
Dagurinn byrjaði á að keyra Einar Má á litlujólin í skólanum, svo sótti ég pakkana frá Hönnu Dóru á pósthúsið, pakkarnir frá henni fá einhverja flýtimeðferð hjá Samskipum ;).
Kalli fékk svo bílinn lánaðan inn á Akureyri en við vorum bara að stússast heima.
Það er ekki hægt að kvarta yfir því að Jólasnjórinn sé ekki kominn því hér er bara ansi mikill snjór í augnablikinu.
Ég ætlaði að taka mynd af snjónum og húsinu í dag en ekki vildi betur til en svo að myndavélin var akkúrat batteríslaus þegar ég var komin með hana út á götu, en það er bara ég ;). Smellti batteríinu í hleðslu og það verður að bíða betri tíma.
Það er búið að vera ótrúleg leti í mér að setja inn myndir á síðuna mína, ég ætla alltaf að fara að vera duglegur og uppfæra að einhverju viti en svo verður aldrei neitt úr neinu ;(.
Ég spjallaði ansi lengi við Mömmu í dag, og ekki er annað að heyra en að þau blómstri i garðinum. Mér finnst að vísu vera fulllangur vinnudagurinn hjá pabba en það er ka...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Copy....Paste::..
Hvar er eiginlega frumleikinn í okkur ? Ég var að vafra á netinu þegar ég rakst á vísun á “tenglasíðuna mína”, þegar síðan poppaði upp þá kannaðist ég við ansi margt en fannst eitthvað hafa farið úrskeiðis og hugsaði Fuck!! hvað er að gerast er síðan mín komin í gráfíkjur. Þegar betur var að gáð þá var þetta bara alls ekki tengt á mig.
Com on!!!! Ekki dytti mér í hug að afrita þetta svona beint og bæta svo svona kauðalega inn aukatenglum eftir á................................dæmi hver fyrir sig ;).
..:: Mín tenglasíða ::..
..:: Sú Klónaða ::..
Ég er svo sem ekki hissa á því að heimurinn hafi verið hræddur við klónun ef þetta er útkoman ;). Þetta er hálfgert Chernobil afkvæmi ;).
En kannski á maður bara að hafa gaman af þessu og vera ánægður með þetta, en samt fannst mér þetta sorglega afskræmt og var ekki hlátur í huga...........yfirleitt á ég nú samt auðvelt með að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni :)
Úbbs komin miðnótt og ég ekki farin að sof...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Hvað fékkstu í skóinn?::..
Vaknaði fyrir allar aldir til að kíkja í skóinn, en það var ekkert í honum ekki einu sinni kartafla. Það verður að segjast að ég var svolítið svekktur út í Bandaleysi jólasvein fyrir þessa yfirsjón, en það var betra að fá ekki neitt frekar en að fá Kartöflu ;)............
Fórum í bæinn(Akureyri) í morgun til að kaupa jólagjafir, en sá þáttur er búin að sitja á hakanum hjá okkur og nú varð að taka á þeim málum svo að við endum ekki í gini jólakattarins. Ég þurfti líka að hitta Hemma vin minn hjá HGV veiðarfærum ;) Hemmi er alltaf með eitthvað nýtt á takteinunum og tilbúin að spá í hlutina með manni.
Það teygðist aðeins úr bæjarferðinni og vorum við ekki komin út á Dallas fyrr en um fjögur. Þá var undirbúningur laufabrauðsgerðarinnar í algleymingi hjá Kalla svo við tæmdum bílinn og brunuðum í gleðina.
Þar var svo skorið og steikt á fullu og tóku allir laukar fjölskyldunnar þátt í gleðinni ;).
Ég svindlaði aðeins þegar ég lenti í hörku Ýsuveiði í...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Magaverkur og skita::..
Það ætlar aldeilis að hanga í þessari magakveisu minni, og ég sem hélt að ég væri komin á beinu brautina í gær.
