Færslur

Sýnir færslur frá maí 9, 2004
..::Svefnlítil nótt::.. Hún var svefnlítil síðastliðin nótt, það var ekkert annað um að ræða en að keyra á móti veðrinu til að geta lensað suður í dag, þetta varð til þess að dollan ólmaðist eins og belja sem hleypt hefur verið út eftir vetursetu í fjósinu. Maður gerði lítið annað en að reina að halda sér á dýnunni og hanga upp í kojufjandanum, en þegar morgnaði fór að draga úr mesta blæstrinum og veðrið að skána :). Í dag er fyrsti dagurinn í marga daga þar sem við eigum möguleika á að draga annað en lens :). En hún þarf að hafa fyrir því dollan, nú glóir ölfuræfillinn eins og glóðarkerti í átökunum. Annað er svo sem ekki í fréttum af okkur. Vona að þið eigið öll góða og gleðiríka helgi :).......
..::1967-2004::.. Drullubræla, er eitt af því sem gerir þennan dag enn erfiðari en hann hefði þurft að vera, svo bætist ofan á skelfilegt aflaleysi svona til að hnykkja á skemmtilegheitunum. Ef það hefur einhvertímann riðið á að fá góðan afla á þessa dollu þá er það þennan túr og þá er þetta allt eins og sá svarti með klaufirnar og hornin hafi skapað þetta sér til skemmtunar. Nýtt troll sem ekkert vit fæst í og eilífar brælur á árstíma þar sem hafflöturinn hefur yfirleitt verið eins og spegill samkvæmt reynslu elstu manna. Mér finnst þetta ekkert fyndið lengur, þótt ég hafi nú verið að reyna að láta þetta ekki fara í taugarnar á mér, þá á ég samt bágt með að sætta mig við þennan mótbyr endalaust arrrrrrrrrrrrrrg :(:(:(. En það er ágætt að blása aðeins út yfir þessu til að hreinsa ergelsið úr sálinni, auðvitað er þetta eitthvað sem ég get ekki ráðið við og ástæðulaust að vera að pirra sig á þessu. Það endar með því að veðrið skánar og þá verður lífið í dollunni bærilegra, en því miður
Mynd
..::Hitt og þetta::.. Þessi myndarlega herþyrla sveimaði yfir okkur eins og býfluga yfir túnfífli í fyrradag, það fer að verða meira af eftirlitsskipum og eftirlitsbúnaði á þessari guðsvoluðu þúfu en veiðiskipum. Nú eru þrjú eftirlitsskip á vakki hérna ásamt því að flugvélin orgast yfir okkur annan hvern dag. Við þurfum að senda staðsetningu á tveggja tíma fresti ásamt ógrynni af pappírum og skýrslum sem fylla þarf út í hverjum túr, plús að það er eftirlitsmaður í hverju skipi sem fyllir út enn meira af pappírum og sendir enn meira af skeytum í allar áttir. Hver borgar eiginlega alla þessa vitleysu?. En hvað sem því líður þá er þetta í fyrsta skipti sem við fáum þyrluheimsókn, þótt ekki hafi þeir sótt um heimsóknarleifi í þetta sinn, dollan var mynduð í bak og fyrir og hékk einn hálfur út úr þyrlunni til að ná nú örrugglega almennilegum myndum ;). Við gátum ekki verið minni en þeir og skutum á þá með gamla stafræna Kodak hlunknum. Arrg, ansans vesen á vírastýrinu hjá okkur í gæ
..::Kaldi::.. Fengum aðeins vott í brækurnar(trollið) í gær svo að það lyftist aðeins á manni brúnin, en svo var komin kaldafíla í morgun svo að vindáttin réði stefnunni. Og eitthvað á að blása á okkur á morgun eftir kortunum, 7-8vinstig eftir gamla Beufort skalanum. Og ég sem hélt að sumarið væri komið í öllu sínu veldi, ég var eiginlega búin að fá nóg af skítviðri í vetur. Annað er ekki að frétta af okkur ræflunum. Bið alla góða vætti að fylgja ykkur í amstri dagsins.........................
