Eitthvað fór nú lítið fyrir bloggi hjá mér í gær, en það var allt á fullu hjá okkur í allan gærdag og komst ég ekkert í að blogga ;) Ég var að brasa fram að miðnætti svo að ég sleppti bara degi úr ;).
Vinnsludekkið þokast í rétta átt og segjast þeir verða búnir með það á föstudag, en líklega verður þá eftir einhver lagnavinna og fíniseringar svo að við gerum ekki ráð fyrir brottför fyrr en eftir helgi. Restin af mannskapnum kemur á föstudagskvöld frá Lettlandi.
Við vonumst til með að geta gert troll og víra klárt um helgina.
Jón vélstjóri hefur lítið getað verið við hérna út af fingurslysinu, en samkvæmt læknisskoðun í dag þá leit þetta ekki illa út og ef hann passar upp á puttann þá sleppur þetta vonandi, annars á hann að mæta aftur á föstudag og þá kemur þetta endanlega í ljós.
Í dag hefur allt verið á fullu og vorum við að prufukeyra spilin og gekk það þokkalega fyrir utan smávægilegan glussaleka á gilsavindu og einum biluðum segulloka, en það þarf að lagað áður en við förum, alltaf einhverjar smábilanir.
Lettarnir og Kiddi voru að taka umbúðir salt og allt það sem því fylgir í dag.
Í kvöld komu Hanna Dóra og Gunni og kíktu á mig og tóku út skútuna.
Núna eru rússnesk hjón og fjögurra ára dóttir þeirra að heimsækja Lettana og færa kokknum eitthvað sérstakt brauð sem konan bakar, en hún vinnur í Millunni.
Þeir virðast vera í nokkuð góðu sambandi og það er svolítið um að þeir fái heimsóknir,
hittast og spjalla og hjálpa hver öðrum, t.d er núna verið að lappa upp á Cheroki jeppa fyrir einhvern kunningjann á bryggjunni ;).
Það vantar eitthvað upp á að ritfærslu andinn komi yfir mig svo að mér gengur ekki vel að koma einhverju á blað(skjá) þessa stundina.
Læt þennan þankagang duga í bili.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Vinnsludekkið þokast í rétta átt og segjast þeir verða búnir með það á föstudag, en líklega verður þá eftir einhver lagnavinna og fíniseringar svo að við gerum ekki ráð fyrir brottför fyrr en eftir helgi. Restin af mannskapnum kemur á föstudagskvöld frá Lettlandi.
Við vonumst til með að geta gert troll og víra klárt um helgina.
Jón vélstjóri hefur lítið getað verið við hérna út af fingurslysinu, en samkvæmt læknisskoðun í dag þá leit þetta ekki illa út og ef hann passar upp á puttann þá sleppur þetta vonandi, annars á hann að mæta aftur á föstudag og þá kemur þetta endanlega í ljós.
Í dag hefur allt verið á fullu og vorum við að prufukeyra spilin og gekk það þokkalega fyrir utan smávægilegan glussaleka á gilsavindu og einum biluðum segulloka, en það þarf að lagað áður en við förum, alltaf einhverjar smábilanir.
Lettarnir og Kiddi voru að taka umbúðir salt og allt það sem því fylgir í dag.
Í kvöld komu Hanna Dóra og Gunni og kíktu á mig og tóku út skútuna.
Núna eru rússnesk hjón og fjögurra ára dóttir þeirra að heimsækja Lettana og færa kokknum eitthvað sérstakt brauð sem konan bakar, en hún vinnur í Millunni.
Þeir virðast vera í nokkuð góðu sambandi og það er svolítið um að þeir fái heimsóknir,
hittast og spjalla og hjálpa hver öðrum, t.d er núna verið að lappa upp á Cheroki jeppa fyrir einhvern kunningjann á bryggjunni ;).
Það vantar eitthvað upp á að ritfærslu andinn komi yfir mig svo að mér gengur ekki vel að koma einhverju á blað(skjá) þessa stundina.
Læt þennan þankagang duga í bili.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
<°((()>< Hörður ><()))°>
Ummæli