Færslur

Sýnir færslur frá janúar 18, 2004
Mynd
..::Sjúkrasaga GráMávsins::.. Í gærkvöldi þegar ég átti leið um efradekkið utan við brúna rakst ég á Grámáv sem bar sig illa og var greinilega mikið slasaður, við nánari skoðun kom í ljós að greyið var illa fótbrotin. Ekki gat ég fengið af mér að lóga fuglsgreyinu og þaðan af síður að láta þetta afskiptalaust. Ég náði mér í hanska og fangaði greyið og fór með hann inn í brú. Þeir félagar og frændur Anton og Valgarður voru að reina að aðstoða mig en voru frekar hræddir við að fuglinn biti þá svo goggurinn var teipaður aftur til öryggis. Svo var sjúklingurinn lagður á bakið á kortaborðið og farið að kíkja á áverkann. Aðstoðarmaður númer eitt hélt við fuglinn og ég skoðaði fótbrotið eftir kúnstarinnar reglum, þetta var ljótt opið brot og sá ég enga leið til að bjarga fætinum :(. Eftir dálitla umhugsun þá ákvað ég að aflimun væri það eina sem hægt væri að gera í stöðunni, þegar þessi ákvörðun lá fyrir varð aðstoðarmaður númer eitt gráfölur í framan og krafðist tafarlausrar lausn frá starf
Mynd
23.jan 2004 ..::Bóndagur er það víst!::.. Það er víst bóndadagur svo vel er við hæfi að óska öllum karlmönnum til hamingju með daginn. Ekki hefði ég haft hugmynd um bóndadaginn ef mín ektakvinna hefði ekki óskað mér til hamingju með daginn í rafpósti, og í staðin fyrir blóm fékk fréttir af baggalút sem redduðu deginum og nýttust mér betur en blóm :). Annars var varla hægt að redda þessum degi og óttalega er nú innkoman rýr hjá bústjóranum á Erlu þennan blíðviðrisdaginn, já þetta er rétt lesið það er blíða á hattinum í dag. Ég ákvað að njóta dagsins og eiðileggja hann ekki með hífoppi fyrr en seinnipartinn, svo ég dró lengi lengi og fékk svo öngulinn á kaf í rassgatið ,). Ekki það að við séum ekki á miðunum fjarri því, við erum búnir að vera að hringla með stóru skipunum í dag og sannarlega hringlaði í trollpokanum þegar hífað var. En maður verður bara að sætta sig við þetta og taka þessu að æðruleysi, þetta var bara það sem búast mátti við af þeim búnaði sem beitt var. Líklega he
Mynd
..::Kóngulóarmaðurinn::.. Það var bræla á okkur í nótt og skriðu menn á veggjum, maður þyrfti að vera eins og kóngulóarmaðurinn til að geta borið sig þokkalega um þegar dósin fær æðisköstin. Við þær aðstæður duga engan vegin þeir útlimir sem manni voru úthlutaðir og þyrfti ef vel ætti að vera nokkrar hendur og fætur til viðbótar ;). Veiðin er afspyrnuléleg í dag en veðrið er að skána og það er ekki svo galið veðurkortið fyrir morgundaginn. Þetta verður að duga í dag. Bið Guðs engla að vaka yfir ykkur og fylla á hjörtu ykkar með hamingju hlýju og kærleika :). <.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Mynd
21 jan 2004 ..::Hann á afmæli í dag!!!::.. Elsku Einar minn til hamingju með daginn! Tíminn hendist áfram og í dag er Einar Már orðin ellefu ára, mér finnst vera svo stutt síðan hann var bara pínupons með fjólubláa blettinn á nefinu :), bletturinn hvarf og drengurinn minn er ekki lengur pínupons heldur stór og stæðilegur drengur :) ellefu ára. Í dag væri gaman að vera heima og geta fagnað þessum tímamótum með honum. Ég ætla að vona að litli drengurinn minn eigi skemmtilegan afmælisdag og lífið haldi áfram að leika við hann. Það er löng leið fyrir höndum og margar freistingar sem verða á leiðinni, því vil ég biðja Guð og hans vermdarengla um að passa litla guttann minn fyrir mig og leiða hann rétta leið um vandrataða stíga lífsins. það er margt sem við sjómennirnir missum af og margar ómetanlegar stundirnar sem glatast, en alltaf slangur af fólki sem í sinni vanþekkingu heldur að við séum ofaldir gullgrísir sem engan rétt eigum á sjómannaafslætti eða þeim launum sem við höfu
