Færslur

Sýnir færslur frá 2009
Mynd
..::Skipreika::.. Jæja þá er lönduninni lokið og við aftur farnir að berjast um fisktittina með frekar döprum árangri, en það þíðir víst lítið að velta sér upp úr því. Páskahrotan hlýtur að vera handan við hornið þótt okkur finnist hún vera frekar sein á ferðinni þetta árið. Í þessu löndunarstússi er tuðran mikið notuð til að ferja menn og varning milli skipanna og til og frá landi, þótt ég kalli þetta tuðru þá er það ekki svo að þetta séu einhver uppblásin manndrápsfley eins og víða tíðkast, nei þetta eru ansi flottir léttbátar ekki ósvipaðir því sem margar björgunarsveitir eru með heima, 80-150hp mótor stýri sæti GPS AIS og allur pakkinn, þykir heimamönnum hér um slóðir mikil upphefð að fá að ferðast um í þessum fleyjum. Fljótlega eftir að við komum inn á leguna var þörf á þjónustu tuðrunnar til þess að sækja herinn, ég ákvað að fara sjálfur enda nóg að gera hjá öllum öðrum. Bátnum var slakað í sjóinn og ég ætlaði að æða af stað en það klikkaði bara eitthvað í mótornum og hann vildi
Mynd
..::Brostu þetta er ekki eins slæmt og þú heldur!::.. Lengi hef ég ætlað að skrifa eitthvað inn á þetta blogg en einhvernvegin lendir það alltaf aftast í forgangsröðinni. Ég átti ansi gott frí heima, að vísu var fríið nokkuð þéttsetið af uppákomum, fyrst voru það fundarhöld hjá fyrirtækinu og svo fóru tvær vikur í endurnýjun á ýmisskonar réttindaskírteinum. Fríið var búið áður en ég vissi af og var ég komin um borð aftur um borð 1apríl. Þessi hálfi mánuður sem ég hef verið um borð hefur verið í rólegri kantinum, fiskiríið hefur verið dapurt en við trúum að síðbúin páskahrota sé handan við hornið. Annars er ekki mikið annað að segja. Læt þetta duga í dag. Bið Guð og gæfuna að vaka yfir ykkur..........
Mynd
..::Með krókinn í rassgatinu og tro....::.. Stundum gæti maður haldið að það hefði verið lögð á okkur álög en sennilega er þetta nú bara venjuleg óheppni sem flestir upplifa einhvertímann á þessari jarðkúlu. lífið er ekki alltaf dans á rósum og enginn sagði að þetta yrði auðvelt, stundum fer ógæfuhjólið á svo mikinn snúning að maður heldur að það muni bara ekki stoppa aftur. Einhvern vegin tókst okkur að hitta fram hjá stóru torfunni í fyrrinótt og vorum við frekar aftarlega í röðinni þann daginn sem og dagana á undan, ljósi punkturinn er kannski sá að ef maður er aftastur þá er enginn í rassgatinu á ...... ;);). Í gærkvöldi vorum við félagarnir að snúa þegar eitthvað slitnaði í trolldruslunni og hún kýldist ofan í botninn, það var ekkert annað að gera en að hysja draslið upp og rúlla tægjunum inn, toppvængurinn hafði slitnað frá efrigrandaranum og trolldræsan og belgurinn flettist aftur undir poka, shit happens og ekkert annað að gera en sleikja sárin slá nýju trolli undir og halda áf
Mynd
..::Eins og það hafi gerst í gær::.. Nú er litli guttinn minn orðin 16 ára og daman 20 ára, mér finnst það svo stutt síðan þau fæddust. Mér finnst líka stutt síðan ég var að spá í hvar ég yrði að gera árið 2000, og stutt síðan ég fermdist hehe. Já það er ótrúlegt hvað tíminn æðir áfram og minningarnar halda áfram að hlaðast inn á harða diskinn, sumt fennir fljótt og örugglega yfir á meðan annað stendur upp úr skaflinum, oftast eru það skemmtileg og skondin atvik sem lifa í minningunni á meðan það leiðinlega hverfur á vit gleymskunnar. Það væri örugglega þess virði að setjast niður einhvertímann og skrifa eitthvað af þessum minningum niður, en sumt þolir illa dagsins ljós og fær því að hvíla um sinn í sínu dái, annað þolir betur opinberun ;). Þegar ég var unglingur var ekki svo mikið verið að hugsa um að hafa ofan af fyrir krökkunum, það var engin félagsmiðstöð og lítið sem ekkert gert að hálfu bæjar eða skólayfirvalda. En við urðum að hafa eitthvað fyrir stafni því engar voru tölvurnar
