..::Sannir sjómenn!::.. Enn einn blíðviðrisdagurinn við vestur Sahara. Það gerðist ekki margt markvert þennann daginn, annað er að við vorum að basla við þetta sama, veiðar og vinnslu. Seinnipartinn vorum við að reina að fiska á sömu slóð og lítill Marocco línubátur, þessi grei eru oft að basla með línustubbana sína innan um togarana og því miður eru ekki mikil samskipti þarna á milli, aðallega vegna tungumálaerfiðleika. Sjálfsagt verða karlagreiin fyrir miklu veiðarfæratjóni en það virðist ekki plaga þá mikið og eru þeir bísna kaldir að spæna þessa spotta sína út innan um togarana. Maður reinir eftir fremsta megni að komast hjá því að lenda í þessu hjá þeim, en samt sem áður gerist það allt of oft að einhver hluti af línunni þvælist í veiðarfærin hjá okkur. Þetta eru sannir sjómenn sagði Litháenski stýrimaðurinn minn með stolti í dag þegar við toguðum fram hjá þessum litla bát, sjálfsagt er nokkuð til í því hjá honum. Það er örugglega ekkert spennandi að hokra á svona pung, sjálfsagt
Færslur
Sýnir færslur frá nóvember 18, 2007
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Nú jæja!::.. Það er greinilegt að eitthvað hreifði það við viðkvæmum sálum vonbrygðabloggið mitt um daginn, en þetta var mín leið til að blása út og það nær ekkert lengra. Ég á ekki von á að neinn botni nokkur tíman í þessu bloggi og það verður bara að vera svo. En auðvitað skilur fólk misjafnlega það sem skrifað er, sumir sjá djöfulinn í hverju skrefi meðan allt er jollígúdd hjá öðrum. Dagurinn í gær byrjaði og endaði á brauðbolluáti, milli þessara brauðbolla gerðist ýmislegt sem sumir hefðu séð í Íslensku sauðalitunum, en við erum ekki að stressa okkur yfir smámunum og reynum að sjá lífið í lit, enda ekki ástæða til neins annars. Trollharmleikurinn gekk yfir, og á endanum var þetta ekki svo slæmt, belgur og poki sluppu en trollkjafturinn laskaðist það mikið að Gummi bókaði það í aðgerð. Hann eyddi því sem eftir var af nóttinni til að slíta trollið af tromlunni og koma því á biðstofuna. Svo græjaði hann nýtt troll undir og var komin í koju upp úr sex í gærmorgun, langur dagur hjá
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Þar fauk fegrunarblundurinn::.. Síðastliðna nótt þegar ég var búin að troða blogginu mínu á veraldarvefinn þá datt í mig að kíkja á gömul blogg, fyrir valinu varð gamalt blogg síðan ég reið um hafflötinn á Erlunni sælla minninga. Ég hafði ansi gaman af því að rifja þetta upp og sjá hvað ég hafði verið að bardúsa, en þegar ég fer að lesa þetta þá kemst ég smátt og smátt betur að því að getan til að koma frá sér skrifuðu máli hefur nánast horfið, svona eins og kynkvöt sem yfirgefur gamlan graðhest ;) þá er ég smátt og smátt að verða skriftgeldur. En þá að máli málanna, deginum í dag. Gummi ræsti mig fyrir allar aldir og þá var kappinn að koma úr ræktinni, ég var búin að byðja hann að ræsa mig og ekki sveik hann mig á því. Ég tussaðist á fætur og fór upp í brú, þar var allt í góðum gír svo maður lagaði sér bara aumingjavatn(te) og spjallaði við strákana. Dagurinn leið á verulegra kvala og fyrr en varði var komið kvöld og farið að styttast í vaktinni, við hífðum rétt fyrir miðnætti svo
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Fuglafár::.. Í allan dag hefur herjað á okkur skaðræðisblíða með sól og sumaryl, ekki amalegt svona rétt rúmum mánuði fyrir jól. Annars er ekkert af viti að frétta, dallurinn og næsta nágrenni er undirlagt af fugli, ég hef sjaldan séð annað eins, en þessi grey sitja út um allt. Togvírarnir og höfuðlínukapalinn eu meira að segja þéttsetnir af fugli á toginu, frá sjó og upp að blökkum. Þessu fylgir náttúrulega mikið garg og læti, en verst af öllur er þó sóðaskapurinn. Bátsmaðurinn stendur allan daginn með háþrýstidæluna og þvær burt fuglaskít, en það sér varla högg á vatni. Og ég er ekkert að fara of mikið út þessa daga, ég tel mig nokkuð heppinn ef ég slepp við skítkast eftir stutt ferðalög utandyra, best er bara að halda sig innandyra meðan þetta gengur yfir. Sá eini sem er virkilega ánægður með gargandi skítmaskínurnar er Vírus, hann hefur ákaflega gaman af því að fylgjast með fuglunum, ekki það að þetta fuglafár haldi fyrir honum vöku, nei nei, hann sefur sína tuttugu tíma í sóla
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Vonbrigði::.. Sjálfsagt kemst engin í gegn um lífið án þess að verða fyrir vonbrigðum, en líklega verður fólk fyrir minni vonbrigðum með minni væntingum. Í dag var ég fyrir miklum vongbrigðum með mann sem ég hélt áður að væri meðalgreindur og þokkalega gefin, en mér til ólukku þá komst ég að hinu gagnstæða. Þessi niðurstaða særði mig verulega en gerði mér jafnframt ljóst að betra er að hafa engin samskipti við sumt fólk, maður er betur komin án þess. Ekki veit ég hvaða hvatir reka fólk til þess að göslast áfram í svikum og ósannsögli, eingöngu að því virðist til þess að upphefja brotna sjálfsmynd sína og traðka á öðrum. Vonandi hafa þeir einstaklingar sem þannig haga sér haldbæra skýringu á hátterni sínu, þó ekki væri til annars en að friða eigin samvisku, þ.e.a.s ef þeir hafa samvisku. En mér er fyrirmunað að skilja svona háttalag, kannski vegna þess að samviska mín segir að ég eigi að koma fram við annað fólk eins og við viljum að það komi fram við okkur. Allt sem þér viljið aðri