26april 2003 og akkúrat 60ár síðan mamma fæddist ,).
Já þetta er merkisdagur í lífi mömmu og verst að geta ekki verðið heima á Eskó til að halda upp á áfangann. “MUTTA til HAMINGJU með DAGINN”.
En það er alltaf eins með alla þessa stórviðburði , maður virðist alltaf vera úti á sjó, (í friði og ró) eins og þeir á Kleifanum syngja á disknum sínum.
Taka tvö á þessum drottins degi byrjaði í fyrra fallinu hjá mér en við sátum fastir á rassgatinu klukkan 9 í morgun og Steinríkur ræfilinn hafði aldrei fest áður, svo að hann vissi ekkert hvað var í gangi, “something happend” sagði karlræfillinn mjóróma þegar ég kom upp og var mest hissa á því að ég skyldi vera komin upp.
En þetta var ekkert alvarlegt og við losnuðum fljótlega úr faðmlögunum við botninn. Kipptum trollinu upp og skoðuðum það og renndum því svo út aftur.
Þá fyrst gat Steinríkur strokið svitann af enninu, en hann varð voðalega skelkaður ,) en þetta var ekkert til að hafa áhyggjur af og tók hann gleði sína á ný enda nálgaðis
Færslur
Sýnir færslur frá apríl 20, 2003
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Sól og bongó blíða á hattkúlunni annan dag sumars, okkur til gleði og ánægju.
En rækjukvikindin mættu vera liðugri inn í trolldrusluna okkar, þó má víst ekki vanþakka það sem fæst og Steinríkur stóð sig með ágætum síðastliðna nótt.
Við erum líka nokkuð ánægðir með nýja vindlinginn(veðurfræðinginn) því að hann teiknar svo falleg veðurkort handa okkur, og í dag setti hann stórt H yfir Nufy og þúfuna, við lofum Guð fyrir nýja vindlinginn.
Í dag höldum við okkur syðst í austurkanti og hér er fámennt en góðmennt og ekki eru skipin að flækjast fyrir okkur á þessum blettinum, maður mætir Ottó mesta lagi 2svar á sólarhring, á þeim bæ er af nógum sögum af að taka enda er Skipperinn þar sigldur maður og hefur a.m róið til fiskjar frá landi Svartlingjahausanna í suðaustri.
Það er allt kolvitlaust inni í Nufy því að það var kippt af þeim öllum þorskkvótanum í annað skiptið síðan 93. Það ætlar ekki af þessu fólki að ganga, það er ekki langt síðan þorskveiðar voru leifðar aftur undan ströndum
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Þá er sumarið komið eftir tímatalinu og veturinn farin og kemur aldrei aftur, ekki síðasti vetur ;).
Þegar maður spólar til baka í huganum þá poppar upp minningar brot um þennan dag.
Ég fékk alltaf að taka reiðhjólið út á sumardaginn fyrsta og það voru oft erfiðir síðustu dagarnir í þeirri bið. En það var nokkuð skondið hvernig fyrsta salínuna mín á reiðhjóli var, ég tók reiðhjólið hennar Ingu Jónu dóttur Elsu og Friðgeirs heitins ófrjálsri hendi og dröslaði því upp í planið hjá Sverri, svo brölti ég upp á gripinn og renndi mér af stað, ekki var valdið á farartækinu mikið og endaði þetta ferðalag á því að við stungumst saman hjólið og ég niður bakkann fyrir ofan bílskúrinn hjá Jóhanni Klausen, hjólið var svo þungt að ég kom því ekki upp á veg aftur svo að frekari tilraunir til reiðmennsku lögðust niður og ekki man ég hvenær ég náði svo tökum á því að hjóla, það hlýtur þó að hafa verið fljótlega upp úr þessu ;).
Ég hjólaði mikið þegar ég var krakki og voru ófáar ferðir inn í land á b
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Síðasti vetrardagur í dag og samkvæmt Baggalút er eilíft sumar framundan, vonandi er það rétt hjá þeim.
Það er lítið að frétta hjá okkur í dag, veðrið er svipað en meiri alda svo að núna ruggar dósin aðeins meira en undanfarna daga ;( svona rétt til að halda okkur í æfingu.
Við höfum verið að hökta á svipuðu en rækjukvikindið er eitthvað að smækka á slóðinni svo að maður verður sjálfsagt að skipta um legvatn undir dollunni í kvöld.
