Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 29, 2004
Mynd
..::Skakkur og skældur::.. Svaf frekar illa í nótt, bölvuð öxlin var alveg að drepa mig og ég gat ómögulega fundið hvernig ég átti að liggja. Vaknaðu klukkan níu þegar Guðný fór í ræktina en náði að berja mig niður aftur :). Þegar Guðný kom úr ræktinni draslaðist ég skakkur og skældur fram úr. Við skötuhjú fórum svo í heilun í Bjarmanum, það var gott að koma þangað aftur eftir langa fjarveru. Einar Már fór á körfuboltaleik í dag, hann var búin að vinna í einhverri keppni og mátti því vera niðri hjá liðinu. Ég ætlaði nú að fara á leikinn en það verð ekkert úr því, í staðinn sparkaði ég hjólinu í gang og leifði því að malla aðeins. Ég var að spá í að skreppa rúnt fram í sveit en ákvað að geima það til morguns og fara þá ef veðrið verður gott. Spjallaði aðeins við foreldra mína á MSN í dag, ég keypti webcam úti svo að nú er hægt að hafa þetta allt live mynd hljóð og allan pakkann :). En ég fann einn ágætan brandara á netinu sem þið hafið sjálfsagt gaman af: Gamall kú...
Mynd
..::Hundlatur::.. Er búin að vera hundlatur í allan dag og varla nennt að gera nokkuð. Drullaðist samt út í sundlaug og fór í ljós og gufu. Keyrði Kalla fram í hesthús, og lagðist fyrir framan imbann og horfði á DVD “Piraates of the Caribbean” Jonny Deep fer ansi vel með skipstjórahlutverkið þar :). Þetta verður víst ekki lengra í dag. Bið og vona að englar Guðs vaki yfir ykkur öllum, og færi ykkur alla þá hamingju og gleði sem þið getið tekið móttekið.
Mynd
..::Ferðalok::.. Halifax Boston leggurinn gekk prýðilega og var stoppið hjá okkur örstutt í Boston áður en síðasti leggurinn til Íslands var tekin. Mér hefur þótt þjónustan hjá Flugleiðum vera ágæt hingað til, svona fyrir utan plássleysið í vélunum. En mér finnst nú fokið í flest skjól að þurfa að borga fyrir óáfenga drykki sem koma með matnum þ.e.a.s ef ekki er valið vatn, og verðlagningin er frekar skrautleg. T.d kostar ein svalaferna 100islkr eða 1usd eða 1 evru eða 10dkr og ekkert gert með gengi, já þetta dwarf airlines fékk stóran mínus hjá mér í nótt. Hingað til hefur maður sætt sig við að sitja allur í keng í naumt skömmtuðu sætisplássinu án þess að vera að væla mikið. Hvað um það þetta hafðist allt fyrir rest og á endanum lentum við í Keflavík . Við Antónío tókum flugrútuna inn í Rvik og þar pikkaði Mangi mig upp. Ég fór svo og hitti bossinn og áttum við ágætis spjall. Ég varð margs fróðari á því, t.d komst ég að því að ansi margir gera sér leið á blogg...
..::Slugs og leti::.. Tridjudagur. Djof var gott ad vakna a hotelinu i gaermorgun og ekkert vesen, sturtadi mig og lalladi svo nidur i morgunmat. Tar hitti eg Kidda og Tona sem voru ad guffa i sig :), eftir morgunmatinn var slegid i og farid i verslunar og skodunarferd sem endadi a aegilegu hamborgaraati :). Kiddi for svo yfir til Bay Rob seinnipartinn en Lee kom og sotti mig og forum vid i motorhjolaverslun, tar keypti eg mer galla a hjolid a ansi godum pris. Eg fekk svo frettir af gangi mala i dollunni fra Matta, rafalinn er farin i land og er ad ollum likindum olaeknanlegur :(. Tad virdist allt a somu bokina laert a teim baenum. I gaerkvoldi bordudum vid svo a hotelinu og baud eg Lee ad eta enda atti kappinn tad inni hja mer eftir allt umstangid gegn um tidina. Vid byrjudum a kraekling og svo kom kjuklingur ala rumpels skins, og svo var endad a dokku rommi i heitu kakoi. Eftir atveislu tvo tennan daginn skreid eg upp a herbergi og lagdist fyrir utkyldur af mat :). Midviku...
Mynd
..::Lygasögu líkast::.. Klukkan 09:30 var búið að binda dolluna við kajan eftir viðburðarríkan túr, og auðvitað var mætt hersing manna í viðgerð á ljósgjafanum. Einnig var rafeindavirki aldarinnar búin að gera ótrúlega hluti í reimamálinu fyrir sjálfstýringuna, hann var búin að grafa upp þjónustuaðila á Nýfundnalandi og Kanada ásamt því að vera búin að redda þessum risaeðlureimum heima á Íslandi ef með þyrfti. En lífið er alltaf að koma manni meira og meira á óvart og þjónustuaðilinn á Newfie átti reimarnar líka til, hann ætlar að mæta hingað í fyrramálið og skipta um þær. Matti og Jón voru komnir fljótlega um borð og var vélstjórinn náttúrulega komin á kaf í sót og smurolíu um leið, en við Matti tókum púlsin á þessu dóti hérna:). Það var svo unnið við löndun og annað smálegt hér um borð í dag, það var ekki hægt að gera ráð fyrir að maður næði að klára úthaldið á einhverra vandamála en það poppaði upp ótrúlegt vandamál um miðjan dag. Vandamál sem ég átti ekki von á að sjá á...
Mynd
..::Sull og sigsakk::.. Það er búið að vera hjakk á móti á þessu hjá okkur í síðan í nótt og dósin fer rólega yfir, en við verðum vonandi búnir að binda á vinnutíma í fyrramálið að staðartíma :). Þegar ég druslaðist niður í borðsal í morgun til að fá mér mitt daglega morgunte mætti mér merkileg sjón, það flóði vatn(sjór) um allt gólfið í borðsalnum og ekki fært um nema á togleðursfótabúnaði. Kokkræfilinn var á fullu við að reina að vinda mesta vatnsflauminn upp en hafði ekki við því sem bættist við, svo alltaf hækkaði í. Ég spurði kokkinn hvaðan allt þetta vatn kæmi? "frá síðunni og undan innréttingunni" var svarið. Ég byrjaði á að tékka á kýraugunum í borðsalnum því þau hafa átt það til að leka ef þau eru ekki nægilega hert, en það var í fínu lagi. Með smá "comon sens" virtist líklegt að þessi vatnsaustur kæmi aftur með síðunni eftir rennu, rennu sem líklega væri stífluð við afturþil borðsalsins. Ég spyr kokkinn, ertu búin að ganga á klefana hérna bakborsmeg...