Færslur

Sýnir færslur frá janúar 25, 2009
Mynd
..::Með krókinn í rassgatinu og tro....::.. Stundum gæti maður haldið að það hefði verið lögð á okkur álög en sennilega er þetta nú bara venjuleg óheppni sem flestir upplifa einhvertímann á þessari jarðkúlu. lífið er ekki alltaf dans á rósum og enginn sagði að þetta yrði auðvelt, stundum fer ógæfuhjólið á svo mikinn snúning að maður heldur að það muni bara ekki stoppa aftur. Einhvern vegin tókst okkur að hitta fram hjá stóru torfunni í fyrrinótt og vorum við frekar aftarlega í röðinni þann daginn sem og dagana á undan, ljósi punkturinn er kannski sá að ef maður er aftastur þá er enginn í rassgatinu á ...... ;);). Í gærkvöldi vorum við félagarnir að snúa þegar eitthvað slitnaði í trolldruslunni og hún kýldist ofan í botninn, það var ekkert annað að gera en að hysja draslið upp og rúlla tægjunum inn, toppvængurinn hafði slitnað frá efrigrandaranum og trolldræsan og belgurinn flettist aftur undir poka, shit happens og ekkert annað að gera en sleikja sárin slá nýju trolli undir og halda áf...