..::Örstutt páskablogg::..
Frekar rólegur dagur í dag, fékk mér smá göngutúr eftir hádegið og vísiteraði bæinn.
Svo kíktum við aðeins til Brynju þar sem ég setti upp nokkrar hillur og buffaði nokkra stálnagla í veggina svo hægt væri að setja upp myndir og fl.
Það er víst innflutningspartý hjá Brynju í kvöld og allt verður að vera klappað og klárt ;).
Við aðeins við hjá Gunna og Dísu því Guðnýu vantaði uppskrift að einhverjum heitum rétti? En þetta innlit hjá þeim hjónum bjargaði aðveg magavöðvunum, langt síðan ég hef hlegið svona mikið ;)..
Í kvöldmatinn var flugvél(chicken) og borðaði Kalli Gumm hjá okkur enda var bara Svínalund heima hjá honum oj oj :(.
Á meðan ég útbjó sósuna á flugvélina útbjó Guðný tvo heita rétti í innflutningspartý fröken Brynju, ekki það að Brynja hefði beðið um aðstoð neeeei, Guðnýu fannst bara öruggara að hafa nóg á boðstólnum svo engin færi svangur heim.
Og eftir flugslysið plampaði hún yfir til systur sinnar hlaðin mat til að tryggja það að li...
Færslur
Sýnir færslur frá apríl 4, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Naumast vaðalinn á manni::..
Bíðið nú við, er þetta extra langur dagur í dag? flöskudagurinn langi eins og róninn orðaði það. Eftir hádegið hellti ég olíunni úr gamla djúpsteikingarpottinnum og skrúbbaði hann svo hátt og lágt áður en það fór á hann ný olía, svo skipti ég um kló á honum og prufaði að kynda hann upp. Allt verður að vera klárt fyrir fiskiveisluna miklu í kvöld :).
Þennan djúpsteikingarpott fengum við fyrir ??árum í jólagjöf frá mömmu og pabba, mig minnir fyrstu jólin okkar í kjallaranum í hátúni 24 á Eskifirði.
Þetta er orðið svo langt síðan að það hvílir hálfgerð austfjarðaþoka yfir þessari minningu hehe, samkvæmt því siglir þessi pottur fullum seglum inn á antikmarkaðinn ;).
Það hefur verið frekar kalt í dag en það var nú það sem ég var að vonast eftir, skýringin á því er að þá er hjarnið betra til að hjóla á því.
Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér rúnt út í höfða og eitthvað um lálendið, það var svo blautt og leiðinlegt að maður nenntir eiginleg...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skírnarveislan::..
Skírnarveislan innfrá í gær stóð alveg undir væntingum, byrjaði athöfnin í kirkjunni.
Þar fór lítil tveggja ára dama á kostum og minnti mig svolítið á það hvernig Hjördís var á þessum aldri. En þetta gekk allt eins og það átti að ganga og ég held að allir hafi verið ánægðir, stúlkurnar voru skírðar Þrúður Kristrún og Jónína Vigdís :).
Eftir athöfnina í kirkjunni var boðið til veislu, þar svignuðu borðin undan kræsingunum og allir fengu eins og þeir í sig gátu látið. Við vorum ekki komin heim fyrr en klukkan tíu í gærkvöldi og var þá lagst beint yfir imbakassan.
Ég tók náttúrulega myndavélina með eins og ég lofaði, og smellti inn nokkrum myndum inn................
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Taka tvö::..
Eftir hádegið skrúfaði ég bílkústinn á garðslönguna og dreif í að þvo gluggana í kofanum, það var alveg hætt að sjást út fyrir drullu.
Svo fór ég í tölvuna og rakst þá á þessa fínu þýðingarsíðu þar sem maður getur þýtt stuttan texta, skjöl nú eða heimasíður.
Auðvitað byrjaði ég að slá um mig á spænsku, svona fyrir litlu systur ;) hehehe.
Um miðdaginn var boðið upp á franska súkkulaðiköku ala Guðný svona rétt til að seðja sárasta hungrið fyrir veisluna miklu, ekki viljum við nú vera eins og úlfar þar :Þ:P).
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Engin heima::..
Það var einmannalegt í kotinu í morgun, Hjördís er suður í Hafnafirði og Einar Már gisti hjá Kalla frænda sínum í nótt.
Það var eiginlega ekkert að gera og allt svo tómlegt, verður þetta kannski svona þegar maður verður gamall? Við kúrðum bara uppí rúmi og horfðum á barnaefnið, vonandi vex maður aldrei upp úr því að njóta góðra teiknimynda.
Það var ekki nema 5°C hiti hérna í morgun og hellirigning en undir hádegið fór að rofa til og sólin fór að gægjast niður, það rætist kannski úr þessu.
Við erum svo boðin í skírnarveislu inn á Akureyri í dag hjá Nínu og Timma, í dag á að skíra tvíbbana. Það er aldrei að vita nema ég taki myndavélina með og taki einhverja myndir, ég ætla allavega að reina að muna eftir henni...því ef ég þekki þetta rétt þá verður eitthvað myndarlegt á ferðinn............
Spjallaði aðeins við Haddó á MSN í morgun, auma hjá henni að þurfa að mæta í skólann á skírdag :(, en þótt það sé sjálfsagt gaman úti á Spáni, þá held ég samt að hugur li...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vorveður::..
