Einn dagurinn enn fokin út um gluggann ;) og hann kemur aldrei aftur, það verður bara til afrit af honum á harðadisknum í okkur, svona einhvern tíma.
Lífið um borð í Erlunni lufsast áfram og alltaf virðist vera af nógu að taka, endalaust má laga og betrumbæta, en líklega verður þetta helvíti gott fyrir rest.
Það hefur verið ótrúlegt ástand á þessu hérna, en menn eru sammála um að hún hafi ekki verið í svona góðu ásigkomulagi til margra ára “blessunin”.
Vinnsludekkið skánar með hverjum deginum og það styttist óðfluga í að það verði klárt, það á víst að vinna í því á laugardaginn en þá ætla þeir sem smíðuðu línuna að klára, svo verður bara að sjá hvort það gengur eftir.
Eftir hádegi í dag ætluðum við að spóla vírnum af togspilunum upp á flotvinduna en það varð töf á að koma höfuðmótornum í gang, fór hann ekki í gang fyrr en kl þrjú, þá virkaði ekki flottromlan því að Leifi var ekki búin að skipta um bilaða lokan sem setur inn G16 dælurnar, en þær knýja grandaraspilin og tromluna ;( þá ætluðum við að nota autodæluna en ljósavélarnar voru ekki komnar í gagn svo að það varð að fresta þessu verki um óákveðin tíma “shit happens”.
Seinnipartinn fór svo rafmagnið í brúnni í einhverja uppreisn og er hluti tækja og tóla óvirkur vegna næringarskorts, var það samdóma álit okkar að kalla til sérvisking með gráðu í rafmagnsfræðum til að leysa þennan rafmagns hnút, þangað til mun ákveðin hluti tækjanna verða í dvala.
Hinni kom í heimsókn í dag og var það akkúrat það sem okkur vantaði, það var farið að gæta misræmis í þessum heimsóknum í Erluna og maður var farin að öfunda Lettana, því að það kom aldrei neinn til okkar, Hinni náði samt ekki ilmvatnsstuðlinum þar vantaði herslumuninn, en hann er keppnismaður svo að það er aldrei að vita nema hann eigi eftir að slá skessurnar út ;).
Nýjustu fréttir af Flæmska hattinum eru þær að þar sé alltaf vitlaust veður og skipin haldi sjó dag eftir dag, einhver orðrómur er um að tvö skip hafi fengið á sig brot en það er óstaðfest.
Það er ágætt að liggja við Ægisgarðinn í Reykjavíkurhöfn meðan mesti gusturinn gengur yfir Flæmska hattinn, og reyna þá frekar að fá allt í eins gott stand og hægt verður, ég sé allavega ekki tilganginn með því að æða af stað með allt í messi til að liggja svo undir áföllum með allt á hælunum í kolvitlausu veðri á Flæmska hattinum, en sitt sýnist hverjum í því ;).
Dagurinn fór að mestu í allskyns stúss og vesen við að koma hinu og þessu í réttan farveg og vorum við réttu megin í dag því að frekar styttist listinn þennan daginn ;).
Nýjustu raddir tala um þriðju-miðviku-dag í næstu viku. Húrra húrra sáuð þið þetta? Það var ekki talað um næsta “Föstudag” eins og síðustu vikur ;).
Ég heyrði aðeins í mömmu í kvöld, pabbi er á sjónum og er einhver hörmungargangur á þessu hjá þeim, var víst rifið hjá þeim trollið í nótt og var pabbi í alla nótt að staga þetta saman, já ekki öfunda ég kallinn af þessu plássi og dauðvorkenni honum á því að þurfa að hokrast í þessum drullupung.
Og þá verður þetta ekki lengra í dag .......................
Guð passi ykkur hvar sem þið kunnið að vera.
<°((()>< Hörður ><()))°>

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi