
..::Þarf þetta að vera svona?::.. Merkilegt með þetta eldsneytisverð hérna á klakanum, það er alltaf eins og það séu engar byrgðir til í landinu, útsöluverð á bensínstöðum fylgir núverandi heimsmarkaðsverði, en þegar heimsmarkaðsverð lækkar þá eru alltaf svo miklar byrgðir til að það eru engar forsendur til að lækka, merkilegt. Eiga ekki að vera til hið minnsta tveggja mánaða eldsneytisbyrgðir í landinu? Þegar ég var að keyra á hafnarsvæðinu fyrir nokkrum dögum sá ég að það var verið að keyra steypubíl um borð í gömlu Grímseyjarferjuna, mér fannst það ögn merkilegt þar sem nýja ferjan lá á norðurgarðinum aðgerðarlaus. Eftir því sem ég kemst næst þá var verið að ferja þennan steypubíl út í Grímsey, en þar sem menn treystu ekki nýju ferjunni í þennan flutning þá var brugðið á það ráð að nota gömlu ferjuna. Það eru líklega ekki öll kurl komin til grafar í þessu ferjumáli, sjálfsagt eru landsmenn orðnir leiðir á þessum eilífu sorgarfréttum af þessari vesalings ferju og þegja þunnu hljóði þ