..::Sleðaferð::.. Sólin var byrjuð að baka niður upp úr átta og við félagarnir vorum að gera okkur klára í sleðatúr, þetta er einn af þessum morgnum sem ekki blaktir hár á höfði og 100% veður í svona ferð. Klukkan níu erum við klárir til brottfarar, Villi Hagg fararstjóri, Rúnar, Gummi og ég. Við fórum upp frá Dalvík og héldum inn dalinn og upp á Reykjaheiðina, veðrið var frábært og við stoppuðum oft, Villi lét móðan mása enda þekkir hann hverja þúfu og stein á öllu svæðinu, það sat ákaflega lítið eftir af þessu fróðleik í hausnum á mér en samt vona ég að með tíð og tíma læri ég að þekkja eitthvað af þessum fjöllum og dölum með nafni :). Klukkan er rétt orðin hálf ellefu og við erum að njóta útsýnisins úr skarði sem að mig minnir er kallað Algleymingur, eftir dágott stopp spenntum við á okkur hjálmana og gerðum okkur klára í að fara af stað. Gummi byrjar að trekkja sleðann sinn í gang, sleðinn hrekkur í gang, festist í fullri gjöf og æðir af stað án þess að Gummi ráði við neitt, við ho
Færslur
Sýnir færslur frá apríl 20, 2008
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Allt að gerast::.. Hvar á eiginlega að byrja? Við keyrðum austur síðasta föstudag í bongóblíðu og sumarveðri, og vorum ekki nema rétt fjóra tíma alla leið austur á Eskifjörð. Einhvernvegin minnti mig að þetta væri miklu lengra ;). Það var vel tekið á móti okkur og gistum við hjá Valda og Unni “þau búa í höll” það var stjanað þvílíkt við okkur í gistingu mat og drykk að okkur langaði eiginlega ekkert heim í kofann okkar aftur hehe. Strákarnir fóru á bretti í Oddskarðið föstudag-laugardag-sunnudag og voru býsna sáttir við svæðið, en lyftuvörðurinn var eitthvað að bögga þá með einhverjum aðfinnslum hvar mætti renna sér o.s.f.v. Á laugardaginn heimsóttum við Pétur frænda og Gunnhildi og drukkum hjá þeim kaffi og fengum nýbakað ala Karl Steinar, svo keyrðum við út á sveit og rúlluðum aðeins yfir svæðið. Þetta hefur ekki breyst mikið, fjöllin og fjörðurinn allt á sínum stað og minni breyting á bænum en ég átti von á, aðalbreytingin þarna er Álverið og uppbyggingin á Reyðarfirði. Við skoð