Núna þarf bara að kasta upp krónunni til að fá ferðaáætlunina staðfesta ,).
En ætli suðausturhornið verði ekki fyrir valinu hjá okkur.
Það kemur sér vel að nota nóttina í stímið, því þá verður hægt að halda áfram að breyta trolldruslunni.
Eitthvað ætlar andinn að láta standa á sér í dag svo að þetta verður andlaust blogg hjá mér í dag.
Og læt ég þar með staðar numið............................
Bið engla Guðs að líta til með ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Það mætti halda að sumardagurinn fyrsti væri að koma til okkar hérna á Dollunni.
Veðrið hefur leikið við hvern sinn fingur í dag og samkvæmt korti frá veðurspámanninum þá er ekkert lát á blíðunni.
Annars heyrði ég nýtt orð fyrir veðurfræðing áðan en það er “Vindlingur” passar ágætlega finnst mér, svo voru fleiri nýyrði sem ekki er hægt að birta hérna.
Við vorum að ákveða löndun í Bay Roberts á Nýfundnalandi 5mai næstkomandi og þá verður bara einn túr eftir í langþráð frí.
Ég frétti að það væri þó okkur umferð á blogginu og síðunni minni, gott ef einhver hefur gaman af því að lesa þetta bull sem frá mér kemur.
Konan mín ber þungan af því að gera ykkur kleift að lesa þetta því að hún setur þetta inn fyrir mig. Gott að eiga góða konu, og hann er enn í fullu gildi málshátturinn sem ég fékk um árið “kalt er konulausum”. Það eru sjálfsagt ekki allar konur sem gætu sætt sig við þessar útiverur og flökkueðli sem mig hrjáir.
Og beint í aðra sálma áður en maður verður of meir, veiðin í gæ
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Annar í páskaeggjaáti.
Dagurinn hófst klukkan 05:30 hjá okkur frændunum en þá var afli næturinnar innbyrtur. 800kg af rauðagullinu lá í valnum og var næturvörðurinn ekki ánægður með árangur sinn, svo tilkynnti hann mér að vinir mínir á South Island væru brjálaðir! þeir hefðu hífað við hliðina á okkur og kastað svo trollinu i 0.6sml fjarlægð frá okkur og ekki svarað á neinni rás sem honum hefði dottið í hug að kalla á, sjálfsagt hefur hann líka ákallað heilaga Guðsmóður. Það er einkennilegt með alla rússa og hálfrússa að það má aldrei koma skip inn fyrir 1sml á þess að drullan renni niður skálmarnar hjá þeim og allt panikki í stressi.
En þessu verður ekki breytt þetta er eitthvað í genunum á þeim, sem ekki er á okkar valdi að skilja, þar þurfa menn eins og Kári að koma að til að einhver niðurstaða fáist.
Við frændurnir skriðum svo aftur í koju kl 06:00 en það var sett nýtt met hjá félögunum í trolltökunni og var druslan 40min botn í botn.
Og var komið langt undir hádegi þegar ég tus
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Hvernig er þetta með bloggið hjá mér? Það munaði öngvu að ég gleymdi því í dag enda er maður hálfslæptur í dag.
Við vorum að vinna í trollinu til sex í morgun, og Jón var að brasa í vélinni auk þess sem hann setti upp nýja stýrisvísisviðnámið sem kom út með Lómnum.
Já og gleðilega páska ekki má gleyma því, ég vona að allir hafi fengið páskaegg og fallegan málshátt ;).
Ég slapp við hvoru tveggja svo að það þarf ekki að vera að velta sér upp úr málsháttum, annars man ég eftir einum málshætti sem ég fékk fyrir margt löngu og hljóðaði hann svona “kalt er konulausum” það eru mikil sannindi í þessu ;).
Það er Norðvestan gola og sólskin á Hattinum í dag, bongó blíða eins og Bjöggi Halldórs söng í laginu.
Það er komið mikið af skipum á slóðina sem við vorum að nudda á í gær svo að það er ekki mikið eftir handa smáfuglunum.
Ég vil þakka öllum sem sendu mér fréttir og brandara, þetta var frábært hjá ykkur og yljar mér um hjartaræturnar, fréttirnar af baggalút eru samt alltaf skemmtilegast