Í gærkvöldi var belgurinn á mér eins og nuddpottur og ólgaði allur pakkinn með tilbehör ;).
Sem sagt ég er búin að vera tíður gestur hjá Gústafsberg í dag ,) en allt í góðu eins og Þórhallur miðill orðar það svo skemmtilega.
En ég hafði mig þó uppeftir til Gumma í morgun til að hjálpa honum að koma hillu niður í kjallara, fór báðar leiðir á þess að skíta á mig sem má flokka undir afrek miðað við maga og þarmastarfsemina. En galdurinn er að kjaga árfam með samanklemmdar rasskinnar og passa sig á því að hósta hvorki né hnerra ,).
Guðný brá sér í búðina og keypti LGG+ að beiðni sjúklingsins, þetta galdraseið á víst að virka vel við magaóþægindum og í einfeldni minni þá trúi ég því og vældi húsmóðurina af stað :).
Og jóla jóla . Pakkarnir úr Garðinum og Kópavoginum komu ídag, krakkarnir ljómuðu eins og sólir yfir öllum þessum pökkunum. Samk...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Kertaveisla::..
Í morgun þegar ég opnaði glyrnurnar var þetta gaddgrindarfrost sem geisaði á Norðurlandi í gær gengið yfir og komin asahláka. Eftir morgunteið fór ég með ruslið sem gleymdist óvart i öskutunnunni hjá okkur þegar aðrir bæjarbúar voru þjónustaðir ;(. Að ruslaleiðangrinum loknum skrapp ég aðeins inn á Akureyri í smá stúss með Kalla en við stoppuðum stutt.
Þegar við komum til Dalvíkur aftur þá kom ég við uppí kirkjugarði og kippti heim útikerti sem ekki vildi loga í á laugardaginn, ég fór með kertið heim bræddi úr því mesta snjóinn og þurrkaði. Svo vætti ég aðeins kveikinn í tjöruhreinsi og svo var brunað með kertið upp í garð aftur. Það logaði núna en eitthvað hefur efnasamsetningin raskast við olíuhreinsiskveikinn því að það logaði full mikið, og ekki bætti úr skák þegar rigndi ofan í sjóðandi heitt vaxið. Hún Helga mín hefur örugglega skemmt sér konunglega yfir þessu kertabrasi mínu, en þetta var eins og með Emil í Kattholti “Þetta átti ekki að fara svona” þetta ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Snjór snjór snjór::..
Það er kalt á dalvíkinni í dag og frostið fór niður í -13°C.
Ég þurfti að moka planið í dag til að koma bílnum inn í hlýjuna en það var það kalt að ég tók bara mesta kúfinn af þessu og tók svo restina á ferðinni ;).
Ég er búin að vera að drepast í magakveisunni og var á tímabili síðastliðna nótt eins og ég hefði gleypt rjómasprautuhylki sem svo hefði tærst í sundur í belgnum á mér.
Já það var með ólíkindum gasmyndunin ,) þessu fylgdi náttúrulega bölvaðir verkir og var ég orðin ansi pirraður á þessu. En þetta hlýtur að ganga yfir eins og önnur óværa.
Í kvöld voru svo Ingunn Kalli Ninna Gummi Soffía Kalli Brynja og Bjarki i mat hjá okkur, ég ætlaði að fasta í dag samkvæmt sjálfshjálpsnarráði við iðrakvefi ú heimilislækninum. En gat ómögulega stillt mig og tók sénsinn á að gúffa í mig, ég vona að mér verði fyrirgefin yfirsjónin ;).
Bæn um fyrirgefningu
Góði Drottinn Guð, ég ætla að gera eins og þú vilt og fyrirgefa öllum eins og þú fyrirgefur mér.
...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Útför Helgu ::..
Dagurinn heilsaði okkur með kafaldsbyl og fannkomu, ekki beint veðrið sem við hefðum óskað okkur á útfarardeginum hennar Helgu, en við því var lítið að gera.
