..::Skakkur og skældur::..
Svaf frekar illa í nótt, bölvuð öxlin var alveg að drepa mig og ég gat ómögulega fundið hvernig ég átti að liggja.
Vaknaðu klukkan níu þegar Guðný fór í ræktina en náði að berja mig niður aftur :).
Þegar Guðný kom úr ræktinni draslaðist ég skakkur og skældur fram úr.
Við skötuhjú fórum svo í heilun í Bjarmanum, það var gott að koma þangað aftur eftir langa fjarveru.
Einar Már fór á körfuboltaleik í dag, hann var búin að vinna í einhverri keppni og mátti því vera niðri hjá liðinu. Ég ætlaði nú að fara á leikinn en það verð ekkert úr því, í staðinn sparkaði ég hjólinu í gang og leifði því að malla aðeins.
Ég var að spá í að skreppa rúnt fram í sveit en ákvað að geima það til morguns og fara þá ef veðrið verður gott.
Spjallaði aðeins við foreldra mína á MSN í dag, ég keypti webcam úti svo að nú er hægt að hafa þetta allt live mynd hljóð og allan pakkann :).
En ég fann einn ágætan brandara á netinu sem þið hafið sjálfsagt gaman af:
Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna sína og fór beint á barinn og pantaði sér viskí. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum sínum kemur ung og glæsileg kona og pantar sér drykk og spyr gamla kúrekan hvort hann sé alvöru kúreki? Hann segir, já það er ég og það hef ég verið alla mína ævi. Ég hef verið alla mína tíð á búgarðinum mínum, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki segir hann.
Eftir smá stund segir kúrekin við dömuna: Hvað ert þú? Ég hef aldrei verið á búgarði, svo ég er ekki kúreki sagði unga konan, en ég er lesbía. Ég eiði öllum mínum tíma að hugsa um kvenmenn, alveg frá því ég vakna á morgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er kominn í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stutt seinna fer unga konan og kúrekinn pantar sér annan drykk.
Nokkru síðar kemur par og sest við barinn og maðurinn spyr gamla kúrekann hvort hann sé virkilega alvöru kúreki? Það hef ég alltaf haldið, þangað til rétt áðan að ég komst að því að ég er LESBÍA...
Annars er svo sem lítið í fréttum héðan, vona að þið eigið góða helgi...........
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Svaf frekar illa í nótt, bölvuð öxlin var alveg að drepa mig og ég gat ómögulega fundið hvernig ég átti að liggja.
Vaknaðu klukkan níu þegar Guðný fór í ræktina en náði að berja mig niður aftur :).
Þegar Guðný kom úr ræktinni draslaðist ég skakkur og skældur fram úr.
Við skötuhjú fórum svo í heilun í Bjarmanum, það var gott að koma þangað aftur eftir langa fjarveru.
Einar Már fór á körfuboltaleik í dag, hann var búin að vinna í einhverri keppni og mátti því vera niðri hjá liðinu. Ég ætlaði nú að fara á leikinn en það verð ekkert úr því, í staðinn sparkaði ég hjólinu í gang og leifði því að malla aðeins.
Ég var að spá í að skreppa rúnt fram í sveit en ákvað að geima það til morguns og fara þá ef veðrið verður gott.
Spjallaði aðeins við foreldra mína á MSN í dag, ég keypti webcam úti svo að nú er hægt að hafa þetta allt live mynd hljóð og allan pakkann :).
En ég fann einn ágætan brandara á netinu sem þið hafið sjálfsagt gaman af:
Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna sína og fór beint á barinn og pantaði sér viskí. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum sínum kemur ung og glæsileg kona og pantar sér drykk og spyr gamla kúrekan hvort hann sé alvöru kúreki? Hann segir, já það er ég og það hef ég verið alla mína ævi. Ég hef verið alla mína tíð á búgarðinum mínum, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki segir hann.
Eftir smá stund segir kúrekin við dömuna: Hvað ert þú? Ég hef aldrei verið á búgarði, svo ég er ekki kúreki sagði unga konan, en ég er lesbía. Ég eiði öllum mínum tíma að hugsa um kvenmenn, alveg frá því ég vakna á morgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er kominn í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stutt seinna fer unga konan og kúrekinn pantar sér annan drykk.
Nokkru síðar kemur par og sest við barinn og maðurinn spyr gamla kúrekann hvort hann sé virkilega alvöru kúreki? Það hef ég alltaf haldið, þangað til rétt áðan að ég komst að því að ég er LESBÍA...
Annars er svo sem lítið í fréttum héðan, vona að þið eigið góða helgi...........
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur.
<º))))><.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Ummæli