..::Svefnlítil nótt::..
Hún var svefnlítil síðastliðin nótt, það var ekkert annað um að ræða en að keyra á móti veðrinu til að geta lensað suður í dag, þetta varð til þess að dollan ólmaðist eins og belja sem hleypt hefur verið út eftir vetursetu í fjósinu. Maður gerði lítið annað en að reina að halda sér á dýnunni og hanga upp í kojufjandanum, en þegar morgnaði fór að draga úr mesta blæstrinum og veðrið að skána :). Í dag er fyrsti dagurinn í marga daga þar sem við eigum möguleika á að draga annað en lens :). En hún þarf að hafa fyrir því dollan, nú glóir ölfuræfillinn eins og glóðarkerti í átökunum. Annað er svo sem ekki í fréttum af okkur. Vona að þið eigið öll góða og gleðiríka helgi :).......

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi