Þjóðhátíðardagurinn 17Júní
Afmæli ömmu Dóru og Júlla.
Mamma og Pabbi sóttu mig niður í Otto og við brunuðum beint í vitatorgið til að heilsa upp á afmælisbarnið, Amma var úti í sólinni með Ragnheiði frænku en fljótlega fór frænkan og við skruppum aðeins upp með afmælisbarninu.
Eftir frekar stutt afmælisstopp hjá ömmu keyrðum við yfir í Kópavog til Telmu og Júlla, þar var annað afmælisbarn og nóg að borða hjá stóru systir.
Ég átti svo flug norður klukkan 13:45 svo stoppið hjá Telmu var stutt í annan endann.
Guðný og Hjördís náðu í mig á völlinn og brunuðum við beina leið heim.
Hvað nú gerist í mínum atvinnumálum er óljóst, það má segja að ég svífi í lausu lofti þar sem framtíðin er ansi óljós.
Ég veit ekki hvað verður úr þessu bloggi mínu núna, ég er mikið að velta því fyrir mér að hætta eða taka mér frí um óákveðin tíma, mér finnst athyglin sem þetta blogg fær full mikil. En hver veit svo sem hvað verður og “engin veit fyrr en allt í einu!” eins og karlinn orðaði það um...
Færslur
Sýnir færslur frá júní 13, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Þriðjudagur 15 Júní
..::Birting án samþykkis::..
Ekki var ég nú par hrifin yfir birtingu skip.is á blogginu mínu.
Upphaflega var þessi ritvöllur minn hugsaður fyrir fjölskylduna vini og kunningja og er það enn, en "shit happens!" eins og einhver orðaði það. Þessi birting var framkvæmd í óþökk minni á míns samþykkis, ég kæri mig ekki um að það sé verið að klippa og líma mínar persónulegu hugleiðingar hingað og þangað, og ég vona að þetta endurtaki sig ekki!...
En það þýðir víst ekkert að fjasa yfir því sem orðið er.
Þriðjudagur 15 Júní
..::Hitt og þetta::..
Í gærkvöldi hreiðruðum við Íslendingarnir um okkur í setustofunni, horfðum á vídeo borðuðum flögur, súkkulaði og drukkum epladjús, hvað er hægt að hafa það betra?.
Klukkan var langt gengin í fjögur þegar ég staulaðist upp í káetuna mína og skreið í kojuna, það tók mig djúga stund að komast í gleymskuástandið vegna braks og smella í innréttingunum. Stundum hef ég það á tilfinningunni að ég sé komin í gamla trés...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
Mánudagur 14 júní 2004
..::329sml í Garðskaga::..
Klukkan 19:30 vorum við staddir á 59°52N 30°13W 329sml suðvestur úr Garðskaga, enn eru eftir 101sml að 200sml landhelgislínunni. Við erum aðeins farnir að heyra urgið í úthafskarfaskipunum á vhf 67 en ekki til að greina neitt um fiskirí.
Það hefur verið suðvestan golukaldi á okkur í dag, 9°C hiti, þungskýjað og ekkert sést til sólar. En ferðin sækist þokkalega aftan í dollunni og vonandi verðum við komnir heim fyrir sautjánda júní :). Karlangarnir voru eitthvað að basla við að þrífa innanskips í dag, en þetta er frekar andlaust ferðalag og fátt við að vera.
That´s it for to day.
Vonast til að þið hafið öll átt góða helgi og góðan dag.
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Óþarfa áhyggjur af hraðanum::..
Ég var farin að hafa áhyggjur af því að ferðahraðinn myndi minka all verulega þegar Dollan færi að toga okkur, hún er jú mun aflminni en Eyborgin.
En það er oft þegar maður er búin að gera sér upp einhverjar hugmyndir um hitt eða þetta að þá stenst það ekki, þegar dollan var komin á fullan skrið þá fórum við 1.5 til 2 sjómílum hraðar yfir en aftan í Eyborginni.
Ég grunað þá Eyborgar menn um græsku frá upphafi en átti ekki von á að þeir hefðu verið svona grófir, sjálfsagt hafa þeir fengið borgað eftir tíma og ákveðið að vera eins lengi að dútla við þetta og þeir framast gátu, ansans bófarnir.
Já lífið er sífellt að koma manni á óvart og ekki alltaf hægt að treista þeim sem maður hélt að hægt væri að treista, t.d voru pjakkarnir á Eyborg búnir að segja að þeir væru að keyra fulla ferð, svo rekur maður sig á að það var langur vegur frá sannleikanum :(.
Dollan olli mér ekki vonbrigðum, og stemmir þessi ferðahraði mjög við þann hraða sem við náðum ...
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Skipti á dráttarvélum::..
Blíðuveður á okkur í allan dag, sunnan andvari og þokkalegasti gangur á þessu.
Um kvöldmatarleitið slepptlum við Eyborginni og húkkuðum vírunum á Erlunni í trýnið á prammanum. Svo var ferðalaginu haldið áfram og gengur bara ágætlega hjá dollunni að pjakka með okkur í áttina til Íslands.
Ef veður verður svipað áfram þá er smá von um að við náum á klakann að kvöldi 16 júní en það er lang þangað til og margt gæti breist á þeim tíma.
Annað markvert gerðist ekki hjá okkur í dag.
Munið eftir að vera þæg, góð og koma fram við aðra eins og þið viljið að þeir komi fram við ykkur..................................