..::Komin heim aftur::..
En ferðasagan verður að bíða betri tíma.
Er búin að vera á fullu upp fyrir haus hjá Brynju, en hún er að flytja í nýja íbúð og keypti í tilefni þess haug af húsgögnum sem átti eftir að setja saman.
Það var rétt að hafast að skrúfa restina saman.
Á morgun á svo að flytja góssið úr kjallaranum hjá okkur í nýju íbúðina.
Er alveg flatur eftir daginn og læt þetta því nægja í dag.
Bið Guð almáttugan og alla hans engla að vaka yfir ykkur.
<.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>
Færslur
Sýnir færslur frá mars 28, 2004
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Aldrei fór ég suður::..
Þetta fer nú að verða eins og í textanum hjá Bubba forðum “aldrei fór ég suður” en ég er enn staddur á Dalvík og ekki ennþá ljóst hvort eða hvenær ég fer suður.
Nýjasta nýtt er á morgun en það á eftir að koma ljós.
Það er búið að vera rosalega fallegt veður á Dalvík í dag, sólin hefur bakað niður en það er frekar kalt, eða 1-2°C.
Ég sparkaði hjólinu í gang í dag og fékk mér rúnt, og brunaði upp í fjall á harðfenninu.
Harðfennið var ekki alveg nógu hart og afturdekkið orðið full slitið til að gripið væri nægjanlegt, það er því ljóst að það þarf nýtt afturdekk ef meiri snjóreið er fyrirhuguð.
Hjördís er búin að vera lasin heima í dag en Einar hefur aftur á móti lítið stoppað inni, enda gaman að vera úti í góða veðrinu ;).
Meðan ég var að pikka þetta datt inn emil með flugáætluninni, samkvæmt henni fer ég í loftið klukkan 12:10 á morgun þriðjudag 30 mars.
Flogið verður með Fokker50 flugvél ;).
Hafið þið einhvertímann velt því fyrir ykkur hv
- Fá tengil
- X
- Tölvupóstur
- Önnur forrit
..::Gluggaveður::..
Það hefur verið frekar kalt hjá okkur í dag, svona gluggaveður á Dalvík.
Brynja og Kalli komu í morgun og sóttu Bjarka Fannar.
Eftir hádegið komu þær systur Ninna Brynja og Ingunn, bíllinn hennar Ninnu var púnteraður fyrir utan hjá okkur og fór ég með Ninnu og sótti dekk og skipti fyrir hana.
Svo kom Frau Sveinbergsdóttir í sólarkaffi, þegar hún var rétt farin kom Svanur vinur minn úr Ólafsfirði og kíkti aðeins á okkur.
Um sexleitið var svo brunað inn á Akureyri til að keyra Óla í flug, við komum aðeins við á Subway og fengum okkur aðeins í gogginn.
Vorum komin heim aftur tæplega níu.
Þetta verður ekki lengra í dag.
Bið Guð og gæfuna að fylgja ykkur................
<.•´¯`•. Hörður .•´¯`•.><((((º>