
..::Sleðaferð::.. Sólin var byrjuð að baka niður upp úr átta og við félagarnir vorum að gera okkur klára í sleðatúr, þetta er einn af þessum morgnum sem ekki blaktir hár á höfði og 100% veður í svona ferð. Klukkan níu erum við klárir til brottfarar, Villi Hagg fararstjóri, Rúnar, Gummi og ég. Við fórum upp frá Dalvík og héldum inn dalinn og upp á Reykjaheiðina, veðrið var frábært og við stoppuðum oft, Villi lét móðan mása enda þekkir hann hverja þúfu og stein á öllu svæðinu, það sat ákaflega lítið eftir af þessu fróðleik í hausnum á mér en samt vona ég að með tíð og tíma læri ég að þekkja eitthvað af þessum fjöllum og dölum með nafni :). Klukkan er rétt orðin hálf ellefu og við erum að njóta útsýnisins úr skarði sem að mig minnir er kallað Algleymingur, eftir dágott stopp spenntum við á okkur hjálmana og gerðum okkur klára í að fara af stað. Gummi byrjar að trekkja sleðann sinn í gang, sleðinn hrekkur í gang, festist í fullri gjöf og æðir af stað án þess að Gummi ráði við neitt, við ho...