Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 26, 2007
Mynd
..::Handfrjáls búnaður ;)::.. Já það fylgja starfinu ýmsar álögur ;), allur gærdagurinn fór t.d í að hjálpa vélstjóranum og rafvirkjaum í að koma Ulstein autotroll tölvunni af stað, en það er með hana eins og svo margt sem eldist hún bara gafst upp. En með einstaklega notendavænum húsráðum frá Steina þá náðist að nudda lífi í þessa útdauðu risaeðlu sem þetta autotroll er ;). Vonandi lifir þetta svo fram að næsta slipp en þá vona ég að það fari á safn sem minning og forna tíma og nýr og betri búnaður taki störfum Ulstein gamla. Já annars er staðan sú að við liggjum á legunni í Nouadhibou og löndum, vonandi líkur því í nótt og þá náum við nokkrum veiðidögum fyrir mannaskiptin. Við erum að fara heim í frí, og ég held að við yfirgefum Máritaníu þriðja sept og förum þá til Fuerteventura þar sem við stoppum til að frostverja okkur aðeins áður en við fljúgum heim á leið mót farfuglunum sem nú eru í óðaönn að yfirgefa klakann. Annars er ekki mikið annað að segja. Vona að Guðs englar vaki yfir ...