Mynd
..::Þegar ég tók Svenna til altaris:::. Þá styttist í enn eina löndunina í Nouakchott, en í dag er síðast veiðidagurinn í þessari ferð. Svo kemur löndun með öllum sínum plúsum og mínusum, oftast eru plúsarnir fleiri en mínusarnir en svo snýst þetta stundum við og maður verður þáttakandi í einhverjum harmleik þar sem fáfræði græðgi og spilling ræður ferðinni. En þetta er allt partur af programmet og ekkert við því að segja, annað en að reyna að brosa gegn um tárin og vona það besta. Maður hugsar oft til þeirra dásemdaaga sem maður heyrir af þegar skipin lönduðu á miðunum, engin her og ekkert vesen, bara plug and play! Var virkilega allt svona gott í gamla daga? Nema kannski að þá var allt í svarthvítu :):). Annars held ég að manshugurinn eigi sinn þátt í að fegra fortíðina full mikið, ég er t.d alltaf að heyra sögur af því hvernig þetta var hérna einu sinni, alltaf mok veiði og skipin í vandræðum vegna aflans, samt segja tölurnar að veiðin hafi stigmagnast og aldrei verið meiri en á síð
Mynd
..::Þetta fer alltaf einhvernvegin::.. Víraslagurinn mikli tók enda eins og allt annað, á tímabilum sá maður ekki fram úr brasinu en einhvernvegin var ekkert annað í stöðunni en að halda áfram, það voru ekki margir kostir í stöðunni, skera vírinn af stb spilinu og skipta vírnum af bb spilinu niður á bæði spilin, það var slæmur kostur því við hefðum ekki haft nægan vír fyrir annað eitthvað grunnslóðaskak. Plan-B, ef allt færi á versta veg var að taka togvírana úr Geysi áður en hann færi í slipp á Las Palmas, það var rúmlega sólarhringsbið. Plús sigling , múring tími við töku á vírnum og sigling á miðin aftur. það var því aldrei neitt annað í stöðunni en að halda áfram að hnoðast í þessu basli og gefast ekki upp, það nagaði mig mest allan tíman að ég væri kannski að gera tóma vitleysu, kannski væri þetta ekki hægt og þá væri ég búin að sóa dýrmætum tíma í tómt bull. Strákarnir stóðu sig eins og hetjur í þessu og það verður aldrei sagt að þetta hafi verið auðvelt, en þetta hafðist fyrir r
Mynd
..::Nú þyrfti flækjubókina::.. Þá er gamla árið fokið út í buskann og enn eitt árið byrjað, ég segi eins og kerlingargarmurinn sem spurð var á síðustu metrunum hvort þetta hefði ekki verið lengi að líða, „ekki það sem liðið er“ og það er akkúrat þannig. Mér finnst eins og ég hafi komið um borð í gær en samt er ég búin að vera mánuð um borð. Gamlársdag Áramótunum og Nýársdag eyddum við í löndun svo það fór lítið fyrir hátíðarhöldum hjá okkur, ekki gat ég séð að Geitahirðarnir í Nouakchott hefðu verið að bruðla með peninga í flugeldakaup því þar kom ekki svo mikið sem púff þaðan. Við áttum aftur á móti stóran skammt af neyðarflugeldum og blysum en þegar á hólminn kom þá hafði ég ekki kjark til að puðra því upp, ég var að vísu búin að spyrja herinn hvort það væri í lagi og fá jákvætt svar, en svo varð einhvern vegin ekkert úr því, það bara sofnaði. En ég get ekki sagt að nýja árið fagni okkur þótt þessi löndun hafi gengið stórslysalaust fyrir sig. Í morgun ákvað stb togspilið að nú væri þ