Mynd
..::Löður::.. Í dag var komið að skuldadögum í þvottaveseninu og þvottapokinn minn troðfullur svo ekki komst einn sokkur meir í hann. Úff fatagarmar í kjaftfulla þvottavél, já maður er heimilislegur í sér ;). Sjálfsagt þætti það ekki fagmannslegt að demba öllu saman óflokkuðu í vél, en þetta hefur lukkast þokkalega hjá mér í seinnitíð. Það er oft þannig með það sem byrjar illa það endar vel, og maður er smátt og smátt að ná tökum á þessu eftir nokkur strönd og smá mislitun :). Annars er lítið að frétta héðan annað en væll og aftur væll, eftir að vera búin að hlusta á hina skipstjórana á hattinum gráta í talstöðina í allan dag þá er maður niðurbrotin maður. Það þyrfti helst áfallahjálp eftir allar sorgarfréttirnar og aflaleysið, en björtu punktarnir í þessu eru að þetta getur varla versnað ,). Nema þá helst gráturinn í stöðinni sem fer dag versnandi og ekki sérð fyrir enda á því hvar það endar ;). Í dag er vika eftir af túrnum ;) þetta er alveg að hafast hjá okkur..............se
Mynd
..::TogleðursÖndin Bláa::.. Vindurinn sem hvarf svo skyndilega gaf sig fram eftir hádegi í dag og lætur móðan mása yfir okkur, Erlan skoppar á öldutoppunum eins og blá togleðursönd í baðkari. Og ábúendurnir eru andarinnar eru sælir og pattaralegir eftir blíðuna í gær, inni í dýpstu sálarkytrunum lifir sú von að kannski eigi blíða gærdagsins eftir að endurtaka sig ,). Smátt og smátt fjölgar skipunum eins og farfuglum á Íslensku vori, en það eru bara nokkrir undanvillingar komnir. Ég á ekki von á að það fjölgi að ráði fyrr en í lok febrúar, þangað til verða þessir undanfarar vorsins að tínast á bleyðuna einn og einn. Megi Vermdarenglar himnaföðurins færa ykkur alla þá hamingju kærleik og hlýju sem þið getið tekið á móti ,). Munið að vera jákvæð og kát og þakkið fyrir það sem þið hafið því það er alls ekki sjálfsagður hlutur. Það sakar ekki að reina að láta eitthvað gott af sér leiða, hrós klapp á bakið eða bara bros getur gert ótrúlega hluti fyrir aðra............ Lengra verður
Mynd
..::Mistök::.. Ég held að það hafi átt vel við heilaleysis titilinn í gær, allavega var reiknisdæmið um trollaldurinn ekki upp á marga fiska, en hvað er helmingsskekkja milli vina?. Hjá sumum verður að deila með tveim í allt sem sagt er til að komast nálægt sannleikanum, þá náunga þekkja flestir og ef maður hefur stuðulinn þá kemst maður nálægt sannleika þeirra ;). Mamma reyndi að berja inn í hausinn á mér að sannleikurinn væri sagna bestur og hef ég reynt að halda mig við það að fremsta megni ,). Það hafa sennilega orðið hroðaleg mistök hjá veðurguðunum seinnipartinn í gær því það var allur vindur úr þeim og um miðnætti var komið LOGN! Já ég sagði logn og var ekki að grínast. Það læddist að manni grunur um að þetta væri eitthvert svikalogn, en er á meðan er og þetta er eins og þegar barni (og sumum fullorðnum) er rétt sælgæti, maður ræður sér varla fyrir kæti og veit ekkert hvernig á að taka þessari óvæntu hamingju ;). Fyrir hádegi tók ég Tona vin minn og klippti hann, þetta er