Færslur

Sýnir færslur frá janúar 7, 2007
Mynd
..::Nammi namm!!::.. Nú verður að taka þetta með trukki og dýfu því ég nenni ekki að eyða miklum tíma í þetta blogg núna. Dagurinn hefur verið öðrum líkur nema að því leiti að það hefur verið mun meiri traffík í dag en undanfarið. Allt fullt af skipum í kring um okkur í morgun þegar ég stakk hausnum upp í brú, allar stærðir og gerðir af togskipum, sumir að draga tvö troll á bómum á meðan aðrir pungar bisuðust áfram á rólegri ferð. Við erum að draga á 5-6sml ferð og það hentar ekki alltaf að vera mikið innan um þessa smápunga sem ekkert komast áfram, en þeir eiga sinn tilverurétt eins og við svo það er ekki mikið við því að segja þótt þeir séu að reyna á sömu slóð og við, það hefur gengið blessunarlega að eiga samleið með þessum pungum hingað til, hvað sem svo framtíðin ber í skauti sér ;). Annars einkenndist dagurinn brasi, en það verður víst að taka þá daga líka og allt fer þetta í reynslubankann sem er nánast vaxtalaus eins og í bankakerfinu heima, þ.e.a.s innlögnin. En ég veit ekki
Mynd
..::Ný hitakanna::.. Það er víst ekki hægt að mótmæla því að allir áhafnarmeðlimir sem létu sig hafa það að fara út í dag urðu rykaðir, þvílíkt sandryk og drulla sem legið hefur í loftinu í gær og dag, þó var þetta verra í gær en í dag. það hefur örrugglega verið strekkingur í eyðimörkinni í gær og fyrradag miðað við allt rykið sem berst á haf út.. Það sér ekki högg á vatni hjá veslings bátsmanninum okkar sem berst við sandhaugana eins og DonKi Kode barðist við vindmillurnar um árið sem hann missti hárið og vitið ;), þ.e.a.s Donki Kode, við vonum að Bátsmaðurinn haldi sönsum þótt það kyngi niður sandi eins og snjó í lognmollu. Annars var dagurinn ágætur, við fengum t.d þessar fínu hraðsuðukönnur með Sjóla, en það var orðin verulegur skortur á þessháttar munaði hérna um borð, ég var búin að hösla aðra könnuna úr matsalnum en hún lifði því miður ekki fyrstu vikuna í vistinni hjá mér. Eftir andlát hitakönnunnar nálgaðist ég heitt vatn til telögunar með hálfgerðri hundsmigu sem hægt er að
Mynd
..::Næstum orðlaus!!::.. Fussum svei, ég veit bara ekkert hvað ég á að bulla í dag, stend á gati eins og lappalausa konan orðaði það :):). Í nótt lauk ég við að lesa síðustu jólabókina mína, var hún ágætis afþreying og hreint ekki svo galin af Íslenskri bók að vera ;), ekki það að Íslenskar bækur séu neitt af verra tagi en aðrar bækur. En ég er sem sagt orðin uppiskroppa með lesefni, en það reddast nú væntanlega þar sem Gummi trollmaster var að koma um borð í gær og hann er yfirleitt fulllestaður af DVD myndum og tónlist, ekki amalegur kostur að róa með þannig manni. Við köllum það að fara á myndbandaleiguna þegar maður fer í heimsókn í klefann til Gumma ;). Nú að öðru leiti er svo sem ekki mikið að frétta af okkur, daglegt líf hérna um borð er að komast í réttar skorður eftir mannaskiptin en það tekur alltaf smá tíma að fá allt í gang eftir mannaskipti, einhverjir nýir koma og svo eru menn að koma úr löngu fríi og það þarf átök að rífa sig af stað eftir löng frí. Það er erfitt að kveð
Mynd