..::Úrbræddur á þessu::.. Ósköp lítið að segja þennan daginn, veðrið gæti ekki verið betra glampandi sól og léttur suðvestan andvari. Veiðin ha humm, það lagast lítið og flestir lepja dauðan úr skel nema þeir sem liggja í hnerriduftinu þar er hægt að berja upp einhverjar verðlausar pöddur. Já það er ekki feitan gölt að flá sjómennskan á þessari þúfu þessa stundina, ég verð nú að segja að það læðist oftar og aftar að manni að nú sé nóg komið af þessu bulli og réttast væri að fara að reina að hasla sér völl í einhverju starfi í landi eins og venjulegt fólk. En það er ekki mikið sem er í boði fyrir uppgjafa skipstjórnarmenn, þessi réttindi eru ekki mikils metin í landi, við sitjum við sama borð og ólærður almúgamaðurinn um leið og við stígum upp á bryggjuna. En hvað sem því líður þá er þetta að komast á þann tímapunkt í mínu lífi, að komið sé að því að líta í kring um sig og sjá hvort lífið bjóði ekki upp á eitthvað betra fjölskylduvænna og öruggara starfsumhverfi en þessi útflöggunarsjó
Mynd
..::Það er ekki öll vitleysan eins::.. Náðum einu hali í gær í skítaveðri,það er sjálfsagt ekki hægt að búast við miklu þegar maður skakast undan veðri og vindum allan daginn eins og vitur sauður. En það gat verið verra :), eftir að brækurnar voru komnar inn í gærkvöldi, hóstuðumst við á stað vestur á bóginn mót veðri og vindum. Dollan stóð á endum stundi og hvæsti eins og útjaskaður dráttarhestur en komst ekki hratt yfir þrátt fyrir allar stunurnar. En allt tekur jú enda og vorum við búnir að berjast vestur yfir þúfuna klukkan 3 í nótt, Andvari var búin að vera að naga eitthvað upp í brælunni og við ákváðum að freista gæfunnar hjá honum, trollið var komið í botninn klukkan 3:30 og þá var byrjaði að tosa brækurnar eftir botninum. Veðrið fór smá skánandi og það var komið þokkalegasta veður upp úr 11 í morgun þegar við hysjuðum upp um okkur. En Adam var ekki í paradís þennan daginn frekar en aðra daga þessarar Guðsvoluðu veiðiferðar, trollið var illa rifið, toppurinn var rifinn frá b
Mynd
..::Sumarið tínt::.. Hvar er sumarið, hvar er góða veðrið? Það er bræla á okkur í dag og drulluskakstur, en maður reynir að draga úr þessu birtuna en vera skildist að manni tækist að hengja einhver kvikindi. En þetta er bara svona og lítið við þessu að gera, það hlýtur að skána aftur veðrið, og kannski hristir þetta eitthvað upp í pödduveiðinni hérna. Menn eru eitthvað leiðir yfir þessu aflaleysi hérna og voru dekkenglarnir mínir eitthvað niðurdregnir í gær, einn spurði: eigum við ekki að hætta þessu og sigla til Íslands?. Það varð nú eitthvað minna um svör og innst inni vonar maður að veiðin glæðist eitthvað svo að þetta standi undir sér, annars hefur Maí mánuður oft verið afspyrnu lélegur hérna á þessari hundaþúfu :(. Það er eitthvað lítið til á skemmtilegurnar núna, en litla systir mín sendi mér þó einn sem ég ætla að deila með ykkur: A MAN IS LYING IN BED IN THE HOSPITAL WITH AN OXYGEN MASK OVER HIS MOUTH. YOUNG NURSE APPEARS TO SPONGE HIS HANDS AND FEET. "NURSE", H