..::Bæjarfjallið sigrað::..
Þar sem maður var komin í þetta ægilega gönguform eftir ferðina upp að Nykurtjörn, þá ákvað ég að láta mig vaða á Bæjarfjallið í dag. Það hefur alltaf freistað mín að skottast þarna upp og njóta útsýnisins, þessi dagur virtist einmitt upplagður í þetta ferðalag.
Hálfur kexpakki maltdós og hálfur líter af vatni fór í bakpokann ásamt myndavéilinni, svo var arkað af stað, þetta var assgoti bratt en sóttist þokkalega, og útsýnið var hreint út sagt frábært þegar upp var komið. Það tók mig rétt um tvo tíma að móast upp á hæsta tind, en ég var ekkert að æsa mig mikið og tók þessu með stóískri ró og naut útsýnisins og góða veðursins.
Þegar ég var búin að maula upp úr kexpakkanum og svolgra í mig maltið, lét ég mig gossa beint fram af fjallinu og beina leið niður, það verður að segja að ég held að það hafi tekið meira á að fara niður en upp ;), en þetta nuddaði rosalega í hné og kálfa að nuddast niður snarbratta hlíðina. En allt tekur enda og var ég þrjá tíma og sautján mínútur að heiman og heim aftur, eða eins og við segjum á sjómannamáli “Höfn í Höfn”.
Það varð ekkert annað í stöðunni en að fara beint í sturtu enda hafði maður svitnað þokkalega á þessu bjástri.
Svanur vinur minn kíkti á mig færandi hendi og færði mér fisk í soðið, mikið var rosalega gott að fá fisk, og var straks rifinn upp fiskur í kvöldmatinn.
Ein karlmannslaus vinkona okkar hringdi í vandræðum, vantaði að láta tengja þvottavél og nýja uppþvottavél, ég renndi í þann pakka, en þegar ég mætti á svæðið sá ég að það þyrfti eitthvað af aukahlutum og verkfærum, húsasmiðjan hafði þá aukahluti sem þurfti ;), ég fór og tengdi þvottavélina en þar sem mig vantaði verkfæri fyrir uppsetningu á uppþvottamaskínunni þá skrapp ég heim til að ná í þau og notaði tækifærið og gúffaði í mig kvöldmatnum í leiðinni.
Eftir matinn rúllaði ég svo aftur og sagaði úr innréttingunni fyrir uppþvottavélinni, skipti um blöndunartæki á eldhúsvasanum tengdi vélina og prufaði, allt virtist virka svo að bæði ég og sú karlmannslausa voru himinlifandi með afraksturinn.
Þetta var megnið af því sem ég afrekaði í dag.
Myndir úr fjallgöngunni getið þið skoðað með því að klikka á litlu myndina af kortinu efst til vinstri.
That´s it for to day.............

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi