Hvernig er það er ekki komið að því að blogga aðeins?
Það er búið að vera ótrúlega lélegar heimtur á blogginu mínu undanfarið.
Það er ekki mikið sem hægt er að skrifa um hérna en ég ætla að reina að gera þessu einhver skil núna.
Í upphafi túrsins reyndum við að sjóða rækju með nýviðgerða pottinum en þar sem hann var allur í kássu þá var þeim tilraunum hætt fljótlega.
Aflinn mætti vera meiri en þetta hefur tussast og er í samræmi við búnað og getu dollunnar, við höfum verið að díla við hinar ýmsu bilanir og við þökkum Guði fyrir hvern daginn sem við komumst í gegn um án stórvægilegra bilana.
Samt hangir bilanavöndurinn alltaf yfir okkur eins og svipa og aldrei að vita hvenær höggin ríða á okkur.
Byssuspilið kvaddi okkur fyrir nokkrum dögum og hefur dánarvottorðið verið gefið út en jarðaförin verður ákveðin síðar ;).
Samkvæmt heimildum frá útgerðinni þá eru bjartir tímar framundan hvað búnaðaraukningu dollunnar varðar, en í næstu inniveru á að setja upp nýtt pokaspil útdráttarvin...
Færslur
Sýnir færslur frá maí 18, 2003