..::Mestir og bestir!!::.. Merkilegt hvernig fréttaflutningur getur stundum verið, t.d finnst mér athyglisvert hvernig fréttirnar af aflaverðmæti Engeyjar hafa verið matreiddar ofan í mörlandann undanfarið og sá samanburður sem er í fréttum um hvað skipið hafi verið að gera gott á síðasta ári. Það dettur samt engum fréttamiðli í hug að minnast á það að skipið var meira og minna með fleiri skip í vinnu til fiska fyrir sig á meðan önnur skip sem höfð eru til samanburðar þurftu flest að hafa fyrir öllum veiðunum sjálf. Ég held að það sé ekki mikil kúnst að setja einhver aflaverðmætismet ef maður getur bara legið á krók undir Garðskaga og beðið eftir að önnur skip fyrirtækisins komi og dæli aflanum um borð svo hægt sé að halda uppi fullri vinnslu, en einhverra hluta vegna er þessu slegið upp í fréttamiðlum þannig að engin hafi tekið þátt í þessu nema viðkomandi skip. Hákon var númer tvö í þessari aflaverðmætiskeppni og var hann með 1170milj/fob en títt umrædd Engey var með 1451milj/fob, e
Mynd
..::Taxinn::.. Það var rólegt hjá okkur í nótt veiðilega séð, fullt rör frá miðnætti til tíu í morgun en þá tókum við tvær stuttar prufusköfur áður en við fórum í Sjóla. Sjóli var mættur til Nouadhibou og beið eftir okkur við hengdum okkur saman um kvöldmatarleitið í kvöld, og síðan hefur allt verið á fullu í uppskipun. Matti Sigursteins er skippari á Sjólanum en hann leysti mig af á Erlunni forðum daga, við höfum þekkst lengi og alltaf gaman að hitta gamla kunningja, hann rétt náði að líta upp úr fraktstressinu og kíkja á mig í nokkrar mínútur núna rétt fyrir miðnættið. Hann var hífður á milli í búri sem við köllum Taxann, en það er sá háttur sem hafður er á hérna þegar koma þarf mannskap á milli skipanna, þetta er ekki ósvipað fuglabúri og svínvirkar í þetta verkefni. Það var frekar kalt hérna seinnipartinn þegar við komum, ekki nema 20°C og ég sá ástæðu til þess að fara í peisu, en hitinn var 29°C suður við Nouakchott þar sem við vorum í gær, en svo leit ég á hitann á Akureyri og sá
Mynd
..::Málfræði!!::.. Byrjaði daginn á því að taka stöðuna í brúnni en svo fór ég rölt á trolldekkið í góða veðrinu og spjallaði aðeins við mína menn, fékk líka aðeins að taka í nál. Hefði maður ekki viljað skipta á hitanum og blíðviðrinu hérna og brælunum og frostinu heima hérna áður fyrr, kannski var bara betra að maður kynntist þessar sjómennsku ekki fyrr því það hefði ekki gert manni gott að hafa samanburðinn. Oft var maður búin að bölva bévítans veltingnum og kuldanum þegar maður húkti krókloppin eins og girðingarlykkja yfir gauðrifnum trolldruslum, og svo ultu þessir koppar eins og tvinnakefli til að auka enn á hamingjuna ;). En mannskepnan er einhvern vegin forrituð þannig að hún er fljót að laga sig að aðstæðum og sjálfsagt gæti maður endað aftur í frostinu og brælunum hver veit, það er erfitt að segja til um framtíðina, ég á alveg nóg með nútíðina ;). Hádegisumræðan snérist svo um Íslenska málfræði, eignarfall, þollfall, þágufall,niðurfall og yfirfall og hvað þetta nú allt heitir
Mynd
..::Teflt við Pá....::.. Í dag var ég að gramsa í einni skúffunni í brúnni og fann þetta líka fína taflborðið ásamt taflmönnum, þetta tafl var greinilega með mikla reynslu því að sumir taflmennirnir voru heimatilbúnir úr gúmmípjötlu og pappír en voru fínir staðgenglar fyrir þá sem horfið hafa úr upprunalega liðinu. Þessi Hvalreki á fjörur mínar var til þess að ég dreif mig í að leita uppi kunnáttumenn í þessum mæta leik, ekki þurfti að leita lengi og áhuginn var greinilega til staðar, Reynir var meira að segja með taflklukku með sér. Læknirinn var nú sjanghæjaður í hraðskák við Reyni og var ekki annað að sjá en að þeir væru á svipuðu róli í taflmennskunni. Það var gaman að fylgjast með þeim félögum og rifjaðist upp í huga mér sú mikla elja og vinna sem minn gamli skólastjóri lagði í taflmennsku og að troða þessu í hausinn á okkur, ekki vorum við nú alltaf sáttir við hvorn annan en ég lét mig nú samt hafa það að tefla eitthvað þegar ég var krakki, ég bjó að þeirri reynslu í dag þegar ég