Við fórum upp í kirkju um hálfeittleitið og byrjaði athöfnin klukkan hálftvö.
Athöfnin einkenndist af miklum söng og tónlist og var meðal annars þetta lag sungið.
-Rósin-
Undir háu hamrabelti
Höfði drjúpir lítil rós,
þráir lífsins vængja víddir,
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan,
hjartarsláttin, rósin mín,
er kristaltærir daggardropar
drjúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað.
Krjúpa niður, kyssa blómið,
hversu dýrlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað,
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
Mér hefur alltaf þótt jarðarfarir sorglegar athafnir, en þetta var mjög falleg athöfn.
Og ekki vantaði blómin sem bárust, ég hugsa að Helga hefði kunnað að meta öll þessi blóm þót...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Betra seint en aldrei::..
Ég hafði mig bara ekki í að klára bloggið sökum anna en betra er seint en aldrei!.
Ég fór inn á Akureyri um tvöleitið með björgunarsveitarbílnum til að ná í kistuna og fara með hana út í kirkju, í framhaldi af því var lítil bænastund í kirkjunni.
Í dag kom Jóna Lind systir Guðnýjar og maðurinn hennar keyrandi frá Ísafirði, þau kíktu aðeins í heimsókn í kvöld.
Það er ekki sérstakt veðurútlit fyrir morgundaginn en við vonum það besta, það má ekki gefa upp vonina.
Oft er hún vonin eina haldreipi okkar í lífinu.
Megi friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, varðveita hjarta ykkar og hugsanir.
Þetta verða lokaorðin í dag.............
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Frummaður::..
Ég gleymdi alveg að minnast á að í gær blossaði upp í mér frummaðurinn og kafaði ég djúpt í iður frystikistunnar og gróf upp hákarlsbita sem mér áskotnaðist fyrir austan í haust þegar mamma og pabbi voru borin út ;).
Já agalega langt síðan ég hef smakkað hákarl ummm namm, en ég var bara einn um þennan áhuga á fornmetinu á ægisgötu sex, þ.e.a.s fyrir utan Árna sem var í heimsókn ,).
Hvað um það þar sem hákarlinn var frosin þá var ekkert annað í stöðunni en að skera hann niður í teninga setja í krukku og bíða morguns, hann er alveg bragðlaus frosin ;).
Nú svo fórum við og leigðum okkur myndina “Nói albinói” sem mér fannst alveg frábær.
Ef þið eruð ekki búin að sjá hana þá mæli ég með að þið verðið ykkur úti um hana....
Þegar ég svo vaknaði í morgun þá var mitt lán í óláninu að salernið var ekki upptekið.
Ég var með svona líka agalega steinsmugu með tilheyrandi innantökum og vanlíðan.
Heppnin í mér að vera ekki kvefaður, því ég er ekki viss um að ég hefði m...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Auma::..
Nú er það aumt, haldið þið ekki að ég þurfi að blogga á gamla hólknum ;).
Það er allt komið á kaf í snjó hjá okkur hérna á Dalvík, snjóruðningstækin eru búin að vera á fullu í allan dag, brúmm brúmm.
Þetta er að vísu soltið jóló en maður er með í maganum yfir því að bílaplanið verði ófært, hugsið ykkur ef maður þyrfti að skafa snjó og klaka af bílnum á hverjum morgni. Moka tröppurnar tvisvar á dag ca eina smálest í hvort skipti ;).
Oj oj það má bara ekki gerast, ég meika það ekki að hokra krókloppinn fyrir utan gaddfreðna blikkbeljuna með gluggasköfuna.
Og eiga svo eftir að sitja helfrosin inni í henni áður en hún volgnar svo maður sjái út ;).
En það þarf ekki að hafa áhyggjur af þessu því að Siggi stormur var að spá hláku þegar líður á vikuna. Og ekki lýgur stormurinn ;).
Læt þetta nægja núna.
Megi englar guðs vaka yfir ykkur hvar sem þið eruð.............
