Færslur

Sýnir færslur frá júlí 25, 2004
..::Heldur hitnar undir og yfir okkur :)::.. Bongóblíða með sól og hita. Það hefur verið að smá hitna siðustu daga og nú er maður komin í þessa heitu röku veðráttu sem yfirleitt hangir yfir þúfunni á þessum árstíma. Þokan hefur ekki sést enn, en hennar er sjálfsagt skammt að bíða. Þegar þetta er skrifað erum við að síga upp austurkanntinn á þúfunni með stefnuna suðvestur og ekki stendur til að slá af fyrr en suðvestan á þúfunni. Fyrsta skipið sem við sáum var Spanjóli sem var að rembast við Grálúðu á 580fm norðaustan á hattinum, honum til fylgdar var eitt NAFO eftirlitsskip og virtist fara vel á með þeim félögum ;). Flest rækjuskipin eru vestan á hattinum en rækjukvikindið er smátt og lítið af henni þessa dagana :(, einhver skip skönnuðu norðurendan með afleitum árangri í gær, litill afli og svart af tamíladrullu. Það litla sem ég hef heyrt er grátur og gnístan tanna og menn keppast við að harma sitt hlutskipti, þetta er nóg um flæmsku sívæluna í bili. En einn að lokum fyrir skemm
..::Spámaður::.. Ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að hreppa brælur á leiðinni niður á hatt á þessum árstíma, þá hefði ég brosað og lagt lítin trúnað í þá svartsýnisSpá. En öllum að óvörum er þetta raunin :(. Í gærkvöldi var komin drullubræla af suðvestan svo ég mátti gefa eftir af framdrifi skútunnar og keyra spakliga á mót veðrinu, þessi drullugustur lá svo yfir okkur í alla nótt og fór ekki að ganga niður að neinu viti fyrr en í morgun. Núna seinnipartinn er svo komið þokkalegt veður og ferðahraðinn orðin ásættanlegur. Það er ekki hægt annað en að dást að því hvað útsendingar ríkisútvarpsins nást langt á FM 89,1 það er þokkalegt samband á því enn 920sml suðvestur úr Reykjanesi, að vísu er aðeins farið að bera á smá surgi með en samt heyrist þetta ótrúlega vel, ég hélt í fávisku minni að þetta rétt næðist næst ströndum landsins. Það væri ekki slæmt ef NMT og eða GSM sambandið hefði þessa langdrægni :):). Og ekki eru þær upplífgandi fréttirnar af þúfunni, skid og ingenti
..::Gengið á hafinu::.. Þetta er ósköp andlaust hérna hjá okkur á leiðinni niðurúr eins og einhver orðaði það. Dekkenglarnir tóku veiðarfærið og gegnumlýstu það frá a-ö í dag, það ku vera í besta standi eftir yfirhalið svo ekki verður hægt að kenna því um ef illa gengur :). Rækjuflokkunarmaskínurnar voru að renna saman en það er verið að leggja lokahönd á þann verkþátt í dag og ég tel að því sé lokið í þessum töluðu orðum. Fátæklegar fréttir bárust mér af hattinum, Hrafn arftaki minn á Dollunni(Erlu) orðaði þetta svona í fréttaskeyti sem hann sendi mér í morgun "ekki er hægt að segja að við séum að kafna úr afla! Ef maður reinir að fá rækju sem telst undir 300stk/kg þá fær maður lítið". Við mættum Atlas í gærkvöldi en Jói Gunn var á heimleið með bilað togspil, hann var ekkert frekar á bjartsýnisbrókunum en Hrafn, tjáði mér að hann hefði fengið algjört hnerriduft á norðausturhorni hattþúfunnar og orðið svo um að hann keyrði í fjórar klst til að komast sem lengst frá óþve
..::Bara blíða::.. Jæja þá er komið þokkalegt veður á okkur, þ.e.a.s hafflöturinn er orðin ágætlega sléttur, hægur vestsuðvestan andvari svo nú rennur dósin áfram á blússandi ferð, það mætti samt vera aðeins heitara en þessar 12°C sem okkur eru úthlutaðar núna, en það er víst ekki hægt að fá allt í einu ;). Við erum smátt og smátt að yfirgefa hina björtu heimskautanótt sem einkennir Ísland á þessum árstíma, mikill munur á hverju kvöldinu sem líður, ætli það verði ekki bleksvartsvart myrkur á okkur í kvöld?. Blessaðir dekkenglarnir eru að leggja síðustu hönd á málingarvinnuna á millidekkinu og er gólfið orðið glansandi og fínt, önnur englahjörð standsetti hlerana og lásuðu saman vírum og keðjum í þeim eftir kúnstarinnar reglum. Já það er í mörg horn að líta og alltaf hægt að finna sér eitthvað að gera. Í gær þrifu þeir skipið hátt og lágt eftir landleguna :). Ég hef lítið heyrt af Hattinum en skylst að það sé frekar rólegt yfir veiðinni og pöddurnar eru víst frekar fjöldalegar ef þæ
..::Hvar er sumarið?::.. Ég hélt að það væri sumar en veðrið samræmist samt ekki þeirri árstíð :(, það er bræluskítur á okkur beint í nefið og gengur rólega á móti þessum garra. 11°C hiti og 18sml eftir að 200sml landhelgismörkunum klukkan 19:00. Það er svo sem ekkert meira um þetta að segja. Vona að veðrið leiki við ykkur :):)...
..::Siglum seglum þöndum::.. Í gær lallaði ég yfir í suðurbæjarlaugina, synti nokkrar ferðir dormaði í pottinum skellti mér í gufuna og bakaði mig dágóða stund á sólbekk í blíðunni. Þegar ég kom svo um borð aftur var búið að fresta öllum tilraunum til morguns :(. Í gærkvöldi fékk ég mér svo langa kvöltgöngi í blíðunni og virti skipin í höfninni fyrir mér, það er mikil umferð í þessari höfn og margvísleg skip sem sækja þjónustu til Hafnarfjarðar enda er þar ein besta hafnaþjónusta sem klakinn bíður uppá. Ég þjófstartaði svo aðeins á blaðapokanum frá mömmu áður en ég sveif á vit draumalandsins. Sunnudagur til sælu. Vaknaði klukkan átta í morgun en kúrði svo þangað til að ég heyrði aðalvélina fara í gang. Klukkan tíu renndum við svo út úr höfninni í fyrstu prufu dagsins, það gekk þokkalega og nú voru menn sáttari við gripinn, búið var að binda upp úr tólf. Það þurfti að fínstilla einn strokk og taka svo aðra prufu. Slepptum klukkan tvö í prufu tvö þennann daginn ;), nú voru allir