Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 1, 2004
Mynd
..::Í Styttra lagi::.. Þetta verður í styttra lagi hjá mér í dag enda er lítið að segja héðan í dag. Veðrið er til friðs í dag aldrei þessu vant og dýrin í hattinum auðvitað ánægð með það. Annað er ekki í fréttum héðan. Abba babb ef þið eigið einhverja góða brandara eða skemmtilegar sögur sem ykkur langar að deila með öðrum þá þiggjum við það. En það þarf að vera í textaformi, myndabrandar og myndir eru bannaðar í póstinum okkar, "sorry" svona er það bara og ég bið ykkur að virða það :). Megi Guð gefa ykkur öllum gleði og hamingjuríka helgi.
Mynd
..::Mikið eigum við bágt :)::.. Mikið eiga flestir skipstjórnarmennirnir á hattinum bágt í dag, maður situr bara með servéttuna og þurrkar framan úr sér tárin eftir að vera búin að hlusta á allar raunarsögurnar í stöðinni. Einn ónefndur átti þó meira bágt en hinir því miðjuvindan hjá honum var biluð og hann neyddist til að draga með einu trolli og fékk bara "EKKI NEITT!" ÆÆ veslingurinn en vonandi tekst þeim að laga þetta svo að hann þurfi ekki að ganga í gegn um fleiri svona svartnættisdaga, þetta hlýtur að vara agalega vont. En annars er ekkert, við bíðum bara eftir góðu veiðinni sem er hinum megin við hornið og þegjum þunnu hljóði, það borgar sig ekki að tjá sig neitt í stöðinni því ekki vill maður græta neinn :). Það snjóar á okkur i dag, og það er vestankaldi sem heiðrar okkur með blæstri sínum þennan daginn. Við erum að kippa meðan þessir stafir límast á skjáinn, og trollmeistarinn bjástrar í að splæsa nýjar línur í upphalarana. Áður var hann að bjástra eitt...
Mynd
..::Vindblásna hundaþúfa::.. Það er fátt að segja af þessari vindblásnu hundaþúfu þennan daginn, ekki var ég sáttur við rækjuna eða árangurinn hjá okkur í gær svo við renndum okkur vestur yfir toppinn á þúfunni í nótt. Það átti að grípa rækjuna glóðvolga þegar henni rigndi niður í logninu, en ekki eru allar ferðir til fjár. Hvorki var logn né rækjuregn hjá okkur í dag og ég get ekki séð annað en þetta sé sama helv.... hörmungin allstaðar sem gripið er niður. Við vorum eitthvað að bera saman bækur okkar í morgun ég og Siggi Friðriks, karlinn dæsir og segir "það er bara eins og það geti ekki verið logn!". Þar er ég karlinum sammála en einhverra hluta vegna virðist veður aldrei geta verið til friðs. Núna er litla systir mín flogin til Spánar þar sem hún ætlar að stunda skóla fram að næsta hausti, nú bíður maður spenntur eftir því að heyra hvernig henni gengur að eiga við spanjólana. Þeir verða sjálfsagt einmanna núna Gunni og Svali. En þetta er sjálfsagt ekkert öðruvísi en...
Mynd
..::Nammidagur á Hattinum::.. Síðustu nótt notuðum við til að lappa upp á trolldrusluna á meðan við kipptum á norðurhornið, þar átt rækjan að vera í þykkum lögum samkvæmt Gróu á leiti. Eitthvað hefur nú Gróu orðið fótaskortur á tungunni, og ég nagaði mig í handakrikana yfir því að hafa látið glepjast af sögunum sætu :). Fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla! Magnið á norðurhorninu var ekkert meira en þar sem við vorum áður, en það voru fleiri rækjur því verður ekki neitað. Einhvertímann hefði svona rækjurusl verið kallað hnerriduft eða neftóbak, en nú eru breyttir tímar og það þykir ekki tiltökumál að draga í þessu rusli á fleiriþúsundhestafla skipum með mörg troll í rassgatinu í einu. Ekki veit ég hver tilgangurinn með þeim veiðum, því mikið af þessum krílum fer bara í ruslið. Að vera eiða fjármunum tíma og peningum til að fiska og frysta eitthvað sem svo verður á endanum hent er skrítin pólitík, svo ekki sé talað um framtíð þessara rækjumiða ef þetta á að viðgangast til l...
