Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 4, 2007
Mynd
..::Gengin upp ad hnjam::.. Maettum i morgunmat um hafl tiu i morgun og guffudum i okkur kraesiingunum, en tad tarf ekki ad kvarta yfir ad tad se ekki nog urval i mat og drykk, eg er samt hissa a ad tad se bodid upp a vodka og freydivin i morgunverdarbordinu, en tetta er greinilega til komid vegna tess ad einhverjir vilja tetta, eg sleppti samt sterku drykkjunum og let naegja te og appelsinudjus. Eftir morgunmatinn fengum vid okkur svo rolt, eg byrjadi ad kaupa inneign a simann, madur er odrin eins og unglingarnir hehe, en svo roltum vid strondina a enda i goda vedrinu. Eftir standhoggid var stefnan sett upp i bae tar sem vid doludum um i rolegheitunum og kiktum i budir, tarna voru miklu skemmtilegri budir en nidri i bae, budir sem minntu a kaupfelagid a Borgarfirdi Eystra, allt fra saumnalum til verkfaera og allt tar a milli, virkilega gama ad koma i svoleidis budir. Tegar gangan for ad taka i settumst vid nidur a einhverjum utiveitingarstad og fengum okkur pitsu, tarna var gott ad si
Mynd
..::Komin til Palmas::.. Jaeja ta er madur komin i tolvu aftur en tad verdur nu frekar skritid malfarid tar sem islenskt lyklabord er ekki a bodstolnum og svo er windowsinn a spaensku, meira ad segja ta kemur bloggsidan min upp a spaensku i tolvunni, en nog um tad. Gaerdagurinn var agaetur og setti Sjoli okkur i land upp ur tiu, tad er alltaf jafn athyglisvert ad koma til Maritaniu, og madur veltir fyrir ser a hverju tetta folk lifir. Ekkert nema sandaudn og ekki beint busaeldarlegt, en samt er margt sem gledur augad og alltaf er haegt ad sja eitthvad nytt og skemmtilegt, i thetta skipti vakti tad mesta undrun mina ad sja mann med belju i bandi, tad var kannski ekki svo merkilegt fyrir adrar sakir ad bandid var i odrum afturfaetinum a beljunni sem haltradi a undan eigandanum, ekki hef eg hugmynd um af hverju madurinn hnytti tarna i beljuraefilinn en svona var tetta nu samt, beljugreyid var svo grindhorud ad tad matti telja i henni oll rif, tad var eins og skinnid hefdi verid strekkt yf
..::Morgunstund gefur gull í mund::.. Jæja þá er komið að því ;), ég átti eitthvað erfitt með að sofa í nótt og nennti ekki að velta mér lengur klukkan sex í morgun og staulaðist á lappir. Sjóli er að koma að okkur og tekur okkur yfir í birtingu sem er svona um hálfátta. Ég veit ekki hvernig þessu bloggi mínu reiðir af næstu daga en ég reyni samt að henda einhverju bulli inn við tækifæri ef ég kemst í tæri við tölvu. That´s it for to now. Gangið á Guðsvegum.........................
Mynd
..::Ég fer í fríið::.. Jæja þá er síðasta vaktin í bili að renna út og fríið framundan, í fyrramálið kemur Sjóli að sækja okkur og kemur okkur til Nouakchott þaðan sem við fljúgum. Líklega verður flugið upp úr hádegi ef allt gengur eftir planinu. Dagurinn í dag hefur ekki verið upp á marga fiska réttilega orðað, en samt ekki alslæmur heldur því hér hefur engin soltið og öllum líður vel. Það er komin smá spenna í okkur félagana sem erum að fara heim, en ég er samt ótrúlega spakur yfir því, er t.d ekkert byrjaður að rusla mínu drasli saman geri það bara eftir vaktina :). Af Vírus er allt gott að frétta og hann blómstrar hérna hjá okkur, ég held að ég geti verið sammála Gumma þegar hann sagði “hver lætur svona kött frá sér” en greyið litla er alveg ótrúlega góður. Í kvöld kúrði hann í fanginu á mér þangað til að ég varð að fara að hífa, þá setti ég hann á dýnuna sína og breiddi yfir hann “en honum þykir agalega gott að kúra undir teppi” það var bara höfuðið sem stóð útundan teppinu, þa
Mynd
..::Gott er að geta slakað á::.. Þau eru misjöfn viðfangsefnin sem maður tekur að sér og hreint ekki öll fyrirsjáanleg, en ég er bóngóður maður og vill reyna að greiða götu allra sem ég get, mottóið er að koma fram við aðra eins og ég vil að þeir komi fram við mig. Hvað sem því líður þá fékk ég merkilegt viðfangsefni í kvöld sem vefst örlítið fyrir mér að leysa, en málið er þannig að í spjalli mínu við einn skipstjórann á bleyðunni í kvöld kom upp beiðni frá honum um að minnast á það á blogginu hvað hann væri mikill fiskimaður, auðvitað vissi ég að hann væri mikill fiskimaður, það þurfti svo sem ekki að fara í grafgötur með það, en honum finnst líklega þetta blogg mitt vera rétti vettvangurinn til að koma þessum einstöku hæfileikum á framfæri við heimsbyggðina. Ég get ekki sagt annað en að mér þyki vænt um hvað hann ber mikið traust til mín sem auglýsanda, auðvitað hefði ég viljað vera búin svona hæfileikum en það er ekki á allt kosið. Umræddur aflaskipstjóri er Færeyingur, frístundafj
Mynd
..::Gangnamaður::.. Gærdagurinn var allur niður á við hehe, ef farið er eftir landakortinu, en við vorum að þoka okkur suður á bóginn og í morgun vorum við komnir suður undir Osló. Það er ekkert öðruvísi hérna en á öðrum veiðislóðum allt hefur þetta sín nöfn sem síðan eru notuð sem kennileiti þegar menn tala sín á milli. Osló er gjá í landgrunnskantinum sem kannski lítur út eins og Oslófjörðurinn og dregur líklega nafn sitt af honum. En hvað um það, hérna er allt á fullu í betrumbótum, Reynir er á fullu við að kenna félögunum að leggja flísar, ekki ráð nema í tíma sé tekið því við erum jú að fara heim í frí þann sjöunda og þá er betra að þeir sem eiga að sjá um áframhaldandi flísalögn sé búnir að læra réttu handtökin ;). Vírusi líka vistin betur og betur og er hvers manns hugljúfi, enda með eindæmum blíður og góður kisi. Ég orðaði það við einn vin minn skipstjóra á bleiðunni hvernig honum litist á kisa, því ég frétti að hann hefði verið gestur á blogginu, einn af þessum sem ekki kvitta