Það er búið að vera alveg rosalega gott veður á okkur í dag, sól og bíða og sannkallað vorveður.
Ég lét verða af því að skipta yfir á sumardekkin á bílnum eftir hádegið, það verður víst einhvertímann að taka einhverja sénsa ;), en ég er búin að vera hugsa um að skipta í nokkrar vikur, en alltaf þegar ég hef ætlað að rjúka í þetta þá hefur byrjað að snjóa.
Þegar sumardekkin voru komin undir þá voru álfelgurnar svo skítugar að ég ákvað þrífa þær, og fyrst kústurinn var komin á loft þá lá beinast við þvo bílinn.
Í framhaldinu fór ég með Brynju í húsasmiðjuna til að hjálpa henni að kaupa stálnagla skrúfur steintappa skrúfjárn og skrúfbita, eða með öðrum orðum lámarksbúnað fyrir einstæðar mæður svo þær geti bjargað sér.
Nú þegar þetta var komið heim þá skrúfaði ég upp fyrir hana eina trérimlagardínu og setti saman nokkrar hillur sem hún ætlar svo að bæsa.
Nú og nýjustu fréttir af dollunni(Erlu) eru þar gengur allt þokkalega og krafsast ágætlega upp hjá þeim greyj...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Lasanja og grænfóðurssalat::..
Lasanja og grænfóðurssalat ala Blimma í kvöldmat alveg þrælmergjað, á eftir var svo boðið upp á nýuppáhelt kaffi og konfekt, hvað getur maður farið fram á meira í lífinu?
Eftir kvöldmatinn lagðist húsfrúin yfir lærdóminn en ég hringdi í pabba og spjallaði aðeins um þurrkaða þorskhausa hjalla og mótorhjól, en þegar kom að sjónvarpsþætti um Grænland á RUV felldum við samtalið niður og lögðumst yfir fróðleikinn :). Varð ég margfróðari um skíði og skíðabindingar eftir þennan þátt :).
Og þá var komið að því sem drengurinn er búin að vera suða um undanfarna daga, þ.e.a.s saga út úr spónaplötu rafmagnsgítara og bassa (eftirlíkingu) þeir félagar voru búnir að teikna þetta upp svo að það var létt verk og löðurmannslegt að skera þetta út með stingsöginni, í staðin varð ég vinsælasti pabbinn í hverfinu um stundarsakir hehe.
Það er búið að ræða mikið um bassa og hljómsveitir undanfarið og eru þeir félagarnir helteknir af þeirri hugmynd að stofna hljómsve...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ræfilsdómur::..
Ég verð líklega að játa á mig að þetta blogg mitt hefur ekki verið merkilegt undanfarið :).
En hverjum er ekki hollt að sleppa sér í leti og ómennsku svona öðru hverju :).
Síðbúin ferðasaga......
Ég var víst búin að lofa einhverri ferðasögu af Rvíkurferðinni í síðustu viku, en þar sem langt er um liðið og heilabúið í mér ekki mikið fyrir að geima lítilsverðar upplýsingar þá er þetta svolítið sundurlaust í minningunni, ég ætla samt að reina að pára einhverja línur niður. Ég flaug suður á þriðjudeginum í hádeginu og byrjaði á því að fara um borð í dolluna, þar var fundað fram og aftur með eigendunum. Aðallega var verið að spá og spekúlera í hvað þyrfti að gera. Það hafa verið óprúttnir náungar á ferð í dollunni meðan hún lá ónotuð og var búið að stela hinum og þessum tækjum úr brúnni.
Ég verð nú að segja að þessir vesalingar hafa ekki vaðið í vitinu því sumt af þeim búnaði sem fjarlægður var er einskinsnýtur fyrir krimmana, sá búnaður er séruppsettur fyrir hv...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Ekkert að gerast::..
Frekar rólegur dagur hjá mér og ég hef ekki farið út úr húsi í dag, það hefur verið frekar kalt í dag miðað við undanfarna daga.
Við vorum svo með heimagerða pitsu í kvöld og Brynja og Bjarki voru í mat.
Ég hef eiginlega ekkert að segja svo ég læt þetta duga í dag.
Bið Guðs engla að líta til með ykkur.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Helgarsportið::..
Laugardagurinn.
Byrjaði á að fara í heilun í bjarmann.
Eftir Bjarmann fór ég í að skipta um aftara driftannhjólið í hjólinu, setti ég 48tanna tannhjól í stað 42tanna sem var undir.
Þegar ég var búin að skrúfa gamla tannhjólið af og það nýja á hófst samsetningin, það gekk eins og smurt en nú var keðjan orðin of stutt :(.
Nú varð að leita á náðir næsta hjólamanns, og viti menn hann átti nýja ohringjakeðju, ég fékk hana lánaða gegn því að skila honum nýrri.
Nú var ekkert að vanbúnaði og var drifið í að setja saman, en nýja keðjan var of löng svo að það þurfti að stytta hana aðeins svo þetta fittaði saman.
Ég fékk mér smá rúnt og allt virkaði eins og lög gerðu ráð fyrir.
Og nú var komið að bílnum! Dreif þvottakútstinn út og byrjaði að þvo af bílnum drulluna, en þegar mesti óþverrinn var farin sat eftir tjörufjandinn.
Nú varð að úða drossíuna alla í tjöruhreinsi og byrja meðferðina aftur, náttúrulega mætti allt flutningsliðið akkúrat meðan ég var á kafi ...