Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 21, 2004
21 Nóvember. Komum í höfn klukkan 06:00, landað klukkan 9 og var búið að ísa og ganga frá klukkan 13:00, þá beið bíll á bryggjunni sem skutlaði okkur á Akureyri. Nú verður tekið 48klst frí og fá karlarnir að blása fram á þriðjudagseftirmiðdag. 20 nóvember. Verið að snudda á svipuðu, ásamt Sjöfn, Svaninum , Klakknum og Víði, rjátl veiði. Seint í kvöld var trollið hysjað inn og haldið til Raufarhafnar. 19 nóvember. Verið á svipuðu í nótt, drullubræla en smá rjátl, Sjöfn er komin hérna til okkar. Í dag þegar við vorum að taka trollið flæktist leiðarinn á grandaraspilinu og klipptist í sundur, það tók dulitla stund að redda því en allt kom þetta með kalda vatninu. 18 nóvember Verið á Rifsbankanum, norðan norðvestan skítabræla og lítið fiskirí. 17 nóvember. Komin kaldafíla í nótt svo við renndum okkur inn á Rauf og hentum þessum fáu körum upp sem komin voru. Aftur út á hádegi og haldið norður á Rifsbanka. Kastað norðaustan við Kjölsen í kvöld og dregið norður.