Færslur

Sýnir færslur frá október 12, 2003
..::Home::.. Síðastliðinn mánudagsmorgun yfirgaf ég Erluna í dokkinni og lagði af stað heim í frí. Vegna væntanlegs fellibyls flýttum við fluginu til Halifax og fengum einnig fluginu til Boston breitt svo að stoppið í Halifax var lítið. Í Boston þurftum við svo að bíða í 7klst ;( það var lítið að gera annað en að vafra um í flugstöðinni. Við Júri fengum okkur að éta og fengum brimsalta súpu og kjúklingafingur á eftir, svo var hangið og beðið eftir brottförinni. Þegar við komum út í vél var súpuhelvítið farið að segja til sín og þorstinn var eins og maður hefði verið tíndur í eyðimörkinni í viku ;), en það var sem betur fer nóg af vatni í vélinni ;). Flugið heim gekk einstaklega vel og vorum við ekki nema 3:50min frá Boston til Keflavíkur. Ég tók svo rútuna í bæinn og fékk Magga til að’ sækja mig upp á Loftleiðir, ég fundaði svo aðeins með Magga og Viðari fram undir hádegi. Klukkan 13:00 var ég svo komin út á Reykjavíkurflugvöll tilbúin í síðasta áfangann, þá þurftu þeir endilega