Færslur

Sýnir færslur frá október 9, 2005
Mynd
..::Púff allt horfið!!!::.. Nennti ekki að blogga í gær en ákvað að reyna að gera betur í dag, það tókst líka þetta dillandi vel, var búin að plokka niður ca 1/5 blaðsíðu og koma því fyrir á þessu blessaða bloggi þegar bloggsíðan fraus og púff allt horfið, en það þíðir lítið að gefast upp. Það er allt hvítt hérna ennþá og bið eftir hitabylgjunni sem er víst á leiðinni. Guttarnir eru samt ekki ósáttir við þetta og nota tíma til að brettast í fjallinu :). Ég skapp uppeftir og smellit af nokkrum myndum í dag. Það er komin upp ný myndasíða og það ætti að vera nóg að klikka hérna til að komast þangað. Læt þetta nægja í bili. Gangið á Guðsvegum........
Mynd
..::Ofankoma::.. Enn kyngir niður snjónum og er þetta að verða eins og um hávetur hérna á Dalvíkinni. Fyrir nokkrum árum reyndu Dalvíkingar að setja upp snjóframleiðsluvélar á skíðasvæðinu, það fyrsta sem snjóaði á kaf þann veturinn voru þessar snjóframleiðsluvélar :(, voru þessir vetur sem þessar græjur voru hérna einir mestu snjóavetur sem sögur fara af á Dalvík :):). Næstu árin var svo lítið talað um snjóframleiðslu hehe enda þurfti nánast ekkert að framleiða, það sáu máttarvöldin um. Í haust var svo aftur farið í framkvæmdir og uppsetningu á snjóframleiðslubúnaði á skíðasvæði Dalvíkinga og lesa má um framkvæmdirnar á heimasíðu skíðafélagsins , það tefur þó fyrir framkvæmdum veðurfarið en nú er mun meiri snjór en undanfarin haust. Ég ætla að vona að þetta fari ekki á sama veg og síðast þegar menn ætluðu að framleiða hér snjó. Og það gekk vel hjá Hjördísi í bílprófinu í dag og geri ég ráð fyrir að afnotatími heimilisbifreiðarinnar rýrni hjá okkur Guðnýu við þennan áfanga hjá krílinu
Mynd
..::Hristist fram úr ;););)::.. Dagurinn byrjaði svona frekar óvenjulega, ég var rétt laus við Guðnýu og krakkana og kúrði yfir Ísland í bítið, þá allt í einu var eins og keyrt hefði verið á húsið, þvílíkur hnykkur sem kom og mér drullubrá :). Ég hef nú ekki oft fundið jarðskjálfta en þetta er einn af þeim sem ég tók eftir ;);). Og veðrið í dag var eins og um hávetur, snjóhríð og vindsperringur í allan dag, það hefur víða dregið í skafla og ég þurfti að moka frá útihurðinni í kvöld :(, en þetta er sjarminn við norðurheimskautslöndin og það eru alltaf einhverjir ljósir punktar ef vel er að gáð, t.d er aldrei betra að vera inni en einmitt í svona veðri :). Ég notaði daginn og tók aðeins tilá heimasíðunni, setti upp linka á nokkrar vefmyndavélar, þær eru sumar ansi góðar, en sú sem ber af í þessum hópi er myndavélin á hafnarvoginni á Höfn hún er best og uppfærist oftast, mér skilst að þeir eigi það líka til að snúa henni inn ef mannmargt er á morgnanna. Ég fann líka eina vél norður á Sval
..::Biðstaða::.. Jæja þá er best að standa við stóru orðin og hripa eitthvað niður :):). Ég er semsagt komin heim fyrir nokkru eftir einn túr á Flæmska, en ákveðið var að koma heim með skipið til viðgerða og viðhalds, en eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með sjávarútvegi þá flá menn ekki feitan Gölt í þessum Rækju bransa þessa dagana, afurðarverð í sögulegu lámarki og olíuverðið í sögulegu hámarki. Ég er að vísu búin að heyra það einu sinni til tvisvar á ári síðastliðin ár að botninum sé náð í þessu Rækjuverði, en allt kemur fyrir ekki, ég er farin að hallast á að þetta sé botnlaust. Ég var komin heim á Dalvík 28september og hef lítið gert síðan annað en að fletta á sjónvarpsfjarstýringunni og dúlla mér heima við :). Fyrsta helgina sem ég var heima var helgi Rolluréttanna í Svarfaðardal, en þeim degi fylgja ýmsar hefðir, t.d er alltaf boðið upp á kjötsúpu fyrir gesti og gangandi á nokkrum bæjum, við fórum á Jarðbrú eins og í fyrra, ég stóð mig örlítið betur á þessu ári og gat ge