Mynd
..::Allur vindur úr mér::.. Jæja þar fór einn dagurinn enn og ekki var hann vindlaus, aftur á móti er allur vindur að verða úr mér :). Við Kiddi fórum yfir antikið frá A-Ö í gær ef vera skyldi að einhverstaðar leyndist eitthvað sem orsakað gæti aflaleysi okkar. Ekki urðum við margs vísir þó voru tvö lófastór göt á belgnum milli skilju og poka og náttúrulega mörg minni göt, það var kíttað í þau og druslan skoðuð enn betur. Aðeins var stytt í fótreipinu og svo datt mér í hug að líta aðeins á pottlokin sem, þar kom i ljós að lásinn sem tengir togvír við hlerana var að skrúfast úr brakketinu svo hann þurfti að herða og sjóða fastan. Það er nokkuð ljóst að maður verður alltaf að vera á ferðinni sjálfur til að fylgjast með að þetta sé í lagi, annars fer þetta smátt og smátt í döðlur. Venjulega hefur Kiddi séð um að allt væri í góðu lagi, en hann getur ekki klónað sig og því síður skipt sér. Þennan túrinn tekur vélgæslan sinn toll af dýrmætum tíma hans frá dekkinu. Einhvernvegin ætlar þett...
Mynd
..::Kalt bað::.. Ætli við byrjum ekki á gærkvöldinu :). Anton kemur í dyragættina og kallar "er ekki hægt að hífa? það er sprungið eitthvað rör niðri í vél!". Druslan var hysjuð upp og höfuðmótorinn stoppaður, veðrið var aldrei þessu vant að ganga niður svo það fór ekki illa á þessu á flatrekinu og tölti ég niður að kanna aðstæður. Í mótorhúsinu voru Anton og Kristvin að brasa við einhverja pípu á vélinni og var gasolíu subbið út um allt svo gólfin voru eins og skautasvell og erfitt að fóta sig. Þá byrjuðu þessi bölvuðu læti, bakborðshlerinn hafði lekið niður og ólmaðist aftan á dollunni eins og belja sem verið er að sleppa út eftir vetursetu. Ég hljóp upp að kanna aðstæður og leist ekki vel á það sem ég sá, það var ljóst að þetta endaði ekki með öðru en þessi þriggja tonna stálhamar lemdi allt í spað. Og spilkerfið óvirkt meðan höfuðmótorinn var úti Shit!!! En það varð að reina rafmagnsspildæluna, ég hljóp niður og startaði henni spýttist svo upp og reyndi að hífa, en það v...
Mynd
..::Og þar fauk janúar út í buskann::.. Náðum að lemja trolldrusluna út seinnipartinn í gær en árangurinn var vægast sagt herfilegur og samtímis komst ég að því að möguleikarnir okkar til að fiska þegar stóru skipin setja tvö trollin út eru enn minni en ég hélt áður. Við áttum ekki séns á að draga á eftir þeim upp í goluna, þetta flaksaði bara aftan í dósinni eins og þvottur á snúru meðan hinir drógu burt út í buskann með sín tvö troll í rassgatinu sælir og glaðir. Já það er ekki tekið út með sældinni að reina að ná árangri á dósinni þessa dagana, en við höldum áfram að reina og gefumst ekki upp. Um ellefuleitið í morgun lagaðist aðeins veðrið og við notuðum tækifærið til að ferja á milli dótið hans Óla vinnslustjóra á Onticu en matarbrettin var ekkert vit í að reina við. Ég held nú að flestir á bleyðunni hafi verið gáttataðir á að hægt hafi verið að koma þó þessu á milli í þessu veðri, en það má fara ansi langt á bjartsýninni. Svo sigldi Ontica af stað til Íslands en við reinum ...