Færslur

Sýnir færslur frá maí 25, 2008
Mynd
..::Komin um borð::.. Jæja þá er maður komin um borð aftur og það var ekki átakalaust að rífa sig af stað núna, búið að vera þessi líka bongóblíðan fyrir norðan og sumarið að skella á með öllum sínum þunga, morguninn áður en ég fór náði ég að slá lóðina í fyrsta skiptið í sumar. En það þarf fleira að gera en gott þykir. Ég keyrði suður aðfaranótt 27mai og var komin í bæinn um níuleitið um morguninn, það var sól og blíða heima á Dalvík þegar ég lagði af stað en svo smá dró af blíðviðrinu, sólin hvarf í Öxnadalnum og svo smá versnaði þetta, þegar ég var komin í Borgarnes var komin rigning og vindsperra. Um þrjú svifum við af stað frá Keflavík til Lanzarode, þar var farið á hótel og gist um nóttina, við náðum samt að vera það snemma að hægt var að fá sér að éta almennilega áður en skriðið var í koju. Um morguninn var svo flogið áfram með leiguvél til Máritaníu með millilendingu í Marocco. Við lentum í Nouakchott rétt eftir hádegi og fórum þaðan í Ölphu sem ferjaði okkur út, klukkan var or
Mynd
..::Einhvernvegin svona var þetta::.. Það er þokkalegt hvað aldurinn hefur hitt mig í hausinn því eftir að ég komst á fimmtugs aldurinn hef ég ekki komið frá mér einum bókstaf hehe, en ég held samt að þetta komi aldrinum ekkert við, auðvitað er þetta bara leti. Annars er búið að vera nóg að gera hjá mér undanfarið, við Rúnar erum búnir að hjóla þó nokkuð, t.d fórum við á Siglufjörð eitt kvöldið og vorum að renna í bæinn um áttaleitið, auðvitað átti að snara sér í sjoppuna og gamsa í sig eina pulsu en sjoppumenning Siglufjarðar var nú ekki merkilegri en það að það var búið að loka sjoppunni klukkan átta, Rúnar var með Prins Pólo í vasanum svo þetta reddaðist. Á bakaleiðinni stoppuðum við í Ketilás og hittum þar tvo mótorhjólakappa frá Siglufirði, það var upplivelsi að hitta þessa kappa og veit ég að þessi litla uppákoma bjargaði hreinlega deginum fyrir Rúnari, förum ekki nánar út í það. En annað merkilegt við stoppið í Ketilás var verðið á Bensíni og Dieselolíu, það er greinilegt að Ket