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
.::Frídagur::..
Sökum ytri aðstæðna þá fór bloggið mitt út um þúfur í gær, en þetta á nú kannski frekar að vera til gaman heldur en kvöð. Svo að frí og veikindadagar eru ótakmarkaðir ;).
Gott að vera í vinnu hjá mér ;)...............
Ég keypti mér netkort og nýja örgjafaviftu í gamla hólkinn seinnipartinn í gær, þegar heim kom var svo garmurinn hlutaður í sundur til að auðvelda aðgengi að innviðunum.
Svo var netkortinu þjösnað í raufina (Passaði frekar illa) og viftan skrúfuð á kælinn.
En djö maður nýja viftan var nærð með þremur endum en sú gamla hafði látið sér duga tvo enda, eftir smá pælingu var töngin og vasahnífurinn dregin fram endarnir afeinangraðir og snákarnir snúnir sama ,). Aukaendinn var látin lafa laus, svo var bara að hleypa straum á loka augunum og vona það besta. Viti menn viftukvikindið snérist svo að þessi aukaendi virðist hafa verið óþarfi ;) he he.
Nú var bara að einangra endana og skrúfa lokið á.
Svo setti ég gömlu tölvuna upp í tölvusetrinu okkar og te...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..:Stjörnuljósasería::..
Það er varla hægt að segja að ég hafi dregið á mér rassgatið út úr húsi í dag ;(.
Þó drattaðist ég út í kvöld og hengdi upp stjörnuljósaseríu í öspina sem er norðan við húsið.
Svo klístraði ég einni seríu í stofugluggann, einni af þrem ,) en þar sem sogskálarnar voru uppurnar þá verða hinar seríurnar að bíða morguns.
Kippti ISDN kortinu og örgjafaviftunni úr gömlu tölvunni, en á morgun ætla ég að kaupa nýja viftu og netkort í gamla hólkinn og koma henni af stað.
Nýi routerinn getur tekið fjórar vélar og þar sem alltaf er biðröð í nýju tölvuna þá verður að bregðast við aukinni eftirspurn og henda upp annarri vél ,).
Í gærkvöldi las ég svo í gegn um dagbókina sem Einar afi hélt árið 1947 og hafði gaman af. Ég man ekkert eftir afa enda var ég bara grislingur þegar hann dó, en þessi lestur gaf mér aðeins innsýn í það líf sem hann lifði.
Læt þetta duga í dag.
Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og vermda fyrir öllu vondu og ljótu, okkur veitir víst e...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Labbitúr::..
Kúrði fram að hádegi í dag ;).
Eftir að vera búin að lepja ofan í sig nokkra bolla af tetley fékk ég mér labbitúr upp á dal.
Ég pjakkaði upp að brúnklukkutjörn sem var ísi lögð, ég hafði samt ekki kjark í að prufa styrk íssins enda nokkuð langt að labba rassblautur heim ef illa tækist til ;).
Eftir labbitúrinn fór ég að gramsa í bókakössunum sem pabbi og mamma sendu mér í sumar, þar kenndi ýmissa grasa.
Gömul dagbók eftir Einar afa síðan 1947, þar sá ég að hann hafði haft 70krónur á dag í laun meðan hann var að gera M/S Lív klára á Akureyri en þangað fór hann sem 1.vélstjóri.
Marz 1947.
Fimmtudagurinn 13.
Byrja að vinna við M/S Lív. Í skipið kemur ný aðalvjél 155-180 h.k Atlas Impesíal. 4.cílendra fjórgengis Dísel ljósavjél 7h.k Lister dísel 4k.v dínamó og loftþjappa.
Nýjir 2. neysluvatnsgeimar ca 1 ½ tonn
Vinna 8tímar.
Þetta þykja ekki stórar tölur í dag þegar aðalvélar skipa eru komnar upp í 11.000h.k ljósavélar hlaupa á þúsundum kw sem svo er hægt...