Færslur

Sýnir færslur frá maí 4, 2008
Mynd
..::Þarf þetta að vera svona?::.. Merkilegt með þetta eldsneytisverð hérna á klakanum, það er alltaf eins og það séu engar byrgðir til í landinu, útsöluverð á bensínstöðum fylgir núverandi heimsmarkaðsverði, en þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá eru alltaf svo miklar byrgðir til að það eru engar forsendur til að lækka, merkilegt. Eiga ekki að vera til hið minnsta tveggja mánaða eldsneytisbyrgðir í landinu? Þegar ég var að keyra á hafnarsvæðinu fyrir nokkrum dögum sá ég að það var verið að keyra steypubíl um borð í gömlu Grímseyjarferjuna, mér fannst það ögn merkilegt þar sem nýja ferjan lá á norðurgarðinum aðgerðarlaus. Eftir því sem ég kemst næst þá var verið að ferja þennan steypubíl út í Grímsey, en þar sem menn treystu ekki nýju ferjunni í þennan flutning þá var brugðið á það ráð að nota gömlu ferjuna. Það eru líklega ekki öll kurl komin til grafar í þessu ferjumáli, sjálfsagt eru landsmenn orðnir leiðir á þessum eilífu sorgarfréttum af þessari vesalings ferju og þegja þunnu hljóði þ...
Mynd
..::Samtíningur síðustu daga::.. Það er tími komin á nokkrar línur, það er náttúrulega er fullt búið að gerast í lífi mínu undanfarna daga, en því miður er það meira og minna er tínt úr huga mínum, svo ég ætla að reyna að stikla á þeim steinum sem enn standa upp úr minnisþokunni. Ég set kannski inn einhverjar myndir í kvöld ef ég verð í þeim gírnum :). Seinnipart á Fimmtudag komu Hana Dóra, Gunni og grislingarnir bílandi sunnan úr Hafnarfirði í helgarheimsókn til okkar. Föstudagsmorguninn fengum við Gunni okkur smá labb með krakkana, það var þvílíki skítakuldinn, maður var orðin krókloppinn á fimm mín, þessi göngutúr var hafður í styttri kantinum. Á laugardagsmorgun var loksins komið gott veður aftur og tilvalinn dagur í einhverja útiveru, Thumpinn var settur á kerruna og svo var brunað niður á sand þar sem við burruðum fram og aftur í tvo þrjá tíma, Rúnar og Arnar voru líka mættir svo það var mikið fjör, þetta var eitthvað fyrir Hauk litla frænda og var hann ekkert á því að hætta þess...