Færslur

Sýnir færslur frá september 26, 2004
..::Komið undan feldi::.. Svaf lítið í nótt og vaknaði snemma, það var smáverkefni sem ég þurfti að leysa sem rótaði aðeins upp í huga mínum og raskaði beuty blundinum, var það ekki kallað að liggja undir feldi á landnámsöld?,). En þetta er nú það sem gefur lífinu lit, smá vangaveltur út og suður ;). Ég byrjaði daginn á að leysa úr þessu máli, og þá gat ég farið að einbeita mér að næsta tíma í skóla lífsins. Í gegn um tíðina hefur maður áttað sig á að það er víst betra að taka eftir í tímum vera þægur og stilltur og reyna að leysa úr þeim verkefnum sem til manns koma, en ég er langt frá því að vera gallalaus og mér hefur nokkrum sinnum orðið fótaskortur á þessum gullreglum lífsins og lent í skammakrókinn fyrir vikið. En nú er nýtt upphaf með nýjum viðfangsefnum í farvatninu, verkefni sem ég er spenntur fyrir að taka þátt í ;)... That´s it for to day....................
..::Libby´s ketchup::.. Frekar rólegur dagur, sparkaði vélhestinum í gang og fékk mér smá rúnt, það er allt svo drullublautt að ég nennti ekki að fara langt, bara rétt að ná úr mér bensínhrollinum ;). Líf mitt er eins og Libby´s tómatsósa í glerflösku í dag, fyrst kemur ekkert en svo kemur allt, og einhvernvegin þarf maður að vinna sig út úr því, skýri það kannski seinna. That´s it for to day.......
Mynd
..::Bæjarfjallið sigrað::.. Þar sem maður var komin í þetta ægilega gönguform eftir ferðina upp að Nykurtjörn, þá ákvað ég að láta mig vaða á Bæjarfjallið í dag. Það hefur alltaf freistað mín að skottast þarna upp og njóta útsýnisins, þessi dagur virtist einmitt upplagður í þetta ferðalag. Hálfur kexpakki maltdós og hálfur líter af vatni fór í bakpokann ásamt myndavéilinni, svo var arkað af stað, þetta var assgoti bratt en sóttist þokkalega, og útsýnið var hreint út sagt frábært þegar upp var komið. Það tók mig rétt um tvo tíma að móast upp á hæsta tind, en ég var ekkert að æsa mig mikið og tók þessu með stóískri ró og naut útsýnisins og góða veðursins. Þegar ég var búin að maula upp úr kexpakkanum og svolgra í mig maltið, lét ég mig gossa beint fram af fjallinu og beina leið niður, það verður að segja að ég held að það hafi tekið meira á að fara niður en upp ;), en þetta nuddaði rosalega í hné og kálfa að nuddast niður snarbratta hlíðina. En allt tekur enda og var ég þrjá tíma og ...
Mynd
..::Nú þurfti að taka aðeins á ::.. Í dag var dagurinn kominn, dagurinn sem ég ætla að labba upp að Nykurtjörn. Ég fékk Einar Má Kalla og Jóa til að skottast þetta með mér, við tíndum saman eitthvað nesti í bakpokana gerðum tvær gamlar veiðistangir klárar og keyrðum svo fram að Steindyrum, þaðan var lagt í brekkurnar. Ég er ekki viss um að maður hefði verið svona æstur í þessa ferð ef maður hefði vitað hvað þetta var langt og bratt, en fyrst við vorum komnir af stað þá var ekki um það að ræða að stoppa. Það tók okkur tvo og hálfan tíma að hjakka upp að vatninu, þá fekk maður laun erfiðisins, veðrið var dásamlegt og umgjörð þessarar litlu tjarnar var hreint frábær. Ég græjaði stöngina kastaði og faaaasst, ekki byrjaði það berlega, spúnninn fastur og þar varð hann eftir, en það má ekki bogna eða brotna svo að við hnýttum annan spún á og héldum áfram, þetta gekk svona la la en ósköp voru þeir litlir fiskarnir sem þarna voru. Við eyddum dágóðum tíma við vatnið, borðuðum nestið og ren...
Mynd
..::Eins og uppstoppuð Önd::.. Litla/stóra prinsessan okkar hélt upp á afmælið sitt í dag, í tilefni þess var húsfrúin búin að galdra fram tertur, heita rétti og alls kyns góðgæti. Þetta varð suddalega gott hjá henni og var maður eins og uppstoppuð Önd þegar maður var búin að kíla kræsingunum í sig. Auðvitað var öll fjölskyldan og flestir vinirnir mættir til að taka þátt í þessum áfanga prinsessunnar með okkur. Þessi litla dama mætti í afmælisveisluna og fékk lánaða hárkollu hjá Einari Má, er hún ekki krúttleg ????????????????? Þar sem að borð svignuðu undan kræsingunum fundu allir eitthvað við sitt hæfi og ég held að engin hafi farið svangur heim :). Það fór megnið af deginum í veisluna og stúss í kring um hana, klukkan var orðin fimm þegar ég var loks fær um að keyra bílinn en þá vildu Hjördís og Óli komast inn á vist, svo ég skutlaði þeim inneftir................. Ég henti inn örfáum myndum, bætti þeim við í september albúmið . That´s it for to day.........