..::Fló á skinni::...
Skítabræla aftur í nótt en eitthvað skárra undir hádegi, verst hvað hann er búin að ná upp miklum sjó, dollan ólmast eins og fló á skinni ;).
Þetta er napurleg vist að velkjast um í svona smáskóhorni en það yrði fljótt að gleymast ef svo ólíklega vildi nú til að maður fengi eitt af þessu nýju stóru skipum undir rassgatið, já það má alltaf láta sig dreyma. Segja ekki spekúlantarnir að dagdraumar séu nauðsynlegir öllum, líklega er það rétt hjá þeim. Ég hef alla vega ekki enn hitt neinn sem ekki á sér einhverja drauma ;).
Það er alltaf nóg að hugsa um á þessum útflöggunardósum, maður verður að vera pabbi mamma og bróðir ef því er að skipta, það koma upp allskyns mál sem reynt er að leysa eða greiða úr eftir fremsta megni, oft eru þessir drengir búnir að fá alveg nóg enda er þeim oft nauðgað til að vera mun lengur um borð en þeir kjósa sjálfir. Já maður hélt nú að það væri flestum meir en nóg að vera sex mánuði að heiman en þessum prelátum sem sjá um mannaskipt...
Færslur
Sýnir færslur frá desember 28, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Bræla::.
Það er búin að vera drullubræla á okkur síðan í gærmorgun og agalegur veltingur, ég er viss um að ef ég hefði sett kartöflu í kojuna mína í gærkvöldi þá hefði hún verið skræluð í morgun ;). Aflinn ver engin í gærkvöldi svo við kipptum í austurkantinn í nótt og köstuðum þar um miðja nótt. Í morgun var svo ekkert veiðiveður lengur svo trollinu var kippt inn og haldið sjó fram yfir hádegi, þá fannst okkur veðrið aðeins skárra og gusuðum druslunni út og ætluðum að hjakka norðvestur en þá var fyrst trollið óklárt og svo bakstroffurnar á öðrum hleranum svo að við vorum búnir að snúa við þegar draslið var orðið klárt. Ég nennti nú ekki að reyna að ná dollunni upp í kvikuna svo við skutum þessu bara suðaustur upp á von og óvon, það er svo sem lítil veiðivon í þessum skakstri og ódrætti en við verðum að reyna ekki þýðir víst neitt annað. Við Toni erum búnir að liggja yfir veðurkortunum og okkur sýnist að það gæti farið að rætast úr þessu veðrahreti en það er ekkert í hendi með það...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Gleðilegt ár::..
Jæja þá er gamla árið að baki og nýtt og vonandi betra ár í uppsiglingu, við þetta tækifæri ætla ég að óska ykkur öllum gleði og hamingju árs. Það fór ekki mikið fyrir Áramótastemmingunni hjá okkur hérna, við vorum samt staddir í borðsalnum þessir þrír Íslendingar sem hér eru og óskuðum við hver öðrum gleðilegs árs með handabandi. Hér var ekkert skálað og engum flugeldum skotið upp enda ekki til siðs að skjóta upp flugeldum til sjós ;). Við köstuðum trollinu í gærkvöldi um tíuleitið í gærkvöldi og kipptum upp restunum af kvótanum sem við áttum á vesturbakkanum áður en haldið var á þúfuna. Það eru fá skip á hattinum núna ætli þau séu ekki sjö með okkur og kannski mætti orða það að það væru sex skip og einn bátur ;). Nýja árið fagnar okkur með brælu en það eru átta vindstig og bræluskítur hérna núna, við erum komnir inn í hólfið sem opnaði á miðnætti en hér er því miður lítið af rækju og þeir sem hérna eru með okkur láta illa af sér svo að við eigum ekki von á miklu...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vesen::..
Það kom aldrei til að flaggarinn minn þyrfti að færa Arnarborgu og segja má að það hafi verið miður. Arnarborg ákvað að færa sig sjálf og það með látum.
Þegar hún loksins fór í gang þá héldu henni engin bönd og sleit hún af sér alla enda og þeyttist yfir höfnina á fullu gasi, endaði sú för með miklu BANG á hafnargarðinum hinu megin í höfninni. Svo driftaði hún rólega út í höfnina.
Ég rak mína menn í að setja í gang og fór björgunaraðgerð tvö á fullan sving, það tók stuttan tíma að koma í gang og sleppa hjá okkur og vorum við fljótlega komnir að Arnarborgu þar sem við hengdum hana á síðuna til að koma henni upp að bryggju.
Mölluðum við svo með hana upp að bryggjunni þar sem hún hafði keyrt á,þar var komið múgur og margmenni en þeir harðneituðu að taka við endunum og vildu greinilega ekki fá skipið á þennan kaja. Mér fannst þetta með endemum vitlaust enda var verið að bjarga skipinu frá því að reka upp i fjöru, en það var ekki möguleiki að fá þá til að taka viðendunum s...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ferðalag::..
Jæja þá er maður loksins komin til Bay Roberts eftir frekar leiðinlegt ferðalag.
Ég er búin að vera að drepast úr einhverri flensu svo að heilsan hefur ekki verið upp á marga fiska, en ég hef keyrt á verkjatöflum svo að þetta er ekki alslæmt.
Ferðin suður gekk vel og var –10°C bæði á Akureyri og Reykjavík daginn sem ég fór en upp úr því fór að hitna.
Ég hitti mömmu og pabba örlitla stund uppi á flugvelli áður en ég tékkaði mig inn, þau voru að nesta mig með lesefni og smella á mig einum áður en ég lagði upp í ferðalagið.
Það var smá seinkun á Boston vélinni en ekkert til trafala, og vorum við lent upp úr fimm á staðartíma. Við Valli fórum beint upp á hótel en Toni fór með dóttur sinni hennar manni og þeirra börnum eitthvað upp í bæ, þau búa í USA og komu keyrandi til að hitta karlinn fyrst hann var á ferðinni.
Við tékkuðum okkur inn og leist mér ágætlega á herbergið sem ég fékk, ég tók strax eftir smá lekabletti í loftinu en spáði ekki meira í það.
Við Valli fór...