Færslur

Sýnir færslur frá mars 11, 2007
Mynd
..::Endur-Skoðun::.. Hvað er að frétta, jú ég er búin að fara nokkrar ferðir í bæinn í vikunni og tengjast þrjár þeirra skoðun á bílnum. En á þriðjudaginn tjöruþvoði ég bílinn og skipti svo um perurnar í númeraljósinu sem sett var út á í skoðuninni í fyrra, það átti að skipta um perur við fyrsta tækifæri. Ég var að vísu búin að reyna við þetta en helv... skrúfurnar í þessu voru svo fastar að ég sló þessu á ársfrest, en nú var ekki til setunnar boðið og varð ég að þjösna þessu í sundur og skipta um perurnar, og skrúfurnar, því þær voru ekki til stórræða eftir brottvikninguna. Svo var brunað á glansandi drossíunni í bæinn í skoðun, það gekk bara ágætlega nema að stillingin á öðru framljósinu var eitthvað úti í skurði og dillaði ljósgeislinn í takt við hreyfingar bílsins. En skoðarinn var til í að sleppa mér með það nema eitthvað annað kæmi í ljós, og þá þurftu bremsuklossarnir endilega að vera nánast uppurnir. Þetta kostaði endurskoðun og græna miða á skrásetningarplöturnar :(.
Út af því hvað margar gerðir eru í boði af bremsuklossum í Subaru Impreza af þessari árgerð þá varð ég að bruna heim þar sem ég átti einn gamlan klossa frá síðustu skiptum. Svo var brunað ég aftur inn á Akureyri og keypti klossa, um kvöldið skipti ég svo um klossana og kippti ljósinu í liðinn í orðsins fyllstu merkingu, en það var úr liði og því var reddað. Á miðvikudagsmorgun var svo enn og aftur brunað í bæinn, annar í skoðun og auðvitað rann drossían í gegn án athugasemda ;). Minn bara nokkuð lukkulegur með skoðunina. Ég kíkti svo aðeins á netaverkstæðið hjá Hemma og tók stöðuna í þeim geira áður en ég brunaði heim á nýskoðuðum frúarbílnum.
Dagurinn í dag hefur verið án nokkurra ferðalaga, en ég fór og synti í 40min og skipti svo um bensíntank á vélhestinum sem bíður eftir frosti á skaflaskeifunum í bílskúrnum. Í kvöld leit svo Svanur vinur minn við í heimsókn og náðum við að rifja upp nokkra gamlar góðar sögur. Einn góður vinur okkar var að leysa af sem kokkur fyrir mörgum árum, hann hefur alltaf verið dugnaðarforkur þessi drengur og sjálfsagt hefur hann haft eitthvað annað að gera en að læra þegar stafsetningarkennslan fór fram á hans uppvaxtarárum. Það var oft athyglisvert það litla sem hann skrifaði, í þessu umrædda tilfelli hafði hann verið að skrifa kostlistann og á honum stóð “einn hriggur”, það var náttúrulega strax sett út á þetta og einhver spurði ekki ætlarðu að láta þetta fara svona frá þér? Minn maður leit á listann, greip svo blýantinn og strokaði út eitt g, nú stóð “einn hrigur” og allir ánægðir :). Áður en ég hætti þá vil ég benda ykkur á frétt á baggalút sem mér finnst ómissandi framhald af klámumræðunni
Mynd
..::Þar kom að því að ég fór niður úr ísnum ;);)::.. Smellti mér í Bjarmann í morgun og fyllti upp á heilunartankinn, kíkti svo á verkstæðið og höslaði Rúnar í að koma á ísinn á Hrísatjörninni eftir matinn. Eftir hádegið dró ég á mig dressið og startaði hjólinu, svo var rúllað niður á verkstæði, þar var Rúnar klár og ekkert að vanbúnaði að leggja í hann. Við stoppuðum örstutt í Olís þar sem eldsneyti var búnkerað og svo var geyst af stað. Það gerist ekki mikið flottara veðrið, sól og frostlaust ca 2°C hiti, ísinn var alveg dúndrandi fínn og þvílíkt grip. Við vorum búnir að taka úr okkur mesta hrollinn þegar Maggi bættist í hópinn og þandi um svellið með okkur meira og minna á afturhjólinu, hann er nokkuð lunkinn að halda hjólinu uppi á endanum.
Fljótlega þurfti svo Rúnar að fara svo við Maggi vorum eftir, við tókum smá sprett á ísnum á tjörninni og svo var stefnan sett á Svarfaðardalsána sem virtist vera nokkuð góð frá Árgerðisbrú og niður að hitaveiturörinu, en nýlega var búið að keyra þetta þvers og kruss á bíl. Við tókum nokkur rennsli þarna og það var þvílíkt gott að prjóna á ánni. En þetta var orðið ágætt og Maggi lagði af stað upp á flæðarnar en mér leist ekki nógu vel á það og ákvað að fara til baka. Ég var rétt komin af stað þegar ísinn gaf sig og ég lenti á svartakaf hehe, en sem betur fer var þetta ekki mjög djúpt kannski klofdjúpt. Þegar ég var búin að reisa hjólið upp þá kom Maggi og hjálpaði mér að koma hjólinu upp á ísinn, það gekk ágætlega en djö.... voru fæturnir á mér þungir þegar ég var að brölta upp á ísskörina. Nú var næst að koma hjólinu í gang, það var nú ekki alveg á því enda sjálfsagt búið að súpa örlítið af vatni inn á sig, en eftir að ég var búin að slíta lofthreinsarann af og ausa ísmolum og vatni ú
En þetta fór nú allt ágætlega og sem betur fer var þetta ekki dýpra, en það fylgja öllu svona einhverjar fórnir, nýi fíni Samsung síminn minn drukknaði og hafa ítrekaðar lífgunartilraunir ekki borið árangur, það passaði ágætlega til því ég var nýlega búin að koma símaskránni inn og ekki búin að vista það á símkortið ;(. Sennilega hefur verndarengillinn minn passað upp á að fallið niður um ísinn var ekki hátt. Látum þetta nægja í bili. Munið svo að passa ykkur á ísnum hann er stundum þynnri en maður heldur ;).