
..::Fer þessu ekki að ljúka??::.. Bíddu nú við er ekki árið 2006 ?? nei ég bara hélt að hengingar hefðu aflagst einhvertímann fyrr á öldinni, en ég hef greinilega haft rangt fyrir mér þar. Já þeir hengdu Saddam síðastliðna nótt og þetta var sýnt í sjónvarpi út um allan heim, sem mér finnst frekar ógeðfellt. Ekki skilja þetta svo að ég telji Saddam einhvern engil, langt frá því, en mér fannst hann samt sleppa vel frá þessu, það hefði frekar átt að láta hann kveljast í fangelsi þangað til hann dræpist úr elli. Svo er það líka spurning hvort það hefði ekki átt að hengja einhverja fleiri fyrst það þurfti nú endilega að fara þessa leið, mér er nefnilega sagt að það sé mun meiri eymd í Írak núna en nokkru sinni fyrr, og einhverstaðar hef ég heyrt tölur um 5-600.000 óbreyttir borgarar í Írak séu fallnir í þessum stríðsleik fjölþjóðahersins. Ég held að þetta séu tölur sem maður skilur ekki og nær engan vegin að átta sig á umfanginu, þetta er eins og það væri búið að slátra allri Íslensku þjóð...