..::Gleðileg Jól::.. Kæra fjölskylda ættingjar og vinir. Mig langar til að óska ykkur gleðilegra Jóla, stútfullum af gleði hamingju og kærleika. Með þökk fyrir allt gamalt og gott á liðnum árum og megi nýja árið veita ykkur lífsgleði og kátínu í áður óþekktu magni . Þessum jólum eyði ég á hafinu sem er í sjálfu sér ekki svo slæmt, við vitum þetta með löngum fyrirvara og þetta er eitthvað sem þarf að gera. Það er samt ekki hægt að segja að þetta sé auðvelt, hvorki fyrir mig né mína nánustu, en við reynum að sigla í gegn um þetta eins og annað, það koma önnur Jól og þá verður bara meira gaman. Aðfangadagurinn hjá mér er ekki ósvipaður öðrum dögum hér um borð, ég vakna og mæti á mína vakt, borða svo hádegismat sem er ekkert frábrugðin öðrum máltíðum. Við reynum að hlusta eitthvað á útvarpið ef það er hægt og hringjum í fólkið heima. Um kvöldið eldum við Hangikjöt með uppstúf Ora grænum baunum rauðkáli og þess háttar dúlleríi, ekkert laufabrauð.Við borðum saman þessir fjórir Íslendingar og...
Færslur
Sýnir færslur frá desember 21, 2008