..::Út og suður::..
Síðasti laugardagur fór í ferðalög hjá mér, ég byrjaði á Dalvík og endaði í Boston ;).
Á sunnudeginum hélt ég svo áfram og komst til Nýfundnalands í tveim leggjum....
Mánudagurinn fór í ýmislegt snatt í dollunni eins og gengur og gerist þegar þessar dósir liggja í landi.... t.d var landað í tveim áföngum, og lauk seinni hálfleik 05 aðfaranótt þriðjudags.........
Það var nánast allt orðið klárt á hádegi á þriðjudag en það var að koma mannskapur frá Lettlandi og ekki var gert ráð fyrir honum til Nufy fyrr en aðfaranætur miðvikudags svo vantaði okkur bolta fyrir hleraskóna sem koma áttu með flugi, þetta endaði með því að við komumst ekki af stað fyrr en klukkan sjö á miðvikudagsmorgun..........
Við vorum ekki komnir út á flæmska fyrr en klukkan 15 í dag en það var klukkutíma sirkus áður en draslið hafðist í botn.
Já ég var alveg búin að gleyma hvað er gaman í Lettneskum sirkus, ég fékk meira segja að kynna atriðin í kallkerfinu, en það voru samt smá misbrestir á ...
Færslur
Sýnir færslur frá ágúst 3, 2003