..::Vonbrigði::..
Sjálfsagt kemst engin í gegn um lífið án þess að verða fyrir vonbrigðum, en líklega verður fólk fyrir minni vonbrigðum með minni væntingum.
Í dag var ég fyrir miklum vongbrigðum með mann sem ég hélt áður að væri meðalgreindur og þokkalega gefin, en mér til ólukku þá komst ég að hinu gagnstæða.

Þessi niðurstaða særði mig verulega en gerði mér jafnframt ljóst að betra er að hafa engin samskipti við sumt fólk, maður er betur komin án þess.
Ekki veit ég hvaða hvatir reka fólk til þess að göslast áfram í svikum og ósannsögli, eingöngu að því virðist til þess að upphefja brotna sjálfsmynd sína og traðka á öðrum.
Vonandi hafa þeir einstaklingar sem þannig haga sér haldbæra skýringu á hátterni sínu, þó ekki væri til annars en að friða eigin samvisku, þ.e.a.s ef þeir hafa samvisku.
En mér er fyrirmunað að skilja svona háttalag, kannski vegna þess að samviska mín segir að ég eigi að koma fram við annað fólk eins og við viljum að það komi fram við okkur.

Allt sem þér viljið aðrir menn gjöri yður,
það skuluð þér og þeim gjöra.
(Matt 7,12)
Svo mörg voru þau orð, rituð fyrir fleiri þúsund árum og enn í fullu gildi.

Já annars er ekki mikið að segja af okkur hérna annað en að hver dagurinn er öðrum líkur, síðustu dagar hafi að vísu einkennst af trollbasli en eitt af veiðarfærunum okkar fór í verkfall og neitaði að fiska, þetta kallaði á ómældar spekulasjónir og pælingar sem svo leiddu af sér höfuðverk.
Það er ekki fyrir þann hvítan mann að finna út úr þessu þegar svona della fer af stað.
En við ákváðum í samráði ég og netagúrúið mitt að beita á þetta vandamál útilokunaraðferðinni, þetta er búið að taka tvo daga með tilheyrandi veseni og skúffelsi en ég vona að við séum komnir fyrir vind í þessu verkfallsmáli og tekist hafi að einangra meinið.
Já og svo er komin heimferðardagur á okkur, 18 desember ;) ekki nema mánuður eftir.

Að lokum ætla ég svo að biðja Guð að blessa vesalinginn sem svo illa kom fram við mig, færa honum ljós hamingju og frið.......

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já hann er enn í fullu gildi málshátturinn# Lengi skal manninn reyna" en reynir maður ekki í lengstu lög að trúa á það besta í mönnum,svo grafa þeir sér sína eigin gröf.ER það rétt að heimferð sé ekki fyrr en 18 des,þú færð engan tíma í að gera hreint fyrir jólin:-)
Nafnlaus sagði…
Jamm þetta er rétt dagsetning, seint koma sumir en koma þó.

Vinsælar færslur af þessu bloggi