Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 23, 2003
Þá er febrúar fokin og mars byrjaður, það eina sem alltaf er á fullu gasi er tíminn, hann æðir áfram eins og meinagemlingur. Þetta er búið að vera eins og á vitlausraspítala í allan dag hjá okkur og manni fannst eins og allt þyrfti að gerast á sama augnablikinu. Kallarnir voru að brasa við hitt og þetta og margt nýtt að skoða og spekúlera fyrir þá nýju, ég ætla ekki að gefa neitt comment á þessa nýju og reyni að byrja með þá á núlli, þá geta þeir ekkert annað en potast upp á við ;). Við Kiddi fórum í að taka gömlu vírana af togvindunum, ætluðum að byrja á því kl níu en það gekk ekki eftir og endaði með því að við rétt náðum þeim af fyrir hádegi. Svo var höfuðmótorinn stopp til hálfþrjú og þá gátum við byrjað að spila inn nýja vírinn það var búið upp úr fimm. Stálvídd var að vinna í vinnslulínunni margumræddu, ekki hélt það að þeir kláruðu í dag ;( og þegar ég spurði hvenær þeir reiknuðu með að klára þá sögðu þeir, “talaðu við okkur á þriðjudagskvöld”. Maggi sótti mig og fékk ég
Brjálaður dagur í Erlunni. Þetta fer að verða eins og rispuð plata með vinnslulínuna ;) en mér sýnist að þetta sé að koma núna og þetta helvíti flott á endanum. Við fengum togvírana í dag og stefnan er sett á að spóla gamla ruslinu upp á flottromluna á morgun og spila nýja vírinn inn á spilin. Leifi setti lokan við spilgírinn og svo kíktum við á tannhjólin í keðjukassanum fyrir vírastýrið, það var náttúrulega ekki eins og það átti að vera og var búið að strekkja keðjuna stb megin svo mikið að hún passaði ekki lengur í tannhjólið vegna slits, einnig var eitthvað skítmix á keðjunni bb megin svo að Leifi fór og keypti nýja keðju á bæði spilin sem við hendum í á morgun. Ég skrapp upp í Fiskafurðir og náði í skattkortið mitt í morgun, þar hitti ég Sigga R og á honum gat ég ekki heyrt annað en að það breyttist lítið andrúmsloftið Far east. Restin af köllunum kemur seint í kvöld svo að það verður hægt að byrja að jaska út úr þeim á morgun ;). Og það verða líklega ekki vandamál að finna
Einn dagurinn enn fokin út um gluggann ;) og hann kemur aldrei aftur, það verður bara til afrit af honum á harðadisknum í okkur, svona einhvern tíma. Lífið um borð í Erlunni lufsast áfram og alltaf virðist vera af nógu að taka, endalaust má laga og betrumbæta, en líklega verður þetta helvíti gott fyrir rest. Það hefur verið ótrúlegt ástand á þessu hérna, en menn eru sammála um að hún hafi ekki verið í svona góðu ásigkomulagi til margra ára “blessunin”. Vinnsludekkið skánar með hverjum deginum og það styttist óðfluga í að það verði klárt, það á víst að vinna í því á laugardaginn en þá ætla þeir sem smíðuðu línuna að klára, svo verður bara að sjá hvort það gengur eftir. Eftir hádegi í dag ætluðum við að spóla vírnum af togspilunum upp á flotvinduna en það varð töf á að koma höfuðmótornum í gang, fór hann ekki í gang fyrr en kl þrjú, þá virkaði ekki flottromlan því að Leifi var ekki búin að skipta um bilaða lokan sem setur inn G16 dælurnar, en þær knýja grandaraspilin og tromluna ;(
Eitthvað fór nú lítið fyrir bloggi hjá mér í gær, en það var allt á fullu hjá okkur í allan gærdag og komst ég ekkert í að blogga ;) Ég var að brasa fram að miðnætti svo að ég sleppti bara degi úr ;). Vinnsludekkið þokast í rétta átt og segjast þeir verða búnir með það á föstudag, en líklega verður þá eftir einhver lagnavinna og fíniseringar svo að við gerum ekki ráð fyrir brottför fyrr en eftir helgi. Restin af mannskapnum kemur á föstudagskvöld frá Lettlandi. Við vonumst til með að geta gert troll og víra klárt um helgina. Jón vélstjóri hefur lítið getað verið við hérna út af fingurslysinu, en samkvæmt læknisskoðun í dag þá leit þetta ekki illa út og ef hann passar upp á puttann þá sleppur þetta vonandi, annars á hann að mæta aftur á föstudag og þá kemur þetta endanlega í ljós. Í dag hefur allt verið á fullu og vorum við að prufukeyra spilin og gekk það þokkalega fyrir utan smávægilegan glussaleka á gilsavindu og einum biluðum segulloka, en það þarf að lagað áður en við förum, a
Síðastliðin nótt var fyrsta nóttin mín um borð í Erlu og fór ágætlega um mig. Ég var komin á fætur kl hálfátta í morgun og fljótlega fór liðið að tínast til vinnu. Var allt gengið mætt og nú verður að taka á því ef þetta á að nást saman í vikunni, það var svipur á sumum þegar ég sagði að þetta yrði að verða klárt á föstudagskvöld, ég veit ekki hvort menn telja að þetta hafi átt að verða að æfistarfi þeirra að smíða og setja upp þessa vinnslulínu, urr urr. Hvað um það allt hefur sinn gang, radarinn fór af stað í dag og er bara nokkuð góð mynd á honum, autotrollið á eftir að fá lokaprófun og frágang en það eltir allt hvað annað og nú er verið að skipta um einhverja termoloka fyrir sjókælinn á aðalvélinni svo að það er ekki hægt að keyra vél í augnablikinu. Það má segja að Jón vélstjóri hafi verið ljónheppin að missa ekki fingur í dag, en hann sneiddi framan af vísifingri á vinstri hönd, flibbinn var saumaður á uppi á slysó og var Jón mættur í vinnu aftur eftir hádegi. Ég spurði kalli
Konudagurinn ;). Óska öllum dömunum sem lesa þetta til hamingju með daginn. Ekki verður hægt að segja að maður sé mjög rómantískur því að ég færði minni ekta kvinnu ekki blóm á konudaginn, og ekki morgunkaffi í rúmið ;) en ég fór frammúr fyrstur og hellti uppá kaffi ;) en það er varla hægt að stæla sig af því ;(. Ég verð að skammast mín og lofa mér því að standa mig betur á næsta ári ;). Fór svo í að skófla ruslinu mínu saman í ferðakoffortið og gera mig kláran í flugið suður. Kvaddi svo allt gengið “eina ferðina enn” og Guðný keyrði mig svo inn á völl. Ég fór svo í loftið á réttum tíma og hristumst við suður á fimmtíu mínútum, það var ekki tekin séns á að bjóða upp á kaffi í vélinni vegna flugskilyrða en þetta var samt ekki svo slæmt, og svo væri það ekki rétt að vera með kvart og kvein því að þetta var svo ódýrt flug ;). Ég fór beint um borð með draslið þegar ég kom og tróð belginn hjá Lettnenska kokknum ;). Hringdi svo í Einar Gústa og mælti mér mót við hann í bænum, við löptu