Færslur

Sýnir færslur frá mars 30, 2008
Mynd
..::Sandur Ryk og drulla::.. Af okkur er það að frétta að í fyrradag náðum við að kroppa upp það sem vantaði í skipið. Í gærmorgun var því haldið inn á Nouakchott leguna og múrarð utan á fraktskip sem heitir Cooler Bay, hann tók af okkur fiskimjélið. Það hefur ekki gengið andskotalaust að losna við þetta mjél, við áttum að landa því síðast þegar við lönduðum frosnu en þessi volæðismjéldallur var á svo mikilli hraðferð að hann gat ekki beðið eftir okkur, hann hefði þurft að bíða 6-8klst en það var ekki möguleiki að skvísa hann í það. En þótt hann hafi staðið í hlandpollinum af stressi síðast þegar við vorum hérna að landa þá var ekki meira fararsnið á honum en það að hann var hérna enn þegar við komum inn í gær. En að vísu var hann alveg að fara og hafði varla tíma til að taka þetta mjél af okkur hehe, já það er ekki öll vitleisan eins. Við kláruðum mjélið um 18 í gær og þá var haldið á næsta skip sem tekur af okkur frosinn fisk. Eftir það eigum við eftir að taka olíu og umbúðir svo þet