Færslur

Sýnir færslur frá desember 14, 2008
Mynd
..::Jólatúrinn hafinn::.. Þá er maður komin á hafið aftur og svo sem ekki mikið um það að segja. Ég átt gott frí heima og það var frekar erfitt að slíta frá því og rífa sig af stað aftur, sérstaklega á þessum tíma. Heima var allt komið á fullt í jólaundirbúning búið að skreyta hús pakka inn gjöfum og skrifa jólakortin, maður er rétt að komast í jólagírinn þá er kippt úr sambandi. En svona er þetta bara og það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vinna um jólin ;). Annars var fínt að koma um borð, skipið nýlega komið úr slipp nýmálað og fínt, komið í jólalitina rautt með hvítum röndum, en sumir vilja meina að það sé Coca Cola look á skipinu. Það var margt nýtt sem þurfti að læra á, einhvern tíma tekur sjálfsagt að koma sé inn í það allt en ég hef trú á því að það hafist á endanum. Annars er ekki mikið að segja ég kom um borð í skipið á miðunum og vorum við nokkra daga á veiðum áður en við fórum inn á ytri höfnina í Nouakchott í löndun, nú liggjum við á legunni og hífum fiskinn yfir í frak